Hafa áhyggjur af Reykjavíkurmeisturum Þróttar: „Edda er að kála þeim í ræktinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 15:30 Nú reynir á Álfhildi Rósu Kjartansdóttur og félaga í Þróttaraliðinu að rífa sig í gang áður en Besta deildin byrjar eftir rúman mánuð. Vísir/Hulda Margrét Reykjavíkurmeistarar Þróttar höfðu náð sínum besta árangri í þremur keppnum í röð, á Íslandsmótinu 2021, í bikarkeppninni 2021 og í Reykjavíkurmótinu 2022, þegar kom að Lengjubikarnum. Þar sýndi liðið aftur á móti veikleikamerki. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu stöðuna á Þróttaraliðinu í Lengjubikarmörkunum nú þegar fimm vikur eru í að Besta deildin fari af stað. „Ég hef smá áhyggjur af Þrótti. Þær urðu Reykjavíkurmeistarar sem er frábær og allir vissu það. Svo hefur voða lítið verið að frétta af þeim í þessu móti,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. „Ég er sammála því. Ég hef líka pínu áhyggjur af Þrótti. Þær komust í bikarúrslitaleikinn í fyrra og náðu að fylgja því mjög vel eftir með því að verða Reykjavíkurmeistarar sem var virkilega vel gert hjá þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Þær stóðu sig líka vel í deildinni í fyrra og það var allt á uppleið hjá þeim. Mér finnst vanta inn á miðjuna hjá þeim og þetta er mikið happa glappa,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir og tók sem dæmið markið hjá Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur í síðasta leik. „Olla gerði það mjög vel en það vantar allt uppspil finnst mér,“ sagði Sonný Lára. „Þær voru með frábæran leikmann í fyrra í Katie Cousins. Hún var prímusmótor í þessu liði og leikmaður sem ég fullyrði að hefði komist bæði í lið Breiðabliks og Vals. Þær missa hana og þær missa líka fleiri leikmenn. Þær eru ekki alveg í góðum takti núna,“ sagði Margrét Lára. „Edda er að kála þeim í ræktinni og æfingunni. Þær eru bara þungar og þreyttar. Svo munu þær toppa þegar þær eiga að vera að toppa. Við viljum ekki sjá leikmenn eða lið toppa á vitlausum tíma. Mögulega eru þær á þeim stað sem þær vilja vera. Það er alltaf samt gott að fá úrslit,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umfjöllunina um Þrótt hér fyrir neðan. Klippa: Lengjubikarmörkin: Hafa áhyggjur af Þrótti Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu stöðuna á Þróttaraliðinu í Lengjubikarmörkunum nú þegar fimm vikur eru í að Besta deildin fari af stað. „Ég hef smá áhyggjur af Þrótti. Þær urðu Reykjavíkurmeistarar sem er frábær og allir vissu það. Svo hefur voða lítið verið að frétta af þeim í þessu móti,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. „Ég er sammála því. Ég hef líka pínu áhyggjur af Þrótti. Þær komust í bikarúrslitaleikinn í fyrra og náðu að fylgja því mjög vel eftir með því að verða Reykjavíkurmeistarar sem var virkilega vel gert hjá þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. „Þær stóðu sig líka vel í deildinni í fyrra og það var allt á uppleið hjá þeim. Mér finnst vanta inn á miðjuna hjá þeim og þetta er mikið happa glappa,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir og tók sem dæmið markið hjá Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur í síðasta leik. „Olla gerði það mjög vel en það vantar allt uppspil finnst mér,“ sagði Sonný Lára. „Þær voru með frábæran leikmann í fyrra í Katie Cousins. Hún var prímusmótor í þessu liði og leikmaður sem ég fullyrði að hefði komist bæði í lið Breiðabliks og Vals. Þær missa hana og þær missa líka fleiri leikmenn. Þær eru ekki alveg í góðum takti núna,“ sagði Margrét Lára. „Edda er að kála þeim í ræktinni og æfingunni. Þær eru bara þungar og þreyttar. Svo munu þær toppa þegar þær eiga að vera að toppa. Við viljum ekki sjá leikmenn eða lið toppa á vitlausum tíma. Mögulega eru þær á þeim stað sem þær vilja vera. Það er alltaf samt gott að fá úrslit,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umfjöllunina um Þrótt hér fyrir neðan. Klippa: Lengjubikarmörkin: Hafa áhyggjur af Þrótti
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira