Skærustu stjörnunni sagt upp í gegnum tölvupóst eftir langa störukeppni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2022 07:31 Enginn leikmaður hefur skorað meira fyrir Esbjerg en Estavana Polman, eða 1.270 mörk. getty/Jan Christensen Hollenska handboltakonan Estavana Polman hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Esbjerg í Danmörku. Hún er ósátt með hvernig staðið var að starfslokum hennar hjá félaginu. Eftir mikla störukeppni milli Polmans og Jespers Jensen, þjálfara Esbjerg, var henni tjáð að hennar krafta væri ekki lengur óskað hjá félaginu, jafnvel þótt samningur hennar við það renni ekki út fyrr en eftir næsta tímabil. Polman hefur leikið með Esbjerg frá 2013. Hún hefur þrisvar sinnum orðið danskur meistari með félaginu og er markahæsti leikmaður í sögu þess. En nú er þeirri sögu lokið. „Undanfarnar vikur hef ég reynt að fá fund með þjálfaranum. Ég túlkaði það þannig að við ættum að hittast og ræða stöðuna. Og ég og ráðgjafi minn reyndum að fá fund með félaginu. En það samþykkti það ekki og þess í stað fékk ég tölvupóst um að ég myndi ekki spila meira fyrir Esbjerg,“ skrifaði Polman á Instagram. „Það er mikilvægt að fyrir mig að segja að þetta var ákvörðun félagsins og svona sá ég ekki fyrir mér að tími minn hjá því myndi enda.“ Um langt árabil var Polman skærasta stjarna Esbjerg og helsta andlit liðsins. Meiðsli í hné hafa hins vegar hægt á henni og hún hefur átt erfitt með að endurheimta sæti sitt í liðinu. Polman og Jensen hafa átt í deilum undanfarna mánuði og stjórn Esbjerg hefur nú tekið þá ákvörðun að hún spili ekki meira með liðinu. „Eftir níu ár hjá félaginu er þetta augljóslega sorgardagur fyrir mig. Ég hef lengi reynt mitt besta til að leysa öll vandamál milli mín, félagsins og þjálfarans. Undanfarnar vikur hef ég reynt að fá fund með þjálfaranum. Því miður verð ég að segja að ég skil ekki ákvörðunina og hvernig henni var miðlað,“ sagði Polman. Ekki liggur fyrir hvað tekur við hjá henni. Sem fyrr sagði er hún enn samningsbundin Esbjerg og yrði að komast að samkomulagi við félagið um að rifta samningnum ef hún ætlar að spila á næsta tímabili. Danski handboltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Eftir mikla störukeppni milli Polmans og Jespers Jensen, þjálfara Esbjerg, var henni tjáð að hennar krafta væri ekki lengur óskað hjá félaginu, jafnvel þótt samningur hennar við það renni ekki út fyrr en eftir næsta tímabil. Polman hefur leikið með Esbjerg frá 2013. Hún hefur þrisvar sinnum orðið danskur meistari með félaginu og er markahæsti leikmaður í sögu þess. En nú er þeirri sögu lokið. „Undanfarnar vikur hef ég reynt að fá fund með þjálfaranum. Ég túlkaði það þannig að við ættum að hittast og ræða stöðuna. Og ég og ráðgjafi minn reyndum að fá fund með félaginu. En það samþykkti það ekki og þess í stað fékk ég tölvupóst um að ég myndi ekki spila meira fyrir Esbjerg,“ skrifaði Polman á Instagram. „Það er mikilvægt að fyrir mig að segja að þetta var ákvörðun félagsins og svona sá ég ekki fyrir mér að tími minn hjá því myndi enda.“ Um langt árabil var Polman skærasta stjarna Esbjerg og helsta andlit liðsins. Meiðsli í hné hafa hins vegar hægt á henni og hún hefur átt erfitt með að endurheimta sæti sitt í liðinu. Polman og Jensen hafa átt í deilum undanfarna mánuði og stjórn Esbjerg hefur nú tekið þá ákvörðun að hún spili ekki meira með liðinu. „Eftir níu ár hjá félaginu er þetta augljóslega sorgardagur fyrir mig. Ég hef lengi reynt mitt besta til að leysa öll vandamál milli mín, félagsins og þjálfarans. Undanfarnar vikur hef ég reynt að fá fund með þjálfaranum. Því miður verð ég að segja að ég skil ekki ákvörðunina og hvernig henni var miðlað,“ sagði Polman. Ekki liggur fyrir hvað tekur við hjá henni. Sem fyrr sagði er hún enn samningsbundin Esbjerg og yrði að komast að samkomulagi við félagið um að rifta samningnum ef hún ætlar að spila á næsta tímabili.
Danski handboltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira