Ekki rétt að Ásbjörn sé sá markahæsti frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2022 12:31 Ásbirni Friðrikssyni vantar enn 489 mörk að ná markameti Valdimars Grímssonar sem skorað yfir 1900 mörk í efstu deild á sínum ferli. Samsett/Vilhelm Í gær tilkynntu FH-ingar að Ásbjörn Friðriksson sé orðinn markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi en þegar tölfræðin var skoðuð betur kom í ljós að FH-ingurinn öflugi á enn nokkuð langt í land með að taka metið. Valdimar Grímsson er langmarkahæsti leikmaður efstu deildar karla í handbolta og hefur verið það í meira en þrjá áratugi. Hann var sá fyrsti til að skora þúsund mörk í efstu deild vorið 1993 og endaði á því að skora 1.903 deildarmörk í efstu deild. Hér er aðeins verið að tala um mörk í deildarleikjum og mörk í úrslitakeppni eru talin sér og eru því ekki með í þessum tölum. Ásbjörn vantar því enn 489 mörk til að taka metið af Valdimari. Það eru líka fjórir aðrir leikmenn sem hafa skorað fleiri mörk en Ásbjörn í efstu deild. Uppfært: Það vantaði Halldór Ingólfsson á listann en það hefur nú verið lagfært. Bjarki Sigurðsson, fyrrum leikmaður Víkinga og Aftureldingar, er 346 mörkum á undan honum en það er styttra í það að Ásbjörn komist upp fyrir þá Sturlu Ásgeirsson og Sigurð Val Sveinsson. Sturla er 78 mörkum á undan honum og Ásbjörn vantar 47 mörk í að ná Sigurði Val Sveinssyni. Halldór Ingólfsson er aftur á móti í þriðja sæti listans á eftir þeim Valdimar og Bjarka en hann skoraði 1.648 mörk í efstu deild fyrir Gróttu og Hauka. Þeir leikmenn sem eru enn að spila og eru farnir að nálgast efstu menn eru þeir Einar Rafn Eiðsson hjá KA sem er kominn með 1.297 mörk og svo Björgvin Þór Hólmgeirsson hjá Stjörnunni sem er kominn með 1.292 mörk. Valdimar Grímsson skoraði langstærsta hluta marka sinna fyrir Val en hann lék einnig með KA, Selfossi, Stjörnunni og HK í efstu deild. Ásbjörn Friðriksson er á sínu sextánda tímabili í efstu deild og hefur skorað deildarmörkin sín 1.414 í 306 leikjum sem gera 4,6 mörk í leik. Ásbjörn lék fyrst með KA, þá með Akureyri og hefur spilað með FH frá árinu 2008 fyrir utan eitt tímabil í atvinnumennsku. Markahæstu leikmenn efstu deildar karla frá upphafi: 1. Valdimar Grímsson 1.903 mörk 2. Bjarki Sigurðsson 1.760 mörk 3. Halldór Ingólfsson 1.648 mörk 4. Sturla Ásgeirsson 1.492 mörk 5. Sigurður Valur Sveinsson 1.461 mark 6. Ásbjörn Friðriksson 1.414 mörk 7. Bjarni Fritzson 1.343 mörk 8. Valdimar Fannar Þórsson 1.338 mörk Olís-deild karla FH Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Valdimar Grímsson er langmarkahæsti leikmaður efstu deildar karla í handbolta og hefur verið það í meira en þrjá áratugi. Hann var sá fyrsti til að skora þúsund mörk í efstu deild vorið 1993 og endaði á því að skora 1.903 deildarmörk í efstu deild. Hér er aðeins verið að tala um mörk í deildarleikjum og mörk í úrslitakeppni eru talin sér og eru því ekki með í þessum tölum. Ásbjörn vantar því enn 489 mörk til að taka metið af Valdimari. Það eru líka fjórir aðrir leikmenn sem hafa skorað fleiri mörk en Ásbjörn í efstu deild. Uppfært: Það vantaði Halldór Ingólfsson á listann en það hefur nú verið lagfært. Bjarki Sigurðsson, fyrrum leikmaður Víkinga og Aftureldingar, er 346 mörkum á undan honum en það er styttra í það að Ásbjörn komist upp fyrir þá Sturlu Ásgeirsson og Sigurð Val Sveinsson. Sturla er 78 mörkum á undan honum og Ásbjörn vantar 47 mörk í að ná Sigurði Val Sveinssyni. Halldór Ingólfsson er aftur á móti í þriðja sæti listans á eftir þeim Valdimar og Bjarka en hann skoraði 1.648 mörk í efstu deild fyrir Gróttu og Hauka. Þeir leikmenn sem eru enn að spila og eru farnir að nálgast efstu menn eru þeir Einar Rafn Eiðsson hjá KA sem er kominn með 1.297 mörk og svo Björgvin Þór Hólmgeirsson hjá Stjörnunni sem er kominn með 1.292 mörk. Valdimar Grímsson skoraði langstærsta hluta marka sinna fyrir Val en hann lék einnig með KA, Selfossi, Stjörnunni og HK í efstu deild. Ásbjörn Friðriksson er á sínu sextánda tímabili í efstu deild og hefur skorað deildarmörkin sín 1.414 í 306 leikjum sem gera 4,6 mörk í leik. Ásbjörn lék fyrst með KA, þá með Akureyri og hefur spilað með FH frá árinu 2008 fyrir utan eitt tímabil í atvinnumennsku. Markahæstu leikmenn efstu deildar karla frá upphafi: 1. Valdimar Grímsson 1.903 mörk 2. Bjarki Sigurðsson 1.760 mörk 3. Halldór Ingólfsson 1.648 mörk 4. Sturla Ásgeirsson 1.492 mörk 5. Sigurður Valur Sveinsson 1.461 mark 6. Ásbjörn Friðriksson 1.414 mörk 7. Bjarni Fritzson 1.343 mörk 8. Valdimar Fannar Þórsson 1.338 mörk
Markahæstu leikmenn efstu deildar karla frá upphafi: 1. Valdimar Grímsson 1.903 mörk 2. Bjarki Sigurðsson 1.760 mörk 3. Halldór Ingólfsson 1.648 mörk 4. Sturla Ásgeirsson 1.492 mörk 5. Sigurður Valur Sveinsson 1.461 mark 6. Ásbjörn Friðriksson 1.414 mörk 7. Bjarni Fritzson 1.343 mörk 8. Valdimar Fannar Þórsson 1.338 mörk
Olís-deild karla FH Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira