Tveimur barna Sævars dæmdar 77 milljónir króna í bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2022 15:18 Sævar Ciesielski var einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Vísir Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Lilju Rún Jensen og Victor Blæ Ciesielski Jensen 77 milljónir króna hvoru um sig. Lilja og Victor eru börn Sævars Marínós Ciesielski heitins sem var á meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Sævar var í febrúar 1980 sakfelldir fyrir tvö manndráp af gáleysi og sömuleiðis fyrir rangar sakargiftir. Auk þess var hann sakfelldur fyrir önnur brot og var dæmdur í sautján ára óskilorðsbundið fangelsi. Í kjölfar dómsins hóf hann afplánun sem stóð í 1526 daga þar til honum var veitt reynslulausn í apríl 1984. Sævar lést árið 2011. Í febrúar 2018 úrskurðaði endurupptökunefnd að heimila endurupptöku á máli sakborninga í málunum. Það var svo í september 2018 var Sævar auk fleiri sakborninga sýknaður af ákæru að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana. Í framhaldi af dómnum gaf Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra út yfirlýsingu, fagnaði málalyktum og bað sakborninga og aðstandendur afsökunar á því ranglæti sem þau hefðu mátt þola. Skipuð var sáttanefnd til að komast að samkomulagi um sátt við sakborninga. Börnum Sævars var boðið 44,8 milljónir króna í bætur en jafnframt upplýst að þau gætu engu að síður leitað réttar síns fyrir dómstólum. Staðfestu börnin fimm viðtöku 44,8 milljóna króna, samanlagt 224 milljóna króna. Þau Lilja og Victor ákváðu að stefna ríkinu og krefjast frekari bóta. Var dómurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þau kröfðust hvort fyrir sig 495 milljóna króna frá íslenska ríkinu. Héraðsdómur vísaði frá kröfu systkinanna um bætur fyrir fjártjón Sævars Marínós Ciesielski en dæmdi ríkið til að greiða þeim 77 milljónir króna hvoru fyrir sig. Þá nutu þau gjafsóknar og var málflutningsþóknun Ragnars Aðalsteinssonar, lögmanns þeirra, upp á 3,2 milljónir króna og annar kostnaður greiddur úr ríkissjóði. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25. febrúar 2022 10:59 Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. 6. janúar 2022 14:02 Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Sævar var í febrúar 1980 sakfelldir fyrir tvö manndráp af gáleysi og sömuleiðis fyrir rangar sakargiftir. Auk þess var hann sakfelldur fyrir önnur brot og var dæmdur í sautján ára óskilorðsbundið fangelsi. Í kjölfar dómsins hóf hann afplánun sem stóð í 1526 daga þar til honum var veitt reynslulausn í apríl 1984. Sævar lést árið 2011. Í febrúar 2018 úrskurðaði endurupptökunefnd að heimila endurupptöku á máli sakborninga í málunum. Það var svo í september 2018 var Sævar auk fleiri sakborninga sýknaður af ákæru að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana. Í framhaldi af dómnum gaf Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra út yfirlýsingu, fagnaði málalyktum og bað sakborninga og aðstandendur afsökunar á því ranglæti sem þau hefðu mátt þola. Skipuð var sáttanefnd til að komast að samkomulagi um sátt við sakborninga. Börnum Sævars var boðið 44,8 milljónir króna í bætur en jafnframt upplýst að þau gætu engu að síður leitað réttar síns fyrir dómstólum. Staðfestu börnin fimm viðtöku 44,8 milljóna króna, samanlagt 224 milljóna króna. Þau Lilja og Victor ákváðu að stefna ríkinu og krefjast frekari bóta. Var dómurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þau kröfðust hvort fyrir sig 495 milljóna króna frá íslenska ríkinu. Héraðsdómur vísaði frá kröfu systkinanna um bætur fyrir fjártjón Sævars Marínós Ciesielski en dæmdi ríkið til að greiða þeim 77 milljónir króna hvoru fyrir sig. Þá nutu þau gjafsóknar og var málflutningsþóknun Ragnars Aðalsteinssonar, lögmanns þeirra, upp á 3,2 milljónir króna og annar kostnaður greiddur úr ríkissjóði. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25. febrúar 2022 10:59 Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. 6. janúar 2022 14:02 Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25. febrúar 2022 10:59
Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. 6. janúar 2022 14:02
Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22