„Þeir gripu gæsina og gerðu það sem þeir gera best“ Siggeir Ævarsson skrifar 24. mars 2022 21:30 Pétur Már Sigurðsson og lærisveinar hans í Vestra eru fallnir úr Subway-deildinni. Vísir/Hulda Margrét Pétur Már Sigurðsson og lærisveinar hans í Vestra háðu í kvöld lokabaráttu sína um að halda sæti sínu í Subway-deildinni að ári. Með sigri í kvöld hefði liðið ennþá átt tölfræðilegan möguleika á að halda sér uppi og sást það á leik þeirra framan af að það var allt undir. Í lokaleikhlutanum tóku heimamenn þó öll völd á vellinum, og vildi Pétur meina að hans menn hefðu einfaldlega klárað allt sem þeir áttu á tanknum í fyrstu þremur leikhlutunum „Þetta var ágætis leikur hjá okkur framan af. Við vorum að að reyna að hægja á þessu, opna þá svolítið og stjórna tempóinu. En það fór útum þúfur svona síðustu sjö mínúturnar, það var bara ekki meira bensín á tanknum en þetta. Þeir náttúrulega spila hratt og við fórum að fara svolítið útúr planinu hjá okkur og þá bara gripu þeir gæsina og gerðu það sem þeir gera best, það er opinn völlur og einn á einn. Þeir eru með rosa góða einstaklinga í liðinu og erfitt að spila á móti þessu leikplani þegar þeir eru á þeirra hraða.“ Ken-Jah Bosley missteig sig illa undir lok þriðja leikhluta og var augljóslega ekki í leikhæfu ástandi eftir það, hvað þá gegn jafn hröðum andstæðingi og Breiðabliki. Pétur samsinnti því að það hefði augljóslega munað um hann undir lokin. „Já það gerir það, og ég ætla bara að vona að það sé í lagi með hann. Við eigum tvo leiki eftir og ætlum að fara í þá og gera eins vel og við getum og ég ætla bara að vona að hann verði með. Hann er í góðum höndum inni í klefa hjá lækninum og við sjáum bara hvernig þetta þróast yfir helgina.“ Það eru tveir leikir eftir hjá Vestra eins og Pétur sagði, en nú spila þeir bara uppá stoltið enda fallnir úr deildinni. Það var ekki annað hægt í ljósi aðstæðna en að spyrja Pétur hvort það væri mögulega ákveðinn léttir að hafa falldrauginn ekki lengur hangandi yfir sér og geta spilað síðustu leikina án nokkurrar pressu. „Þetta er góð spurning!“ sagði Pétur og hló og velti því fyrir sér hvernig hann ætti að svara þessari spurningu á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Við förum í alla leiki til að vinna en þetta er auðvitað búið að vera hrikalega erfitt tímabil. Ég er með flotta stráka hérna sem eru búnir að leggja mikið á sig og við ætlum bara að reyna að fara í tvo næstu leiki til vinna.“ – Sagði Pétur léttur þrátt fyrir tap og fall í 1. deild. Subway-deild karla Vestri Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Vestri 112-91 | Blikar sendu Vestfirðinga niður um deild Breiðablik vann mikilvægan 21 stigs sigur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-91. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en Vestramenn eru hins vegar fallnir niður um deild. 24. mars 2022 20:45 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
„Þetta var ágætis leikur hjá okkur framan af. Við vorum að að reyna að hægja á þessu, opna þá svolítið og stjórna tempóinu. En það fór útum þúfur svona síðustu sjö mínúturnar, það var bara ekki meira bensín á tanknum en þetta. Þeir náttúrulega spila hratt og við fórum að fara svolítið útúr planinu hjá okkur og þá bara gripu þeir gæsina og gerðu það sem þeir gera best, það er opinn völlur og einn á einn. Þeir eru með rosa góða einstaklinga í liðinu og erfitt að spila á móti þessu leikplani þegar þeir eru á þeirra hraða.“ Ken-Jah Bosley missteig sig illa undir lok þriðja leikhluta og var augljóslega ekki í leikhæfu ástandi eftir það, hvað þá gegn jafn hröðum andstæðingi og Breiðabliki. Pétur samsinnti því að það hefði augljóslega munað um hann undir lokin. „Já það gerir það, og ég ætla bara að vona að það sé í lagi með hann. Við eigum tvo leiki eftir og ætlum að fara í þá og gera eins vel og við getum og ég ætla bara að vona að hann verði með. Hann er í góðum höndum inni í klefa hjá lækninum og við sjáum bara hvernig þetta þróast yfir helgina.“ Það eru tveir leikir eftir hjá Vestra eins og Pétur sagði, en nú spila þeir bara uppá stoltið enda fallnir úr deildinni. Það var ekki annað hægt í ljósi aðstæðna en að spyrja Pétur hvort það væri mögulega ákveðinn léttir að hafa falldrauginn ekki lengur hangandi yfir sér og geta spilað síðustu leikina án nokkurrar pressu. „Þetta er góð spurning!“ sagði Pétur og hló og velti því fyrir sér hvernig hann ætti að svara þessari spurningu á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Við förum í alla leiki til að vinna en þetta er auðvitað búið að vera hrikalega erfitt tímabil. Ég er með flotta stráka hérna sem eru búnir að leggja mikið á sig og við ætlum bara að reyna að fara í tvo næstu leiki til vinna.“ – Sagði Pétur léttur þrátt fyrir tap og fall í 1. deild.
Subway-deild karla Vestri Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Vestri 112-91 | Blikar sendu Vestfirðinga niður um deild Breiðablik vann mikilvægan 21 stigs sigur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-91. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en Vestramenn eru hins vegar fallnir niður um deild. 24. mars 2022 20:45 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 112-91 | Blikar sendu Vestfirðinga niður um deild Breiðablik vann mikilvægan 21 stigs sigur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-91. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en Vestramenn eru hins vegar fallnir niður um deild. 24. mars 2022 20:45