Mikael braut dýra græju: „Fínt að sjá einhvern annan missa stjórn á sér“ Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 10:32 Jón Dagur Þorsteinsson á æfingu íslenska landsliðsins á Spáni. @footballiceland Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson sparkaði í og braut rándýran hljóðnema eftir leik í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á dögunum. Jón Dagur Þorsteinsson liðsfélagi hans segir danska fjölmiðla gera meira en ella úr svona málum þegar Íslendingar eigi í hlut. Mikael og Jón Dagur leika saman hjá AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Mikael hafði skorað mark liðsins í leik gegn Viborg á sunnudag en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Eftir lokaflautið var Mikael illur og á endanum gaf dómarinn honum gult spjald. Á leið sinni af vellinum þrumaði Mikael svo í hljóðnema sjónvarpsfyrirtækisins sem myndaði leikinn, og samkvæmt bold.dk kostaði það AGF 20.000 danskar krónur að bæta fyrir það eða 380.000 íslenskar krónur. „Voðalega ýkt“ „Ég sá þetta. Það var fínt að sjá einhvern annan missa stjórn á sér í þessu liði,“ sagði Jón Dagur sposkur á svip þegar Vísir spurði hann út í atvikið á blaðamannafundi KSÍ í aðdraganda landsleiksins við Finnland á Spáni á morgun. Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson í leik með AGF.Getty/Lars Ronbog „En þetta var nú ekkert. Þeir eiga það til að gera svolítið mikið úr öllu þarna í Danmörku, sérstaklega þegar það erum við Íslendingarnir, en þetta var ekkert stórmál. Þetta er voðalega ýkt, verið að sekta hann og allt vitlaust, en það fylgir því oft að vera í AGF að það er meira gert úr hlutunum,“ sagði Jón Dagur sem er væntanlega á förum frá félaginu í sumar. Mikael er ekki með Jóni Degi og landsliðinu á Spáni þar sem að hann er nýbúinn að eignast sitt annað barn og gaf því ekki kost á sér í landsliðsverkefnið: „Hann er bara að venjast því að eiga tvö lítil börn og er bara í toppmálum þarna í Aarhus,“ sagði Jón Dagur léttur. „Þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF“ Sjálfur hefur Jón Dagur stundum þótt fara yfir strikið í kappsemi sinni og virðist eiga auðvelt með að fara í taugarnar á stuðningsmönnum mótherjanna. Þessi 23 ára, kraftmikli og knái kantmaður segist hins vegar farinn að nýta skapið á réttan hátt: „Auðvitað er það hlutur sem að ég hef verið að reyna að bæta og það kemur hægt og rólega. Þetta er mikil áskorun, í þessari deild og miðað við hvernig fótbolta við spilum. Það eru mikil læti í leikjunum okkar og það eru til að mynda 4-5 leikmenn held ég í banni í næsta leik. Það er ekki bara ég sem er eitthvað að missa stjórn á skapinu. Þetta er bara partur af leiknum. Þetta er leikur með tilfinningar, og þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF held ég. Kannski vegna þess að það hefur gengið illa,“ sagði Jón Dagur en AGF missti sæti í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar og spilar því í neðri hlutanum það sem eftir lifir leiktíðar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Danski boltinn Fótbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Mikael og Jón Dagur leika saman hjá AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Mikael hafði skorað mark liðsins í leik gegn Viborg á sunnudag en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Eftir lokaflautið var Mikael illur og á endanum gaf dómarinn honum gult spjald. Á leið sinni af vellinum þrumaði Mikael svo í hljóðnema sjónvarpsfyrirtækisins sem myndaði leikinn, og samkvæmt bold.dk kostaði það AGF 20.000 danskar krónur að bæta fyrir það eða 380.000 íslenskar krónur. „Voðalega ýkt“ „Ég sá þetta. Það var fínt að sjá einhvern annan missa stjórn á sér í þessu liði,“ sagði Jón Dagur sposkur á svip þegar Vísir spurði hann út í atvikið á blaðamannafundi KSÍ í aðdraganda landsleiksins við Finnland á Spáni á morgun. Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson í leik með AGF.Getty/Lars Ronbog „En þetta var nú ekkert. Þeir eiga það til að gera svolítið mikið úr öllu þarna í Danmörku, sérstaklega þegar það erum við Íslendingarnir, en þetta var ekkert stórmál. Þetta er voðalega ýkt, verið að sekta hann og allt vitlaust, en það fylgir því oft að vera í AGF að það er meira gert úr hlutunum,“ sagði Jón Dagur sem er væntanlega á förum frá félaginu í sumar. Mikael er ekki með Jóni Degi og landsliðinu á Spáni þar sem að hann er nýbúinn að eignast sitt annað barn og gaf því ekki kost á sér í landsliðsverkefnið: „Hann er bara að venjast því að eiga tvö lítil börn og er bara í toppmálum þarna í Aarhus,“ sagði Jón Dagur léttur. „Þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF“ Sjálfur hefur Jón Dagur stundum þótt fara yfir strikið í kappsemi sinni og virðist eiga auðvelt með að fara í taugarnar á stuðningsmönnum mótherjanna. Þessi 23 ára, kraftmikli og knái kantmaður segist hins vegar farinn að nýta skapið á réttan hátt: „Auðvitað er það hlutur sem að ég hef verið að reyna að bæta og það kemur hægt og rólega. Þetta er mikil áskorun, í þessari deild og miðað við hvernig fótbolta við spilum. Það eru mikil læti í leikjunum okkar og það eru til að mynda 4-5 leikmenn held ég í banni í næsta leik. Það er ekki bara ég sem er eitthvað að missa stjórn á skapinu. Þetta er bara partur af leiknum. Þetta er leikur með tilfinningar, og þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF held ég. Kannski vegna þess að það hefur gengið illa,“ sagði Jón Dagur en AGF missti sæti í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar og spilar því í neðri hlutanum það sem eftir lifir leiktíðar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Danski boltinn Fótbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira