Ekkert að gerast í nýjasta hverfi borgarinnar: Vill bakarí, lágvöruverslun, ísbúð, pítsustað, bar og kaffihús Snorri Másson skrifar 26. mars 2022 15:10 Íbúa á Hlíðarenda í Reykjavík er farið að lengja eftir verslun og þjónustu í hverfið sitt. Þúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði standa auðir. Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og einn íbúa í nýju hverfi á Hlíðarenda, segir að allt sé tilbúið; nóg af bílastæðum svo að segja, nóg af lausu húsnæði og meira og minna tilbúnir innviðir; en samt er eins og verslunarfólk taki ekki við sér og opni staði í nýja hverfinu. Talið er að samanlagður íbúafjöldi á svæðinu sé orðinn á við íbúafjölda Sauðárkróks, þannig að markhópurinn er stór. „Íbúar í hverfinu eru bara að bíða. Það er svolítið staðan. Ég væri til í að fá bakarí. Fyrst vil ég fá lágvöruverslun. Það er mikilvægast finnst mér. Ég væri til í bakarí, ísbúð, pitsustað og bar og veitingastað mögulega og kaffihús,“ segir Þóra í samtali við fréttastofu. Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og íbúi í nýju Hlíðarendahverfi, vill verslanir í hverfið sitt.Vísir/Einar Þóra kveðst vera bíllaus þar sem hverfið hafi verið hannað þannig að það ætti að vera þjónusta á jarðhæðunum allt í kring. Hún vonar því að þetta sé tímaspursmál frekar en hitt, en ljóst er þó að töluvert er liðið síðan mikill hluti auða húsnæðisins var tilbúinn. Nóg að gera á hárgreiðslustofu Fréttastofa leit við á Hlíðarenda í dag og skoðaði öll tómu verslunarrýmin en ræddi að vísu við fulltrúa einu starfseminnar sem fannst á svæðinu, hárgreiðslustofu. Þar sagði eigandinn, Kolbrún Kristjánsdóttir að hverfið væri þétt, nýtt og borgarlegt ólíkt eldri svæðum í Reykjavík. Alltaf nóg að gera, enda frábær staður fyrir hárgreiðslustofu, hvort sem það væru íbúar í hverfinu eða fólk komið lengra að sem stunduðu viðskiptin. „Þetta er mjög góð staðsetning. Borgarlínan kemur náttúrulega til með að koma hérna í gegn ef af verður, hopphjólin koma hérna í stríðum straumum. Og hlaupandi og gangandi fólk,“ sagði Kolbrún. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Verslun Tengdar fréttir Leggja til að byggja 460 íbúðir til viðbótar á Hlíðarendasvæðinu Alls verða 460 íbúðir byggðar á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík, gangi eftir áætlanir um að breyta skipulagi á þremur reitum á svæðinu. Tveir reitanna voru áður ætlaðir undir atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel, og sá þriðji var skilgreindur sem opið svæði, til bráðabirgða. 7. október 2021 17:20 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og einn íbúa í nýju hverfi á Hlíðarenda, segir að allt sé tilbúið; nóg af bílastæðum svo að segja, nóg af lausu húsnæði og meira og minna tilbúnir innviðir; en samt er eins og verslunarfólk taki ekki við sér og opni staði í nýja hverfinu. Talið er að samanlagður íbúafjöldi á svæðinu sé orðinn á við íbúafjölda Sauðárkróks, þannig að markhópurinn er stór. „Íbúar í hverfinu eru bara að bíða. Það er svolítið staðan. Ég væri til í að fá bakarí. Fyrst vil ég fá lágvöruverslun. Það er mikilvægast finnst mér. Ég væri til í bakarí, ísbúð, pitsustað og bar og veitingastað mögulega og kaffihús,“ segir Þóra í samtali við fréttastofu. Þóra Hjörleifsdóttir, rithöfundur og íbúi í nýju Hlíðarendahverfi, vill verslanir í hverfið sitt.Vísir/Einar Þóra kveðst vera bíllaus þar sem hverfið hafi verið hannað þannig að það ætti að vera þjónusta á jarðhæðunum allt í kring. Hún vonar því að þetta sé tímaspursmál frekar en hitt, en ljóst er þó að töluvert er liðið síðan mikill hluti auða húsnæðisins var tilbúinn. Nóg að gera á hárgreiðslustofu Fréttastofa leit við á Hlíðarenda í dag og skoðaði öll tómu verslunarrýmin en ræddi að vísu við fulltrúa einu starfseminnar sem fannst á svæðinu, hárgreiðslustofu. Þar sagði eigandinn, Kolbrún Kristjánsdóttir að hverfið væri þétt, nýtt og borgarlegt ólíkt eldri svæðum í Reykjavík. Alltaf nóg að gera, enda frábær staður fyrir hárgreiðslustofu, hvort sem það væru íbúar í hverfinu eða fólk komið lengra að sem stunduðu viðskiptin. „Þetta er mjög góð staðsetning. Borgarlínan kemur náttúrulega til með að koma hérna í gegn ef af verður, hopphjólin koma hérna í stríðum straumum. Og hlaupandi og gangandi fólk,“ sagði Kolbrún.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Verslun Tengdar fréttir Leggja til að byggja 460 íbúðir til viðbótar á Hlíðarendasvæðinu Alls verða 460 íbúðir byggðar á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík, gangi eftir áætlanir um að breyta skipulagi á þremur reitum á svæðinu. Tveir reitanna voru áður ætlaðir undir atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel, og sá þriðji var skilgreindur sem opið svæði, til bráðabirgða. 7. október 2021 17:20 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Leggja til að byggja 460 íbúðir til viðbótar á Hlíðarendasvæðinu Alls verða 460 íbúðir byggðar á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík, gangi eftir áætlanir um að breyta skipulagi á þremur reitum á svæðinu. Tveir reitanna voru áður ætlaðir undir atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel, og sá þriðji var skilgreindur sem opið svæði, til bráðabirgða. 7. október 2021 17:20