Reynsluboltinn Ásbjörn: „Þegar þú ert með börn og heimili þá er oft gott að komast á æfingu með strákunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2022 08:01 Ásbjörn Friðriksson í leik gegn erkifjendunum í Haukum. vísir/vilhelm Hinn stórskemmtilegi liður „Eina“ með hinum eina sanna Guðjóni Guðmundssyni eða Gaupa eins og alþjóð þekkir hann betur sem var á sínum stað í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Þar var rætt við Ásbjörn Friðriksson, einn besta leikmann FH sem og Olís-deildar karla í handbolta. „Hann hefur verið á toppnum í Olís deild karla í níu ár, einn albesta leikmaður deildarinnar. Við erum að tala um eina foringjann í Hafnafirði,“ hóf Gaupi á að segja í innslaginu sem sjá má neðar í fréttinni. Þar er farið yfir víðan völl með Ásbirni. „Þakka þér fyrir,“ sagði Ásbjörn áður en hann svaraði spurningu Gaupa varðandi hvernig hann færi að því að vera meðal bestu manna ár eftir ár. „Ætli ég sé ekki bara duglegur að æfa, duglegur að skoða andstæðinginn áður en maður spilar á móti honum og þetta klassíska halda sér í standi og reyna að bæta leikinn af því maður verður slakari í einhverjum þáttum þegar maður eldist svo maður verður að vera klókari í hausnum og öðrum þáttum á móti.“ Unnið allt sem hægt er að vinna með FH Ásbjörn varð Íslandsmeistari með FH 2011 en hver er munurinn á því liði og FH-liðinu undanfarin ár? „Það er margt búið að breytast í taktík og svona en 2011 liðið væri rosalega gott í deildinni í dag, það er alveg ljóst. Það voru hörku leikmenn. Þetta var stórt lið, enda unnum við titilinn.“ „Aðallega taktískir hlutir sem eru búnir að breytast. Leikurinn orðinn aðeins hraðari, 7 á 6, taka markmanninn út. Að mínu viti góðar breytingar.“ „Ég held að heilt yfir séu þessir ungu leikmenn sem eru að koma upp öðruvísi – tæknískari og lunknari – en var. Þeir eru lunknari en fleiri harðari og hraustari sem komu upp fyrir tíu árum.“ „Við erum með svo marga unga í liðinu, það heldur manni ungum,“ sagði Ásbjörn og glotti við tönn er Gaupi spurði hann hvort hann væri ekkert farinn að þreytast. Hann væri jú að verða 34 ára gamall í vor. „Þegar þú ert með börn og heimili þá er oft gott að komast á æfingu með strákunum. Það heldur manni ferskum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar ræðir Ásbjörn meðal annars hversu lengi hann stefnir á að spila í Olís-deildinni, nýtt hlutverk sem spilandi aðstoðarþjálfari og breytingar á efstu deild. Klippa: Eina með Ásbirni Friðrikssyni Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Íslenski handboltinn Seinni bylgjan FH Olís-deild karla Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Hann hefur verið á toppnum í Olís deild karla í níu ár, einn albesta leikmaður deildarinnar. Við erum að tala um eina foringjann í Hafnafirði,“ hóf Gaupi á að segja í innslaginu sem sjá má neðar í fréttinni. Þar er farið yfir víðan völl með Ásbirni. „Þakka þér fyrir,“ sagði Ásbjörn áður en hann svaraði spurningu Gaupa varðandi hvernig hann færi að því að vera meðal bestu manna ár eftir ár. „Ætli ég sé ekki bara duglegur að æfa, duglegur að skoða andstæðinginn áður en maður spilar á móti honum og þetta klassíska halda sér í standi og reyna að bæta leikinn af því maður verður slakari í einhverjum þáttum þegar maður eldist svo maður verður að vera klókari í hausnum og öðrum þáttum á móti.“ Unnið allt sem hægt er að vinna með FH Ásbjörn varð Íslandsmeistari með FH 2011 en hver er munurinn á því liði og FH-liðinu undanfarin ár? „Það er margt búið að breytast í taktík og svona en 2011 liðið væri rosalega gott í deildinni í dag, það er alveg ljóst. Það voru hörku leikmenn. Þetta var stórt lið, enda unnum við titilinn.“ „Aðallega taktískir hlutir sem eru búnir að breytast. Leikurinn orðinn aðeins hraðari, 7 á 6, taka markmanninn út. Að mínu viti góðar breytingar.“ „Ég held að heilt yfir séu þessir ungu leikmenn sem eru að koma upp öðruvísi – tæknískari og lunknari – en var. Þeir eru lunknari en fleiri harðari og hraustari sem komu upp fyrir tíu árum.“ „Við erum með svo marga unga í liðinu, það heldur manni ungum,“ sagði Ásbjörn og glotti við tönn er Gaupi spurði hann hvort hann væri ekkert farinn að þreytast. Hann væri jú að verða 34 ára gamall í vor. „Þegar þú ert með börn og heimili þá er oft gott að komast á æfingu með strákunum. Það heldur manni ferskum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar ræðir Ásbjörn meðal annars hversu lengi hann stefnir á að spila í Olís-deildinni, nýtt hlutverk sem spilandi aðstoðarþjálfari og breytingar á efstu deild. Klippa: Eina með Ásbirni Friðrikssyni Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Íslenski handboltinn Seinni bylgjan FH Olís-deild karla Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira