Reynsluboltinn Ásbjörn: „Þegar þú ert með börn og heimili þá er oft gott að komast á æfingu með strákunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2022 08:01 Ásbjörn Friðriksson í leik gegn erkifjendunum í Haukum. vísir/vilhelm Hinn stórskemmtilegi liður „Eina“ með hinum eina sanna Guðjóni Guðmundssyni eða Gaupa eins og alþjóð þekkir hann betur sem var á sínum stað í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Þar var rætt við Ásbjörn Friðriksson, einn besta leikmann FH sem og Olís-deildar karla í handbolta. „Hann hefur verið á toppnum í Olís deild karla í níu ár, einn albesta leikmaður deildarinnar. Við erum að tala um eina foringjann í Hafnafirði,“ hóf Gaupi á að segja í innslaginu sem sjá má neðar í fréttinni. Þar er farið yfir víðan völl með Ásbirni. „Þakka þér fyrir,“ sagði Ásbjörn áður en hann svaraði spurningu Gaupa varðandi hvernig hann færi að því að vera meðal bestu manna ár eftir ár. „Ætli ég sé ekki bara duglegur að æfa, duglegur að skoða andstæðinginn áður en maður spilar á móti honum og þetta klassíska halda sér í standi og reyna að bæta leikinn af því maður verður slakari í einhverjum þáttum þegar maður eldist svo maður verður að vera klókari í hausnum og öðrum þáttum á móti.“ Unnið allt sem hægt er að vinna með FH Ásbjörn varð Íslandsmeistari með FH 2011 en hver er munurinn á því liði og FH-liðinu undanfarin ár? „Það er margt búið að breytast í taktík og svona en 2011 liðið væri rosalega gott í deildinni í dag, það er alveg ljóst. Það voru hörku leikmenn. Þetta var stórt lið, enda unnum við titilinn.“ „Aðallega taktískir hlutir sem eru búnir að breytast. Leikurinn orðinn aðeins hraðari, 7 á 6, taka markmanninn út. Að mínu viti góðar breytingar.“ „Ég held að heilt yfir séu þessir ungu leikmenn sem eru að koma upp öðruvísi – tæknískari og lunknari – en var. Þeir eru lunknari en fleiri harðari og hraustari sem komu upp fyrir tíu árum.“ „Við erum með svo marga unga í liðinu, það heldur manni ungum,“ sagði Ásbjörn og glotti við tönn er Gaupi spurði hann hvort hann væri ekkert farinn að þreytast. Hann væri jú að verða 34 ára gamall í vor. „Þegar þú ert með börn og heimili þá er oft gott að komast á æfingu með strákunum. Það heldur manni ferskum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar ræðir Ásbjörn meðal annars hversu lengi hann stefnir á að spila í Olís-deildinni, nýtt hlutverk sem spilandi aðstoðarþjálfari og breytingar á efstu deild. Klippa: Eina með Ásbirni Friðrikssyni Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Íslenski handboltinn Seinni bylgjan FH Olís-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
„Hann hefur verið á toppnum í Olís deild karla í níu ár, einn albesta leikmaður deildarinnar. Við erum að tala um eina foringjann í Hafnafirði,“ hóf Gaupi á að segja í innslaginu sem sjá má neðar í fréttinni. Þar er farið yfir víðan völl með Ásbirni. „Þakka þér fyrir,“ sagði Ásbjörn áður en hann svaraði spurningu Gaupa varðandi hvernig hann færi að því að vera meðal bestu manna ár eftir ár. „Ætli ég sé ekki bara duglegur að æfa, duglegur að skoða andstæðinginn áður en maður spilar á móti honum og þetta klassíska halda sér í standi og reyna að bæta leikinn af því maður verður slakari í einhverjum þáttum þegar maður eldist svo maður verður að vera klókari í hausnum og öðrum þáttum á móti.“ Unnið allt sem hægt er að vinna með FH Ásbjörn varð Íslandsmeistari með FH 2011 en hver er munurinn á því liði og FH-liðinu undanfarin ár? „Það er margt búið að breytast í taktík og svona en 2011 liðið væri rosalega gott í deildinni í dag, það er alveg ljóst. Það voru hörku leikmenn. Þetta var stórt lið, enda unnum við titilinn.“ „Aðallega taktískir hlutir sem eru búnir að breytast. Leikurinn orðinn aðeins hraðari, 7 á 6, taka markmanninn út. Að mínu viti góðar breytingar.“ „Ég held að heilt yfir séu þessir ungu leikmenn sem eru að koma upp öðruvísi – tæknískari og lunknari – en var. Þeir eru lunknari en fleiri harðari og hraustari sem komu upp fyrir tíu árum.“ „Við erum með svo marga unga í liðinu, það heldur manni ungum,“ sagði Ásbjörn og glotti við tönn er Gaupi spurði hann hvort hann væri ekkert farinn að þreytast. Hann væri jú að verða 34 ára gamall í vor. „Þegar þú ert með börn og heimili þá er oft gott að komast á æfingu með strákunum. Það heldur manni ferskum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar ræðir Ásbjörn meðal annars hversu lengi hann stefnir á að spila í Olís-deildinni, nýtt hlutverk sem spilandi aðstoðarþjálfari og breytingar á efstu deild. Klippa: Eina með Ásbirni Friðrikssyni Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Íslenski handboltinn Seinni bylgjan FH Olís-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira