Vill fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg Snorri Másson skrifar 26. mars 2022 18:46 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að gæta þurfi þess að afglæpavæðing leiði ekki til stóraukins framboðs á fíkniefnum. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra telur að fara þurfi mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Innviðaráðherra segir ekki ráðlegt að ráðast í afglæpavæðingu neysluskammta áður en önnur úrræði séu líka tilbúin. Það olli meðal annars Pírötum miklum vonbrigðum í vikunni þegar Willum Þór Þórsson dró frumvarp sitt til baka af þingmálaskrá, um að afglæpavæða neysluskammta fíkniefna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það ekki komið frá ríkisstjórninni að taka frumvarpið af dagskrá, heldur vilji ráðherra einfaldlega koma með betur undirbúið mál. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.Stöð 2/Egill „Það hefur verið bent á að það þurfi að vera sterkari forvarnir og fleiri úrræði til meðal annars á heilbrigðissviðinu áður en við förum til að mynda og eltum Portúgal, sem menn hafa verið að benda á. Því að þau voru til þar, en ekki hér. Ég er ekki sammála því að það sé endilega skynsamlegt að senda þau skilaboð að fíkniefni séu lögleg sem við höfum haft bönnuð, heldur verðum við að nálgast þetta verkefni þannig að okkur hefur mistekist á margan hátt að takast á við þetta. Þess vegna ættum við að leita nýrra leiða. Þetta er ein leið til þess. En það er ekki hægt að stökkva þangað eitt og sér, ef þú ert ekki með nein úrræði tilbúin,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hér vegist á tvö sjónarmið. „Það er annars vegar það að hætta að refsa fíklum vegna fíknar og líta frekar á það sem heilbrigðisvandamál, en hin hliðin á málinu er þá sú að menn slaki þannig á löggjöfinni að það sé í raun og veru verið að stórauka aðgengi að fíkniefnum og þannig valda þróun sem væri mjög óæskileg,“ segir Bjarni. „Ég myndi vilja fara mjög varlega í það að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi,“ segir Bjarni. Fíkniefnabrot Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Tengdar fréttir Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 „Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Það olli meðal annars Pírötum miklum vonbrigðum í vikunni þegar Willum Þór Þórsson dró frumvarp sitt til baka af þingmálaskrá, um að afglæpavæða neysluskammta fíkniefna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það ekki komið frá ríkisstjórninni að taka frumvarpið af dagskrá, heldur vilji ráðherra einfaldlega koma með betur undirbúið mál. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.Stöð 2/Egill „Það hefur verið bent á að það þurfi að vera sterkari forvarnir og fleiri úrræði til meðal annars á heilbrigðissviðinu áður en við förum til að mynda og eltum Portúgal, sem menn hafa verið að benda á. Því að þau voru til þar, en ekki hér. Ég er ekki sammála því að það sé endilega skynsamlegt að senda þau skilaboð að fíkniefni séu lögleg sem við höfum haft bönnuð, heldur verðum við að nálgast þetta verkefni þannig að okkur hefur mistekist á margan hátt að takast á við þetta. Þess vegna ættum við að leita nýrra leiða. Þetta er ein leið til þess. En það er ekki hægt að stökkva þangað eitt og sér, ef þú ert ekki með nein úrræði tilbúin,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hér vegist á tvö sjónarmið. „Það er annars vegar það að hætta að refsa fíklum vegna fíknar og líta frekar á það sem heilbrigðisvandamál, en hin hliðin á málinu er þá sú að menn slaki þannig á löggjöfinni að það sé í raun og veru verið að stórauka aðgengi að fíkniefnum og þannig valda þróun sem væri mjög óæskileg,“ segir Bjarni. „Ég myndi vilja fara mjög varlega í það að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi,“ segir Bjarni.
Fíkniefnabrot Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Tengdar fréttir Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 „Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51
„Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15