Þó liðin séu að berjast á sitthvorum enda töflunnar var leikurinn æsispennandi en fór að lokum svo að Fjölniskonur unnu tveggja stiga sigur, 86-88.
Aliyah Mazyck var algjörlega mögnuð í liði gestanna og skoraði 44 stig auk þess að rífa niður ellefu fráköst.
Í liði Grindavíkur var Robbi Ryan atkvæðamest með 31 stig.