Magnaðar ljósmyndir á gömlu almenningssalerni Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 27. mars 2022 18:05 Iryna Kamieniewa er sýningarstjóri sýningarinnar. Vísir/Egill Í Núllinu í miðbæ Reykjavíkur var áður almenningssalerni, en nú er starfrækt þar listastúdíó. Þessi dægrin má þar finna ljósmyndasýningu sem hverfist um Úkraínu, sögu landsins og stríðið sem geisað hefur þar síðasta rúma mánuðinn. Sýningin ber heitið Ukraine: Yestarday, Today, Tomorrow, eða Úkraína: Í dag, í gær, á morgun. Sýningarstjórinn, hin úkraínska Iryna Kamieniewa, ræddi sýninguna stuttlega við fréttastofu. „Hér sýnum við verk fjögurra ungra úkraínskra ljósmyndara. Ég er frá Úkraínu líka, þess vegna ákvað ég að setja upp þessa sýningu. Til þess að hjálpa landinu mínu.“ Sýningunni er í raun skipt í þrjá hluta. Sá fyrsti sýnir „gærdag“ Úkraínu, eða tímann fyrir stríð. Myndir þess hluta sýna líf fólks á friðartímum og vinnu þeirra við landbúnað, en Úkraína er mikið landbúnaðarland. Annar hluti sýningarinnar hefur síðan að geyma myndir af almennum borgurum að vígbúast, áður en innrás Rússa hófst, en mörgum var orðið ljóst fyrir innrásina að eitthvað væri í vændum, enda höfðu Rússar verið með mikla hernaðarviðveru við landamæri Úkraínu. Síðasti hlutinn sýnir síðan aðstæður ungrar konu sem felur sig í loftvarnabyrgi, frá sprengju- og stórskotaliðsárásum Rússa, sem og aðstæður í úkraínskum bæjum og borgum í dag, sem margar hafa mátt sæta linnulausum árásum Rússahers með tilheyrandi eyðileggingu. Sjón er sögu ríkari, en innlit fréttastofu á sýninguna má sjá í spilaranum hér að ofan. Úkraína Ljósmyndun Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Sýningin ber heitið Ukraine: Yestarday, Today, Tomorrow, eða Úkraína: Í dag, í gær, á morgun. Sýningarstjórinn, hin úkraínska Iryna Kamieniewa, ræddi sýninguna stuttlega við fréttastofu. „Hér sýnum við verk fjögurra ungra úkraínskra ljósmyndara. Ég er frá Úkraínu líka, þess vegna ákvað ég að setja upp þessa sýningu. Til þess að hjálpa landinu mínu.“ Sýningunni er í raun skipt í þrjá hluta. Sá fyrsti sýnir „gærdag“ Úkraínu, eða tímann fyrir stríð. Myndir þess hluta sýna líf fólks á friðartímum og vinnu þeirra við landbúnað, en Úkraína er mikið landbúnaðarland. Annar hluti sýningarinnar hefur síðan að geyma myndir af almennum borgurum að vígbúast, áður en innrás Rússa hófst, en mörgum var orðið ljóst fyrir innrásina að eitthvað væri í vændum, enda höfðu Rússar verið með mikla hernaðarviðveru við landamæri Úkraínu. Síðasti hlutinn sýnir síðan aðstæður ungrar konu sem felur sig í loftvarnabyrgi, frá sprengju- og stórskotaliðsárásum Rússa, sem og aðstæður í úkraínskum bæjum og borgum í dag, sem margar hafa mátt sæta linnulausum árásum Rússahers með tilheyrandi eyðileggingu. Sjón er sögu ríkari, en innlit fréttastofu á sýninguna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Úkraína Ljósmyndun Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira