Landspítali líklega af neyðarstigi en vandamálin áfram mörg Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 27. mars 2022 18:54 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Arnar Gert er ráð fyrir því að Landspítalinn verði færður af neyðarstigi í vikunni eftir að hafa verið þar í meira en mánuð. Forstjóri spítalans segir þó fleiri úrlausnarefni en kórónuveirufaraldurinn blasa við. „Sem betur fer er faraldurinn á niðurleið og innlögnum smitaðra hefur fækkað en þeir eru enn þá margir inni á spítalanum sem eru lausir úr einangrun og við getum ekki útskrifað,“ sagði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spítalinn var færður á af hættustigi á neyðarstig þann 25. febrúar síðastliðinn, vegna mikils álags sökum Covid-smitaðra sjúklinga, fjölda starfsmanna í einangrun og álags á heilbrigðiskerfið í heild sinni. Þá voru 51 sjúklingur á spítalanum með virka Covid-sýkingu. Samkvæmt tilkynningu spítalans frá því í morgun eru nú 55 inniliggjandi með Covid, þar af 51 með virkt smit. Fleiri álagsvaldar en faraldurinn Runólfur segir að þrátt fyrir að álag á spítalann vegna faraldursins hafi minnkað sé í mörg horn að líta þegar kemur að starfsemi spítalans. „Spítalinn er á hverjum tíma með fjölda einstaklinga sem bíða eftir öðru úrræði, það er nóg af því núna og okkur skortir legurými.“ Hann segir að gott væri ef hægt yrði að koma starfsemi spítalans endanlega í eðlilegan farveg. „Þetta er gömul saga og ný. Við fórum inn í heimsfaraldurinn með 100 prósent rúmanýtingu og heilbrigðisyfirvöld hafa komið okkur til aðstoðar með því að létta undir á þeim tíma sem erfiðast hefur verið. En það fer alltaf í sama farið og við verðum að vinna bug á því í eitt skipti fyrir öll,“ segir Runólfur. Þá hafi inflúensan einnig haft talsverð áhrif á álagið. „Það er þungur róður enn þá, einmitt vegna þess að inflúensan hefur látið á sér kræla allverulega. Það eru metdagar á bráðamóttöku barna, það er álag á bráðamóttökunni hér vegna inflúensu. Það er enn eitt viðbótarvandamálið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
„Sem betur fer er faraldurinn á niðurleið og innlögnum smitaðra hefur fækkað en þeir eru enn þá margir inni á spítalanum sem eru lausir úr einangrun og við getum ekki útskrifað,“ sagði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spítalinn var færður á af hættustigi á neyðarstig þann 25. febrúar síðastliðinn, vegna mikils álags sökum Covid-smitaðra sjúklinga, fjölda starfsmanna í einangrun og álags á heilbrigðiskerfið í heild sinni. Þá voru 51 sjúklingur á spítalanum með virka Covid-sýkingu. Samkvæmt tilkynningu spítalans frá því í morgun eru nú 55 inniliggjandi með Covid, þar af 51 með virkt smit. Fleiri álagsvaldar en faraldurinn Runólfur segir að þrátt fyrir að álag á spítalann vegna faraldursins hafi minnkað sé í mörg horn að líta þegar kemur að starfsemi spítalans. „Spítalinn er á hverjum tíma með fjölda einstaklinga sem bíða eftir öðru úrræði, það er nóg af því núna og okkur skortir legurými.“ Hann segir að gott væri ef hægt yrði að koma starfsemi spítalans endanlega í eðlilegan farveg. „Þetta er gömul saga og ný. Við fórum inn í heimsfaraldurinn með 100 prósent rúmanýtingu og heilbrigðisyfirvöld hafa komið okkur til aðstoðar með því að létta undir á þeim tíma sem erfiðast hefur verið. En það fer alltaf í sama farið og við verðum að vinna bug á því í eitt skipti fyrir öll,“ segir Runólfur. Þá hafi inflúensan einnig haft talsverð áhrif á álagið. „Það er þungur róður enn þá, einmitt vegna þess að inflúensan hefur látið á sér kræla allverulega. Það eru metdagar á bráðamóttöku barna, það er álag á bráðamóttökunni hér vegna inflúensu. Það er enn eitt viðbótarvandamálið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira