Landspítali líklega af neyðarstigi en vandamálin áfram mörg Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 27. mars 2022 18:54 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Arnar Gert er ráð fyrir því að Landspítalinn verði færður af neyðarstigi í vikunni eftir að hafa verið þar í meira en mánuð. Forstjóri spítalans segir þó fleiri úrlausnarefni en kórónuveirufaraldurinn blasa við. „Sem betur fer er faraldurinn á niðurleið og innlögnum smitaðra hefur fækkað en þeir eru enn þá margir inni á spítalanum sem eru lausir úr einangrun og við getum ekki útskrifað,“ sagði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spítalinn var færður á af hættustigi á neyðarstig þann 25. febrúar síðastliðinn, vegna mikils álags sökum Covid-smitaðra sjúklinga, fjölda starfsmanna í einangrun og álags á heilbrigðiskerfið í heild sinni. Þá voru 51 sjúklingur á spítalanum með virka Covid-sýkingu. Samkvæmt tilkynningu spítalans frá því í morgun eru nú 55 inniliggjandi með Covid, þar af 51 með virkt smit. Fleiri álagsvaldar en faraldurinn Runólfur segir að þrátt fyrir að álag á spítalann vegna faraldursins hafi minnkað sé í mörg horn að líta þegar kemur að starfsemi spítalans. „Spítalinn er á hverjum tíma með fjölda einstaklinga sem bíða eftir öðru úrræði, það er nóg af því núna og okkur skortir legurými.“ Hann segir að gott væri ef hægt yrði að koma starfsemi spítalans endanlega í eðlilegan farveg. „Þetta er gömul saga og ný. Við fórum inn í heimsfaraldurinn með 100 prósent rúmanýtingu og heilbrigðisyfirvöld hafa komið okkur til aðstoðar með því að létta undir á þeim tíma sem erfiðast hefur verið. En það fer alltaf í sama farið og við verðum að vinna bug á því í eitt skipti fyrir öll,“ segir Runólfur. Þá hafi inflúensan einnig haft talsverð áhrif á álagið. „Það er þungur róður enn þá, einmitt vegna þess að inflúensan hefur látið á sér kræla allverulega. Það eru metdagar á bráðamóttöku barna, það er álag á bráðamóttökunni hér vegna inflúensu. Það er enn eitt viðbótarvandamálið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
„Sem betur fer er faraldurinn á niðurleið og innlögnum smitaðra hefur fækkað en þeir eru enn þá margir inni á spítalanum sem eru lausir úr einangrun og við getum ekki útskrifað,“ sagði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spítalinn var færður á af hættustigi á neyðarstig þann 25. febrúar síðastliðinn, vegna mikils álags sökum Covid-smitaðra sjúklinga, fjölda starfsmanna í einangrun og álags á heilbrigðiskerfið í heild sinni. Þá voru 51 sjúklingur á spítalanum með virka Covid-sýkingu. Samkvæmt tilkynningu spítalans frá því í morgun eru nú 55 inniliggjandi með Covid, þar af 51 með virkt smit. Fleiri álagsvaldar en faraldurinn Runólfur segir að þrátt fyrir að álag á spítalann vegna faraldursins hafi minnkað sé í mörg horn að líta þegar kemur að starfsemi spítalans. „Spítalinn er á hverjum tíma með fjölda einstaklinga sem bíða eftir öðru úrræði, það er nóg af því núna og okkur skortir legurými.“ Hann segir að gott væri ef hægt yrði að koma starfsemi spítalans endanlega í eðlilegan farveg. „Þetta er gömul saga og ný. Við fórum inn í heimsfaraldurinn með 100 prósent rúmanýtingu og heilbrigðisyfirvöld hafa komið okkur til aðstoðar með því að létta undir á þeim tíma sem erfiðast hefur verið. En það fer alltaf í sama farið og við verðum að vinna bug á því í eitt skipti fyrir öll,“ segir Runólfur. Þá hafi inflúensan einnig haft talsverð áhrif á álagið. „Það er þungur róður enn þá, einmitt vegna þess að inflúensan hefur látið á sér kræla allverulega. Það eru metdagar á bráðamóttöku barna, það er álag á bráðamóttökunni hér vegna inflúensu. Það er enn eitt viðbótarvandamálið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira