Fylgdist með ferðum Nemtsovs í heilt ár fyrir banatilræðið Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2022 08:05 Boris Nemtsov var skotinn til bana úti á götu í Mosktu þann 27. febrúar 2015, ekki langt frá Kreml. EPA Útsendari með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna FSB fylgdist með ferðum stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov í nærri heilt ár áður en hann var skotinn til bana í Moskvu árið 2015. Þetta er niðurstaða rannsóknar Bellingcat, The Insider og BBC. Nemtsov var harður andstæðingur Vladimírs Pútín Rússlands, en stjórnvöld í Rússlandi hafa alla tíð neitað því að hafa komið að morðinu á Nemtsov. Nemtsov var áberandi í rússneskum stjórnmálum á tíunda áratugnum þar sem hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra í stjórnartíð Borisar Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseta, og var hann á þeim tíma af mörgum talinn líklegur arftaki Jeltsíns í stóli forseta. Pútín tók hins vegar við embættinu þegar árið 2000 gekk í garð og var Nemtsov bolað úr framlínu rússneskra stjórnvalda. Hann hóf þá baráttu fyrir því að opinbera spillingu í landinu og talaði hann gegn aðgerðum rússneskra stjórnvalda í austurhluta Úkraínu árið 2014. Nemtsov var skotinn til bana úti á götu í Moskvu þann 27. febrúar 2015, ekki langt frá Kreml. Fimm menn af téténskum uppruna voru handteknir vegna morðsins og þeir fangelsaðir. Í frétt BBC segir að rannsókn rússneskra yfirvalda hafi hins vegar ekki tekið á því hver eða hverjir hafi raunverulega staðið að baki árásinni. Samkvæmt rannsókninni nú liggja fyrir sönnunargögn sem sýni fram á að útsendari ríkisstjórarinnar, með tengsl við aftökusveit á vegum leyniþjónustunnar, hafi fylgst með ferðum Nemtsov mánuðina fyrir aftökuna. Þannig sýni gögn um lestar- og flugferðir fram á að maðurinn hafi elt Nemtsov í þrettán ferðir hið minnsta. Síðasta slíka skiptið hafi verið tíu dögum fyrir banatilræðið. Ráku einnig slóðir manna sem fylgdu eftir Navalní Rannsakendur Bellingcat, í samstarfi við Insider, Spiegel og CNN notuðu sömu gögn árið 2020 til að sýna fram á að menn á vegum FSB hafi elt Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, um árabil áður en eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Navalní sjálfur birti svo í kjölfarið myndband þar sem hann átti að hafa verið að ræða við tvo af mönnunum sem eitruðu fyrir honum um eitrunina. Þá þóttist Navalní vera aðstoðarmaður háttsetts herforingja hjá FSB. Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Sjá meira
Þetta er niðurstaða rannsóknar Bellingcat, The Insider og BBC. Nemtsov var harður andstæðingur Vladimírs Pútín Rússlands, en stjórnvöld í Rússlandi hafa alla tíð neitað því að hafa komið að morðinu á Nemtsov. Nemtsov var áberandi í rússneskum stjórnmálum á tíunda áratugnum þar sem hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra í stjórnartíð Borisar Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseta, og var hann á þeim tíma af mörgum talinn líklegur arftaki Jeltsíns í stóli forseta. Pútín tók hins vegar við embættinu þegar árið 2000 gekk í garð og var Nemtsov bolað úr framlínu rússneskra stjórnvalda. Hann hóf þá baráttu fyrir því að opinbera spillingu í landinu og talaði hann gegn aðgerðum rússneskra stjórnvalda í austurhluta Úkraínu árið 2014. Nemtsov var skotinn til bana úti á götu í Moskvu þann 27. febrúar 2015, ekki langt frá Kreml. Fimm menn af téténskum uppruna voru handteknir vegna morðsins og þeir fangelsaðir. Í frétt BBC segir að rannsókn rússneskra yfirvalda hafi hins vegar ekki tekið á því hver eða hverjir hafi raunverulega staðið að baki árásinni. Samkvæmt rannsókninni nú liggja fyrir sönnunargögn sem sýni fram á að útsendari ríkisstjórarinnar, með tengsl við aftökusveit á vegum leyniþjónustunnar, hafi fylgst með ferðum Nemtsov mánuðina fyrir aftökuna. Þannig sýni gögn um lestar- og flugferðir fram á að maðurinn hafi elt Nemtsov í þrettán ferðir hið minnsta. Síðasta slíka skiptið hafi verið tíu dögum fyrir banatilræðið. Ráku einnig slóðir manna sem fylgdu eftir Navalní Rannsakendur Bellingcat, í samstarfi við Insider, Spiegel og CNN notuðu sömu gögn árið 2020 til að sýna fram á að menn á vegum FSB hafi elt Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, um árabil áður en eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Navalní sjálfur birti svo í kjölfarið myndband þar sem hann átti að hafa verið að ræða við tvo af mönnunum sem eitruðu fyrir honum um eitrunina. Þá þóttist Navalní vera aðstoðarmaður háttsetts herforingja hjá FSB.
Rússland Morðið á Boris Nemtsov Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Sjá meira