Hér eru nokkrar stjörnur sem skinu einstaklega skært á hátíðinni í nótt en fleiri myndir má finna í Óskarsvaktinni.
Timothée Chalamet lét okkur taka andköf þegar hann mætti á rauða dregilinn seint í gærkvöldi. Hann var klæddur í Louis Vuitton.

Zendaya var stórglæsileg í Valentino Haute Couture.

Við vorum einstaklega hrifnar af Lili James á Óskarnum. Hún klæddist bleikum kjól frá Versace.

Lupita Nyong skein skærar en Óskarsstytturnar í gylltum Prada síðkjól.

Zoë Kravitz minnti á Audrey Hepburn í Saint Laurent kjólnum sínum og með þessa greiðslu. Óaðfinnanlegt lúkk!

Andrew Garfield aðalleikari Tick, tick, boom var virkilega döff í Saint Laurent.

Uma Thurman valdi klassískt Bottega Veneta lúkk, svart sítt pils og hvít skyrta.

Kirsten Stewart var í miklu uppáhaldi hjá okkur. Töffarinn var klædd í Chanel.

Kirsten Dunst var í einstaklega fallegum bleikum Lacroix kjól.

Norska leikkonan Renate Reinsve var í öðruvísi Louis Vuitton kjól sem fangaði athygli fólks á rauða dreglinum.

Shawn Mendes var einstaklega flott klæddur.

Penelope Cruz var flott í fyrirferðarmiklum Chanel kjól.

Við elskuðum allt við Demi Singleton. Miu Miu kjóllinn í þessum ofurfallega lit og fléttan og hárskrautið settu punktinn yfir i-ið.

Talandi um fjólubláan... Jessica Chastain var eins og hafmeyja í þessum einstaka Gucci kjól. Óskarsstyttan sem hún vann fyrir leik í aðalhlutverki var svo hinn fullkomni fylgihlutur.

Leikarinn Simu Liu klæðist rauðri Versace dragt á rauða dreglinum.

Williams systurnar voru myndaðar saman á rauða dreglinum, Venus var í Elie Saab og Serena klæddist Gucci.

Það er eitthvað einstaklega fallegt við Louis Vuitton kjól Alönu Haim. Í fyrstu virðist hann látlaus en einfalda „sleek“ lúkkið er virkilega flott.

Jada Pinkett Smith lét hjarta okkar missa úr slag með þessum græna Jean-Paul Gaultier kjól.
