Óskarsverðlaunin

Óskarsverðlaunin

Fréttir af Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles.

Fréttamynd

Emilia Pérez með met margar til­nefningar til Óskars

Tilkynnt var fyrir skemmstu hvaða kvikmyndir hafa verið tilnefndar til Óskarsverðlauna í ár. Þar kennir ýmissa grasa en kvikmyndin Emilia Pérez er tilnefnd í flestum flokkum, alls þrettán talsins sem er met fyrir mynd þar sem enska er ekki aðaltungumálið. Framlag Íslands í ár kvikmyndin Snerting hlaut ekki náð fyrir augum akademíunnar.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Snerting ekki til­nefnd til Óskars

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák hlaut ekki náð fyrir augum Akademíunnar í ár. Myndin var á stuttlista og var meðal fimmtán bestu erlenda mynda sem eftir voru á lista en fyrir skemmstu var tilkynnt hvaða fimm myndir í flokknum verða tilnefndar til Óskarsins.

Lífið
Fréttamynd

Í beinni: Verður Snerting til­nefnd til Óskars?

Í ljós kemur í dag hvaða kvikmyndir verða tilnefndar til Óskarsverðlauna á hátíðinni sem fram fer þann 3. mars næstkomandi. Meðal mynda sem eru á lista og gætu verið tilnefndar er íslenska kvikmyndin Snerting sem er meðal fimmtán mynda á stuttlista erlendra mynda.

Lífið
Fréttamynd

Stóð við sex­tán ára gamalt lof­orð til pabba síns

Leikkonan Anya Taylor-Joy sló í gegn í Netflix seríunni The Queen's Gambit og hefur síðan þá fengið hlutverk í stórmyndum á borð við Mad Max og Dune. Hún skein skært á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár og stóð við loforð sitt sem var að taka pabba sinn með sér. 

Lífið
Fréttamynd

Best klæddu stjörnurnar á Óskarnum

Stærstu stjörnur heimsins skína skært í hátískuhönnun á rauða dreglinum í kvöld í tilefni af Óskarsverðlaunahátíðinni. Hátíðin fer nú fram í 96. skipti og er haldin í Dolby leikhúsinu í Hollywood. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Volaða land skrefi nær Óskar­stil­nefningu

Kvikmyndin Volaða land, sem er framlag Íslands til Óskarsverðlauna árið 2024, er nú skrefi nær því að verða tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Þetta varð ljóst í gær eftir að tilkynnt var hvaða fimmtán kvikmyndir ættu enn möguleika á að hljóta tilnefningu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sophia Loren vistuð á spítala

Ítalska leikkonan Sophia Loren var í dag send í aðgerð eftir að hafa fallið illa á heimili sínu í Sviss. Mun aðgerðin hafa gengið vel að sögn talsmanns hennar. 

Lífið
Fréttamynd

Óskars­verð­launa­leikarinn Alan Arkin látinn

Bandaríski leikarinn Alan Arkin er látinn, 89 ára að aldri. Hann vann til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Little Miss Sunshine árið 2006. Þá vann hann einnig til tveggja Tony-verðlauna á ferlinum.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnurnar fögnuðu í eftir­partýi Vanity Fair

Að Óskarsverðlaunahátíðinni lokinni er kvöldið þó rétt að byrja hjá stjörnunum sem tínast í hin ýmsu eftirpartý. Langstærst er eftirpartý tímaritsins Vanity Fair en þangað flykkjast allar stærstu stjörnurnar.

Lífið