Tíu innlagnir á Landspítala vegna inflúensu síðustu þrjár vikur Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. mars 2022 16:15 Tiltölulega fáir hafa verið lagðir inn á spítala vegna inflúensu það sem af er ári en margir eru nú að greinast. Vísir/Vilhelm Inflúensa er nú í vexti á Íslandi en það sem af er vetri hafa 230 inflúensutilfelli greinst, þar af um 200 á síðustu þremur vikum, auk þess sem 292 tilfelli til viðbótar hafa verið greind án rannsóknar. Þrátt fyrir að Covid-tilfellum fari fækkandi er enn mikið um öndunarfærissýkingar í samfélaginu. Faraldurinn fer mun seinna af stað í ár heldur en á meðalári en engin tilfelli greindust þó síðasta vetur, þegar kórónaveirufaraldurinn var í uppsveiflu. Flest staðfestra tilfella í vetur eru meðal einstaklinga yngri en 15 ára en miðað við aldur eru hlutfallslega flest tilfelli meðal fólks 65 ára og eldri. Að því er kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni eru langflest greind tilfelli af inflúensutegund A en ekkert tilfelli hefur greinst af tegund B. Tíu manns hafa verið lagðir inn á Landspítala vegna inflúensu undanfarnar þrjár vikur. Inflúensan er seinna á ferðinni en áður. Gríðarlegt álag var á heilsugæslunni í síðustu viku vegna inflúensu en Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir álagið hafa verið minna um helgina. Hann segir enn mikið um öndunarfærissýkingar í samfélaginu, þrátt fyrir að Covid sýkingum fari fækkandi og því þurfi fólk að fara varlega. Sóttvarnalæknir ítrekar að bólusetning sé mikilvæg leið til að draga úr alvarleika inflúensu, sérstaklega hjá áhættuhópum, en bóluefni gegn inflúensu er enn til á landinu. „Ekki er vitað hversu árangursrík bólusetningin er til að koma í veg fyrir smit en virknin er venjulega 30–70%. Jafnvel þó að bóluefnin komi ekki í veg fyrir sýkingu þá geta þau komið í veg fyrir alvarleg veikindi,“ segir í tilkynningunni. Helstu einkenni inflúensu eru hár hiti, beinverkir, hálssærindi, hósti og nefrennsli en einkennin koma vanalega fram um tveimur til fjórum dögum eftir smit. Venjulega er fólk smitandi nokkrum klst. áður en einkenni koma fram og í allt að fimm til sjö daga eftir að einkenni byrja. Í þeim tilfellum þar sem inflúensugreining hefur ekki verið staðfest er hvatt til að hefja meðferð með veirulyfinu Tamiflu ef að inflúensulík einkenni eru til staðar og hafa ekki staðið lengur en tvo sólarhringa, hraðgreiningarpróf vegna Covid er neikvætt, og áhættuþættir fyrir alvarlegum inflúensuveikindum eru til staðar. Það er þó mælt með því að staðfesta greiningu með því að senda sýni í rannsókn. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. 26. mars 2022 14:01 Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. 23. mars 2022 20:05 Flensan farin á flug Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. 17. mars 2022 23:01 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Faraldurinn fer mun seinna af stað í ár heldur en á meðalári en engin tilfelli greindust þó síðasta vetur, þegar kórónaveirufaraldurinn var í uppsveiflu. Flest staðfestra tilfella í vetur eru meðal einstaklinga yngri en 15 ára en miðað við aldur eru hlutfallslega flest tilfelli meðal fólks 65 ára og eldri. Að því er kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni eru langflest greind tilfelli af inflúensutegund A en ekkert tilfelli hefur greinst af tegund B. Tíu manns hafa verið lagðir inn á Landspítala vegna inflúensu undanfarnar þrjár vikur. Inflúensan er seinna á ferðinni en áður. Gríðarlegt álag var á heilsugæslunni í síðustu viku vegna inflúensu en Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir álagið hafa verið minna um helgina. Hann segir enn mikið um öndunarfærissýkingar í samfélaginu, þrátt fyrir að Covid sýkingum fari fækkandi og því þurfi fólk að fara varlega. Sóttvarnalæknir ítrekar að bólusetning sé mikilvæg leið til að draga úr alvarleika inflúensu, sérstaklega hjá áhættuhópum, en bóluefni gegn inflúensu er enn til á landinu. „Ekki er vitað hversu árangursrík bólusetningin er til að koma í veg fyrir smit en virknin er venjulega 30–70%. Jafnvel þó að bóluefnin komi ekki í veg fyrir sýkingu þá geta þau komið í veg fyrir alvarleg veikindi,“ segir í tilkynningunni. Helstu einkenni inflúensu eru hár hiti, beinverkir, hálssærindi, hósti og nefrennsli en einkennin koma vanalega fram um tveimur til fjórum dögum eftir smit. Venjulega er fólk smitandi nokkrum klst. áður en einkenni koma fram og í allt að fimm til sjö daga eftir að einkenni byrja. Í þeim tilfellum þar sem inflúensugreining hefur ekki verið staðfest er hvatt til að hefja meðferð með veirulyfinu Tamiflu ef að inflúensulík einkenni eru til staðar og hafa ekki staðið lengur en tvo sólarhringa, hraðgreiningarpróf vegna Covid er neikvætt, og áhættuþættir fyrir alvarlegum inflúensuveikindum eru til staðar. Það er þó mælt með því að staðfesta greiningu með því að senda sýni í rannsókn.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. 26. mars 2022 14:01 Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. 23. mars 2022 20:05 Flensan farin á flug Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. 17. mars 2022 23:01 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. 26. mars 2022 14:01
Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. 23. mars 2022 20:05
Flensan farin á flug Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. 17. mars 2022 23:01