Matthías Kristinsson hélt uppteknum hætti og sigraði samhliðasvigið og vann hann því allar keppnirnar á Skíðamóti Íslands. Hann sigraði Gauta Guðmundsson úr KR í úrslitum. Jón Erik Sigurðsson var þriðji.

Í kvennaflokki sigraði Fríða Kristín Jónsdóttir frá Skíðafélagi Akureyrar en þetta er hennar fyrsti íslandsmeistaratitill í flokki fullorðinna. þar á eftir komu Harpa María Friðgeirsdóttir og Elín Elmarsdóttir.
Þau Kristrún Guðnadóttir og Snorri Einarsson, bæði úr Ulli, sigruðu í sprettgöngu og bættu við í Íslandsmeistarasafnið sitt. Snorri sigraði allar sínar greinar um helgina og Kritsrún tvær.