Herdís og Gísli bræddu áhorfendur á blindu stefnumóti Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. mars 2022 08:46 Blint stefnumót Herdísar og Gísla í fyrsta þætti stefnumótaþáttarins Fyrsta blikið á Stöð 2. Stefnumótið var vægast sagt fallegt. Stöð 2 Það vantaði ekki útgeislunina og glæsilegheitin í fyrsta þætti stefnumótaþáttarins Fyrsta blikið sem sýndur var síðasta föstudagskvöld á Stöð 2. Hestakonan Herdís og ævintýramaðurin Gísli voru eitt tveggja para í fyrsta þættinum og er óhætt að segja að þau hafi lýst upp veitingastaðinn með útgeislun sinni, lífsgleði og sjarma. Herdís ljómaði eins og sólin á stefnumótinu. Skjáskot Herdís er 70 ára gömul og mikill orkubolti. Hún starfar við sölu og markaðsmál, er á fullu í hestamennskunni og elskar að keyra mótórhljól. Gísli viðurkenndi fyrir stefnumótið að hann væri smá stressaður. Það hvarf þó fljótt þegar hann hitti Herdísi. Skjáskot Gísli er 68 ára og fyrrverandi starfsmaður Icelandair. Í dag er hann hættur að vinna og nýtur nú lífsins og hvers dags til hins ítrasta. Hann spilar golf, ferðast og elskar að dansa. Hér fyrir neðan má sjá klippu með samantekt frá blindu stefnumóti Herdísar og Gísla. Klippa: Fyrsta blikið: Herdís og Gísli lýstu upp veitingastaðinn á blindu stefnumóti Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þáttinn en hafa enn ekki séð hann þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. ........ Áhugamál Gísla og Herdísar eru kannski ólík en bæði eru þau með mikinn húmor og ástríðu fyrir lífinu og fjölskyldunni. Þau hafa elskað og misst en eru nú tilbúin til þess að opna fyrir ástina á ný. Þó svo að ekki hafi orðið úr ástarsamband eftir stefnumótið segjast þau bæði afar glöð með kvöldið og félagsskapinn. Herdís og Gísli ræddu meðal annars um börnin og barnabörnin á stefnumótinu. Skjáskot Sjálf segist Herdís ánægð með það hafa tekið áskorun dóttur sinnar sem skráði hana í þáttinn og segir reynsluna hafa opnað aftur fyrir möguleikan að fara á stefnumót og leitina að ástinni og félagsskap. Rómantískur lagalisti úr hverjum þætti inn á Spotify Í fyrstu seríu Fyrsta bliksins sem sýnd var síðasta haust á Stöð 2 vöktu lög þáttanna mikla athygli og því verður nú hægt að nálgast sérstakan lagalista á Spotify með lögunum í hverjum þætti. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast lagalistann úr fyrsta þætti hér fyrir neðan. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Aðdáendur Fyrsta bliksins geta fylgst með skemmtilegu aukaefni á Instagram síðu þáttarins @fyrstablikid. Þættirnir eru átta talsins og verða á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55. Í kjölfarið verða allir þættirnir aðgengilegir á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér. Fyrsta blikið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál „Besta veganestið sem við höfum fengið frá feðrum mínum“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Hestakonan Herdís og ævintýramaðurin Gísli voru eitt tveggja para í fyrsta þættinum og er óhætt að segja að þau hafi lýst upp veitingastaðinn með útgeislun sinni, lífsgleði og sjarma. Herdís ljómaði eins og sólin á stefnumótinu. Skjáskot Herdís er 70 ára gömul og mikill orkubolti. Hún starfar við sölu og markaðsmál, er á fullu í hestamennskunni og elskar að keyra mótórhljól. Gísli viðurkenndi fyrir stefnumótið að hann væri smá stressaður. Það hvarf þó fljótt þegar hann hitti Herdísi. Skjáskot Gísli er 68 ára og fyrrverandi starfsmaður Icelandair. Í dag er hann hættur að vinna og nýtur nú lífsins og hvers dags til hins ítrasta. Hann spilar golf, ferðast og elskar að dansa. Hér fyrir neðan má sjá klippu með samantekt frá blindu stefnumóti Herdísar og Gísla. Klippa: Fyrsta blikið: Herdís og Gísli lýstu upp veitingastaðinn á blindu stefnumóti Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þáttinn en hafa enn ekki séð hann þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. ........ Áhugamál Gísla og Herdísar eru kannski ólík en bæði eru þau með mikinn húmor og ástríðu fyrir lífinu og fjölskyldunni. Þau hafa elskað og misst en eru nú tilbúin til þess að opna fyrir ástina á ný. Þó svo að ekki hafi orðið úr ástarsamband eftir stefnumótið segjast þau bæði afar glöð með kvöldið og félagsskapinn. Herdís og Gísli ræddu meðal annars um börnin og barnabörnin á stefnumótinu. Skjáskot Sjálf segist Herdís ánægð með það hafa tekið áskorun dóttur sinnar sem skráði hana í þáttinn og segir reynsluna hafa opnað aftur fyrir möguleikan að fara á stefnumót og leitina að ástinni og félagsskap. Rómantískur lagalisti úr hverjum þætti inn á Spotify Í fyrstu seríu Fyrsta bliksins sem sýnd var síðasta haust á Stöð 2 vöktu lög þáttanna mikla athygli og því verður nú hægt að nálgast sérstakan lagalista á Spotify með lögunum í hverjum þætti. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast lagalistann úr fyrsta þætti hér fyrir neðan. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Aðdáendur Fyrsta bliksins geta fylgst með skemmtilegu aukaefni á Instagram síðu þáttarins @fyrstablikid. Þættirnir eru átta talsins og verða á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55. Í kjölfarið verða allir þættirnir aðgengilegir á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Aðdáendur Fyrsta bliksins geta fylgst með skemmtilegu aukaefni á Instagram síðu þáttarins @fyrstablikid. Þættirnir eru átta talsins og verða á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55. Í kjölfarið verða allir þættirnir aðgengilegir á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál „Besta veganestið sem við höfum fengið frá feðrum mínum“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira