Þráinn Orri greiddi háan skatt fyrir tækifærið á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2022 14:30 Þráinn Orri Jónsson leikur væntanlega ekki aftur handbolta fyrr en á næsta ári. vísir/vilhelm Þráinn Orri Jónsson, leikmaður handboltaliðs Hauka, verður frá keppni næstu mánuðina. Hann sleit krossband í hné í leik Íslands og Noregs um 5. sætið á EM í janúar. Þráinn hefur ekkert spilað síðan í leiknum gegn Norðmönnum en nokkurn tíma tók að greina hversu alvarleg meiðslin voru. Í síðustu viku fékkst það svo staðfest að krossband í vinstra hné væri slitið. „Ég fór í tvær myndatökur í vikunum eftir að ég kom heim. Í hvorugri var hægt að slá föstu um hvort krossbandið væri slitið eða ekki. Úr varð að ég fór í speglun á hnénu hjá Örnólfi [Valdimarssyni] í 18. mars. Í spegluninni var öllum vafa eytt. Krossbandið var slitið. Örnólfur lagaði krossbandið um í sömu aðgerð. Ég fékk tvo fyrir einn aðgerð,“ sagði Þráinn í samtali við handbolta.is. Línumaðurinn sagði að tíðindin hefðu ekki komið sér á óvart. Hann hafi búist við því að meiðslin væru í alvarlegri kantinum. „Hakan féll ekki niður í gólf við tíðindin. Þótt ég hafi vona það besta þá var ég búinn undir það versta,“ sagði Þráinn. Hann gerir ekki ráð fyrir því að spila aftur fyrr en í febrúar á næsta ári. Hinn 28 ára Þráinn var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið á EM eftir að hver leikmaðurinn á fætur öðrum hrökk úr skaftinu vegna kórónuveirunnar. Hann lék þrjá síðustu leiki Íslands á EM en það voru jafnframt hans fyrstu landsleikir á ferlinum. Þráinn skoraði tvö mörk í stórsigrinum á Svartfjallalandi, 34-24, í lokaleik milliriðlakeppninnar. „Vissulega er þetta nokkuð hár skattur að greiða fyrir að hafa loksins fengið tækifæri til að leika með landsliðinu. En það þýðir ekki að hugsa um það enda hefði ég ekki viljað missa af þessu tækifæri þótt svona hafi verið. Þetta hefur getað gerst á enn verri tíma og einhverstaðar annarsstaðar. Vonandi fæ ég síðar annað tækifæri með landsliðinu,“ sagði Þráinn við handbolta.is. Eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Danmörku og Noregi gekk Þráinn í raðir Hauka fyrir síðasta tímabil. Samningur hans við félagið rennur út í sumar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blikakvenna Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Sjá meira
Þráinn hefur ekkert spilað síðan í leiknum gegn Norðmönnum en nokkurn tíma tók að greina hversu alvarleg meiðslin voru. Í síðustu viku fékkst það svo staðfest að krossband í vinstra hné væri slitið. „Ég fór í tvær myndatökur í vikunum eftir að ég kom heim. Í hvorugri var hægt að slá föstu um hvort krossbandið væri slitið eða ekki. Úr varð að ég fór í speglun á hnénu hjá Örnólfi [Valdimarssyni] í 18. mars. Í spegluninni var öllum vafa eytt. Krossbandið var slitið. Örnólfur lagaði krossbandið um í sömu aðgerð. Ég fékk tvo fyrir einn aðgerð,“ sagði Þráinn í samtali við handbolta.is. Línumaðurinn sagði að tíðindin hefðu ekki komið sér á óvart. Hann hafi búist við því að meiðslin væru í alvarlegri kantinum. „Hakan féll ekki niður í gólf við tíðindin. Þótt ég hafi vona það besta þá var ég búinn undir það versta,“ sagði Þráinn. Hann gerir ekki ráð fyrir því að spila aftur fyrr en í febrúar á næsta ári. Hinn 28 ára Þráinn var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið á EM eftir að hver leikmaðurinn á fætur öðrum hrökk úr skaftinu vegna kórónuveirunnar. Hann lék þrjá síðustu leiki Íslands á EM en það voru jafnframt hans fyrstu landsleikir á ferlinum. Þráinn skoraði tvö mörk í stórsigrinum á Svartfjallalandi, 34-24, í lokaleik milliriðlakeppninnar. „Vissulega er þetta nokkuð hár skattur að greiða fyrir að hafa loksins fengið tækifæri til að leika með landsliðinu. En það þýðir ekki að hugsa um það enda hefði ég ekki viljað missa af þessu tækifæri þótt svona hafi verið. Þetta hefur getað gerst á enn verri tíma og einhverstaðar annarsstaðar. Vonandi fæ ég síðar annað tækifæri með landsliðinu,“ sagði Þráinn við handbolta.is. Eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Danmörku og Noregi gekk Þráinn í raðir Hauka fyrir síðasta tímabil. Samningur hans við félagið rennur út í sumar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blikakvenna Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Sjá meira