Samningar beggja leikmanna renna út í júní og þeim verður því frjálst að yfirgefa félög sín eftir yfirstandandi leiktíð.
Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur staðfest að félagið sé búið að ganga frá samningum við tvo leikmenn, en vildi ekki gefa upp hvaða leikmenn það væru.
„Við erum búnir að ganga frá samningum við tvo leikmenn fyrir næstu leiktíð,“ sagði Laporta í samtali við katalónsku útvarpsstöðina Rac1.
„Annar þeirra er miðjumaður og hinn er varnarmaður. En ég má ekki segja hverjir það eru,“ bætti hann við.
Ásamt Christensen og Kessie eru Börsungar einnig í viðræðum við fyrirliða Chelsea, varnarmanninn Cesar Azpilicueta.
Barcelona to sign Chelsea's Andreas Christensen & AC Milan's Franck Kessie - Guillem Balague https://t.co/oWPdFYR3X3
— BBC Football News (@BBCFoot) March 29, 2022