Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2022 22:11 Sigrún Eggertsdóttir og Heiðar Þór Gunnarsson eru bændur á Bæ 1 í Bæjarhreppi hinum forna. Einar Árnason Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að Bæjarhreppur við Hrútafjörð var áður syðsta sveitarfélagið á Ströndum. Eftir að hann sameinaðist Húnaþingi vestra árið 2012 spyrja menn sig hvort íbúarnir við vestanverðan Hrútafjörð teljist núna Strandamenn eða Húnvetningar. Bær í Hrútafirði sem Bæjarhreppur var kenndur við.Einar Árnason Þau Sigrún Eggertsdóttir og Heiðar Þór Gunnarsson búa á jörðinni Bæ sem hreppurinn og íbúarnir voru kenndir við. En kalla þau sig enn Bæhreppinga? „Ekki ég,“ svarar Sigrún sem sjálf er frá höfuðbólinu Bæ. „Það er fólk á svæðinu sem notar það og talar þá um Bæjarhrepp hinn forna,“ segir Heiðar. „Ég.. - við erum bara Húnvetningar, í Húnaþingi vestra,“ segir Sigrún. -Nú! Eruð þið ekki Strandamenn frekar? „Það fer svolítið eftir því hvern þú ert að tala við hérna í sveitinni,“ svarar Sigrún og hlær. Kaldbakur er ofan Haukadals í Dýrafirði. Horft er af Gemlufallsheiði. Til vinstri sést í Sandafell en þar undir er Þingeyri.Baldur Hrafnkell Jónsson Já, Strandasýsla hefur verið talin til Vestfjarða og var áður hluti Vestfjarðakjördæmis. En tala þau aldrei um sig sem Vestfirðinga? „Jú, sérstaklega þegar við rökræðum um hæðir á fjöllum á Vestfjarðakjálkanum. Þá finnst okkur mjög gaman að minna Ísfirðinga og Bolvíkinga á það að hæsta fjall á Vestfjörðum sé Tröllakirkja,“ segir Heiðar. Og þá verður málið viðkvæmt því Vestfirðingar hafa almennt talið hinn tignarlega Kaldbak, sem rís upp úr vestfirsku ölpunum milli Arnafjarðar og Dýrafjarðar, vera hæsta fjall Vestfjarða. Kaldbakur er 998 metra hár. Tröllakirkja er hins vegar 1001 metri. Vestfjarðakjördæmi með Strandasýslu og Bæjarhreppi teygði sig upp á HoltavörðuheiðiKort/Ragnar Visage „Þetta er svolítið gaman að minna Vestfirðinga á þetta að þeir þurfa að fara alveg upp á efsta punkt á Holtavörðuheiði til að finna hæsta fjall Vestfjarða,“ segir bóndinn á Bæ og hlær. Landfræðilega hefur samt oftast verið miðað við að Vestfirðir byrji þar sem styst er á milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar og þá er Kaldbakur klárlega hæsta fjall fjórðungsins. Og ef Bæjarhreppur hinn forni sé auk þess talinn Húnaþingsmegin þá getur Tröllakirkja vart talist á Vestfjörðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þau Sigrún og Heiðar Þór eru í hópi viðmælenda þáttarins Um land allt á Stöð 2, um samfélagið í Hrútafirði vestanverðum. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Fjallað var um Dýrafjörð og söguslóðir Gísla Súrssonar undir Kaldbaki í þessum þætti um Þingeyri árið 2014: Um land allt Húnaþing vestra Strandabyggð Ísafjarðarbær Grín og gaman Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. 27. mars 2022 21:08 Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. 2. desember 2021 22:22 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að Bæjarhreppur við Hrútafjörð var áður syðsta sveitarfélagið á Ströndum. Eftir að hann sameinaðist Húnaþingi vestra árið 2012 spyrja menn sig hvort íbúarnir við vestanverðan Hrútafjörð teljist núna Strandamenn eða Húnvetningar. Bær í Hrútafirði sem Bæjarhreppur var kenndur við.Einar Árnason Þau Sigrún Eggertsdóttir og Heiðar Þór Gunnarsson búa á jörðinni Bæ sem hreppurinn og íbúarnir voru kenndir við. En kalla þau sig enn Bæhreppinga? „Ekki ég,“ svarar Sigrún sem sjálf er frá höfuðbólinu Bæ. „Það er fólk á svæðinu sem notar það og talar þá um Bæjarhrepp hinn forna,“ segir Heiðar. „Ég.. - við erum bara Húnvetningar, í Húnaþingi vestra,“ segir Sigrún. -Nú! Eruð þið ekki Strandamenn frekar? „Það fer svolítið eftir því hvern þú ert að tala við hérna í sveitinni,“ svarar Sigrún og hlær. Kaldbakur er ofan Haukadals í Dýrafirði. Horft er af Gemlufallsheiði. Til vinstri sést í Sandafell en þar undir er Þingeyri.Baldur Hrafnkell Jónsson Já, Strandasýsla hefur verið talin til Vestfjarða og var áður hluti Vestfjarðakjördæmis. En tala þau aldrei um sig sem Vestfirðinga? „Jú, sérstaklega þegar við rökræðum um hæðir á fjöllum á Vestfjarðakjálkanum. Þá finnst okkur mjög gaman að minna Ísfirðinga og Bolvíkinga á það að hæsta fjall á Vestfjörðum sé Tröllakirkja,“ segir Heiðar. Og þá verður málið viðkvæmt því Vestfirðingar hafa almennt talið hinn tignarlega Kaldbak, sem rís upp úr vestfirsku ölpunum milli Arnafjarðar og Dýrafjarðar, vera hæsta fjall Vestfjarða. Kaldbakur er 998 metra hár. Tröllakirkja er hins vegar 1001 metri. Vestfjarðakjördæmi með Strandasýslu og Bæjarhreppi teygði sig upp á HoltavörðuheiðiKort/Ragnar Visage „Þetta er svolítið gaman að minna Vestfirðinga á þetta að þeir þurfa að fara alveg upp á efsta punkt á Holtavörðuheiði til að finna hæsta fjall Vestfjarða,“ segir bóndinn á Bæ og hlær. Landfræðilega hefur samt oftast verið miðað við að Vestfirðir byrji þar sem styst er á milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar og þá er Kaldbakur klárlega hæsta fjall fjórðungsins. Og ef Bæjarhreppur hinn forni sé auk þess talinn Húnaþingsmegin þá getur Tröllakirkja vart talist á Vestfjörðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þau Sigrún og Heiðar Þór eru í hópi viðmælenda þáttarins Um land allt á Stöð 2, um samfélagið í Hrútafirði vestanverðum. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Fjallað var um Dýrafjörð og söguslóðir Gísla Súrssonar undir Kaldbaki í þessum þætti um Þingeyri árið 2014:
Um land allt Húnaþing vestra Strandabyggð Ísafjarðarbær Grín og gaman Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. 27. mars 2022 21:08 Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. 2. desember 2021 22:22 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. 27. mars 2022 21:08
Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. 2. desember 2021 22:22