Eftir sigur á Alex De Minaur á Miami Open sagði Tsitsipas konur í tennis ættu að spila fimm sett ef þeir ætluðu að gera kröfu á að fá mikið fyrir að keppa og karlar. Ummælin vöktu mikla athygli og Osaka er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þau.
„Vill hann spila níu sett? Ef hann vill fjölga settunum hjá okkur fjölga ég settunum hjá honum,“ sagði Osaka.
„Þessi gaur er svo fyndinn. Ég veit ekki. Ég tel að þetta myndi breyta íþróttinni. Fólk myndi æfa öðruvísi og svo framvegis. Þetta tekur væntanlega langan tíma að breyta þessu en þetta er maður að tala um kvennaíþrótt svo hans hugmynd fer væntanlega ekki í gegn.“
Tsitsipas sagði að sér hefði verið tjáð að konur hefðu meira úthald en menn og ættu því hæglega að geta spilað fimm sett.
Tsitsipas sagðist einnig vilja að karlar myndu spila þrjú sett í stað fimm. Það gæfi fleirum möguleika á að vinna risamót.
Osaka er komin í undanúrslit Miami Open en Tsitsipas tapaði fyrir Carlos Alcarez í sextán manna úrslitum mótsins.