Andrés Ingi biður stjórnarliða að hætta að ljúga uppá sig Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2022 16:13 Andrési Inga var heitt í hamsi á þinginu nú áðan: „Ég ætla að biðja virðulegan forseta að beina því til félaga sinna í stjórnarflokkunum að hætta þessu rugli, að hætta að ljúga því upp á stjórnarandstöðuna að hér höldum við öllu í hers höndum.“ vísir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn á þinginu nú síðdegis og kvartaði hástöfum undan málflutningi stjórnarliða sem hafa sakað stjórnarandstöðuna um málþóf. „Herra forseti. Ég velti því fyrir mér hvort forseti þurfi að afrugla stjórnarliðið aðeins. Það er alla vega eitthvað að ruglast í tengslum sínum við raunveruleikann miðað við ummæli formanns Framsóknarflokksins í gær, um þann misskilning hans að stjórnarandstaðan haldi störfum þingsins í gíslingu, og síðan í dag í langhund formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að þinghaldið sé allt í hægagangi út af einhverju sem hann kallar málþóf stjórnarandstöðunnar.“ Ljóst mátti vera að Andrési Inga var mikið niðri fyrir en hann vísar þar til ummæla Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra og Óla Björns Kárasonar þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Andrés Ingi sagði að í gær hafi ekki einu sinni tekist að ljúka fundartíma. Þingmenn þurftu að fara snemma heim vegna þess að þegar umræðu um fjarskiptafrumvarpið lauk voru ekki ráðherrar hér til að mæla fyrir fleiri málum. „Sama fólk og á samfélagsmiðlum heldur því fram að það gangi um allan bæinn tilbúið með framsöguræðurnar í töskunni til að hlaupa hingað inn og mæla fyrir málum, það fékkst ekki í hús. Þetta var eini þingfundadagurinn í vikunni og ekki er nú stjórnarandstaðan að ákveða að einn af þremur þingfundadögum sé lagður undir stjórnarmál. Nei, það er forseti Alþingis, stjórnarþingmaðurinn sjálfur.“ Þegar þarna var komið sögu var ræðutími Andrésar Inga liðinn þannig að Birgir Ármannsson forseti þingsins lamdi í bjöllu sína. Og það var í kappi við hana sem Andrés Ingi lauk máli sínu: „Ég ætla að biðja virðulegan forseta að beina því til félaga sinna í stjórnarflokkunum að hætta þessu rugli, að hætta að ljúga því upp á stjórnarandstöðuna að hér höldum við öllu í hers höndum þegar það eru þeirra eigin ráðherrar sem geta ekki einu sinni mætt.“ Alþingi Píratar Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Herra forseti. Ég velti því fyrir mér hvort forseti þurfi að afrugla stjórnarliðið aðeins. Það er alla vega eitthvað að ruglast í tengslum sínum við raunveruleikann miðað við ummæli formanns Framsóknarflokksins í gær, um þann misskilning hans að stjórnarandstaðan haldi störfum þingsins í gíslingu, og síðan í dag í langhund formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að þinghaldið sé allt í hægagangi út af einhverju sem hann kallar málþóf stjórnarandstöðunnar.“ Ljóst mátti vera að Andrési Inga var mikið niðri fyrir en hann vísar þar til ummæla Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra og Óla Björns Kárasonar þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sem Vísir greindi frá fyrr í dag. Andrés Ingi sagði að í gær hafi ekki einu sinni tekist að ljúka fundartíma. Þingmenn þurftu að fara snemma heim vegna þess að þegar umræðu um fjarskiptafrumvarpið lauk voru ekki ráðherrar hér til að mæla fyrir fleiri málum. „Sama fólk og á samfélagsmiðlum heldur því fram að það gangi um allan bæinn tilbúið með framsöguræðurnar í töskunni til að hlaupa hingað inn og mæla fyrir málum, það fékkst ekki í hús. Þetta var eini þingfundadagurinn í vikunni og ekki er nú stjórnarandstaðan að ákveða að einn af þremur þingfundadögum sé lagður undir stjórnarmál. Nei, það er forseti Alþingis, stjórnarþingmaðurinn sjálfur.“ Þegar þarna var komið sögu var ræðutími Andrésar Inga liðinn þannig að Birgir Ármannsson forseti þingsins lamdi í bjöllu sína. Og það var í kappi við hana sem Andrés Ingi lauk máli sínu: „Ég ætla að biðja virðulegan forseta að beina því til félaga sinna í stjórnarflokkunum að hætta þessu rugli, að hætta að ljúga því upp á stjórnarandstöðuna að hér höldum við öllu í hers höndum þegar það eru þeirra eigin ráðherrar sem geta ekki einu sinni mætt.“
Alþingi Píratar Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira