Aftur skekur fjárdráttur Íslensku kirkjuna í Noregi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. mars 2022 19:31 Á myndinni er Nordberg-kirkja í Noregi. Samsett mynd/Guðni Ölversson Gjaldkeri Íslensku kirkjunnar í Noregi hefur látið af störfum og honum vikið úr stjórn safnaðarins vegna mögulegs fjárdráttar. Kirkjan segir rökstuddan grun fyrir fjárdrættinum og gjaldkerinn hefur verið kærður til lögreglu. Í tilkynningu á vefsíðu safnaðarins segir að stjórn og starfsfólk eigi í góðu samstarfi við lögreglu. Kapp sé lagt á að upplýsa málið hratt og vel og kirkjan ætli sér að halda ótrauð áfram. Á vefsíðu safnaðarins segir enn fremur að gjaldkerinn hafi starfað fyrir söfnuðinn síðan hann var kosinn í stjórn árið 2018. Þá hafi hann einnig gegnt stöðu starfsmannastjóra safnaðarins. Þetta er í annað sinn á tæpum þremur árum sem stjórnarmeðlimur kirkjunnar er sakaður um fjárdrátt. Árið 2019 lét formaður safnaðarins af störfum en þá komst upp um að hann hefði í nokkrum tilfellum misnotað greiðslukort í starfi sínu. Trúfélagið ákvað þá að kæra málið ekki til lögreglu. Á þeim tíma fór stjórn kirkjunnar fram á að formaðurinn mundi endurgreiða söfnuðinum vegna fjárdráttarins sem hann og gerði. Þá var einnig mikil ólga innan safnaðarins árið 2018 þegar prestur safnaðarins fór í námsleyfi. Á aðalfundi það ár urðu töluverð átök og stóð sá fundur í fimm klukkustundir, meðal annars vegna fjárhagsmála safnaðarins. Um 6000 manns voru skráðir í trúfélagið í Noregi árið 2019 en norska ríkið greiðir ákveðna upphæð á mánuði fyrir hvern skráðan einstakling til Íslensku kirkjunnar í Noregi. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Trúmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslenski söfnuðurinn í Noregi kærir ekki fjárdrátt Stjórn Íslenska safnaðarins tók þá ákvörðun að kæra málið ekki til lögreglu og fór fram á að fráfarandi formaður mundi endurgreiða féð sem hann hefur gert. 22. júlí 2019 11:30 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Fleiri fréttir „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Sjá meira
Í tilkynningu á vefsíðu safnaðarins segir að stjórn og starfsfólk eigi í góðu samstarfi við lögreglu. Kapp sé lagt á að upplýsa málið hratt og vel og kirkjan ætli sér að halda ótrauð áfram. Á vefsíðu safnaðarins segir enn fremur að gjaldkerinn hafi starfað fyrir söfnuðinn síðan hann var kosinn í stjórn árið 2018. Þá hafi hann einnig gegnt stöðu starfsmannastjóra safnaðarins. Þetta er í annað sinn á tæpum þremur árum sem stjórnarmeðlimur kirkjunnar er sakaður um fjárdrátt. Árið 2019 lét formaður safnaðarins af störfum en þá komst upp um að hann hefði í nokkrum tilfellum misnotað greiðslukort í starfi sínu. Trúfélagið ákvað þá að kæra málið ekki til lögreglu. Á þeim tíma fór stjórn kirkjunnar fram á að formaðurinn mundi endurgreiða söfnuðinum vegna fjárdráttarins sem hann og gerði. Þá var einnig mikil ólga innan safnaðarins árið 2018 þegar prestur safnaðarins fór í námsleyfi. Á aðalfundi það ár urðu töluverð átök og stóð sá fundur í fimm klukkustundir, meðal annars vegna fjárhagsmála safnaðarins. Um 6000 manns voru skráðir í trúfélagið í Noregi árið 2019 en norska ríkið greiðir ákveðna upphæð á mánuði fyrir hvern skráðan einstakling til Íslensku kirkjunnar í Noregi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Trúmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslenski söfnuðurinn í Noregi kærir ekki fjárdrátt Stjórn Íslenska safnaðarins tók þá ákvörðun að kæra málið ekki til lögreglu og fór fram á að fráfarandi formaður mundi endurgreiða féð sem hann hefur gert. 22. júlí 2019 11:30 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Fleiri fréttir „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Sjá meira
Íslenski söfnuðurinn í Noregi kærir ekki fjárdrátt Stjórn Íslenska safnaðarins tók þá ákvörðun að kæra málið ekki til lögreglu og fór fram á að fráfarandi formaður mundi endurgreiða féð sem hann hefur gert. 22. júlí 2019 11:30