Hörður Axel skrifar söguna og bætir metið með næstu stoðsendingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2022 14:40 Hörður Axel Vilhjálmsson getur bætt stoðsendingametið í kvöld en hann jafnaði það í síðasta leik. Vísir/Bára Dröfn Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson verður stoðsendingahæsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildar karla um leið og hann gefur næstu stoðsendingu. Það eru miklar líkur að sú sögulega stund renni upp í lokaumferð Subway-deild karla í kvöld og það í sjálfum El Clasico á milli Njarðvíkur og Keflavíkur. Hörður Axel jafnaði stoðsendingamet Justin Shouse með því að gefa fimm stoðsendingar í síðasta leik Keflvíkinga á móti Grindavík. Báðir hafa þeir nú gefið 1486 stoðsendingar í deildarleikjum úrvalsdeildar, Justin í 230 leikjum en Hörður Axel í 244 leikjum. Justin eignaðist stoðsendingametið fyrir rúmum sex árum þegar hann sló met Jóns Arnars Ingvarssonar. Tveir aðrir hafa átt stoðsendingametið eða þeir Jón Kr. Gíslason og Pálmar Sigurðsson. Jón Kr. átti það í byrjun, missti það um tíma til Pálmars þegar hann fór út til Danmerkur í eitt tímabil en var fljótur að endurheimta það þegar hann sneri aftur tímabilið eftir. Jón Kr. átti metið í rúm tólf ár eða þar til að Jón Arnar Ingvarsson sló það 2002. Jón Arnar var því búinn að eiga það í meira en þrettán ár þegar Justin Shouse náði því af honum í febrúar 2016. Það er afar líklegt að metið falli í kvöld þegar Keflvíkingar heimsækja Njarðvíkinga í Ljónagryfjuna. Hörður Axel hefur gefið nokkrar af stoðsendingum sínum í húsinu eða alls 99 í tuttugu leikjum með Njarðvík, Keflavík og Fjölni. Sögulega stoðendinging hans yrði þá einnig sú hundraðasta hjá Herði í Ljónaryfjunni. Flestar stoðsendingar í sögu úrvalsdeildar karla: 1. Justin Shouse 1486 1. Hörður Axel Vilhjálmsson 1486 3. Jón Arnar Ingvarsson 1393 4. Jón Kr. Gíslason 1359 5. Pavel Ermolinskij 1322 6. Eiríkur Sverrir Önundarson 1308 7. Sverrir Þór Sverrisson 1300 8. Teitur Örlygsson 1168 9. Hlynur Bæringsson 1104 10. Friðrik Pétur Ragnarsson 1101 11. Tómas Holton 1086 12. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 1068 -- Hörður Axel Vilhjálmsson og stoðsendingaleikir hans 3 leikir með 15 stoðsendingar eða fleiri 16 leikir með 12 stoðsendingar eða fleiri 41 leikur með 10 stoðsendingar eða fleiri 78 leikir með 8 stoðsendingar eða fleiri 164 leikir með 5 stoðsendingar eða fleiri - Flestar stoðsendingar í sögu Keflavíkur í úrvalsdeild: 1. Hörður Axel Vilhjálmsson 1220 2. Jón Kr. Gíslason 1170 3. Magnús Þór Gunnarsson 754 4. Sverrir Þór Sverrisson 747 5. Falur Jóhann Harðarson 734 - Flestar stoðsendingar Harðar Axels Vilhjálmssonar á móti einu liði: 1. KR 144 2. Grindavík 142 3. ÍR 138 4. Njarðvík 127 5. Tindastóll 115 6. Stjarnan 113 7. Haukar 102 8. Þór Þorl. 100 Handhafar stoðsendingametins: Jón Kr. Gíslason 1. október 1988- 12. janúar 1990 Pálmar Sigurðsson 12. janúar 1990 - 28. október 1990 Jón Kr. Gíslason 28. október 1990 - 5. desember 2002 Jón Arnar Ingvarsson 5. desember 2002 - 5. febrúar 2016 Justin Shouse 5. febrúar 2016 - Hörður Axel Vilhjálmsson 28. mars 2022- Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Það eru miklar líkur að sú sögulega stund renni upp í lokaumferð Subway-deild karla í kvöld og það í sjálfum El Clasico á milli Njarðvíkur og Keflavíkur. Hörður Axel jafnaði stoðsendingamet Justin Shouse með því að gefa fimm stoðsendingar í síðasta leik Keflvíkinga á móti Grindavík. Báðir hafa þeir nú gefið 1486 stoðsendingar í deildarleikjum úrvalsdeildar, Justin í 230 leikjum en Hörður Axel í 244 leikjum. Justin eignaðist stoðsendingametið fyrir rúmum sex árum þegar hann sló met Jóns Arnars Ingvarssonar. Tveir aðrir hafa átt stoðsendingametið eða þeir Jón Kr. Gíslason og Pálmar Sigurðsson. Jón Kr. átti það í byrjun, missti það um tíma til Pálmars þegar hann fór út til Danmerkur í eitt tímabil en var fljótur að endurheimta það þegar hann sneri aftur tímabilið eftir. Jón Kr. átti metið í rúm tólf ár eða þar til að Jón Arnar Ingvarsson sló það 2002. Jón Arnar var því búinn að eiga það í meira en þrettán ár þegar Justin Shouse náði því af honum í febrúar 2016. Það er afar líklegt að metið falli í kvöld þegar Keflvíkingar heimsækja Njarðvíkinga í Ljónagryfjuna. Hörður Axel hefur gefið nokkrar af stoðsendingum sínum í húsinu eða alls 99 í tuttugu leikjum með Njarðvík, Keflavík og Fjölni. Sögulega stoðendinging hans yrði þá einnig sú hundraðasta hjá Herði í Ljónaryfjunni. Flestar stoðsendingar í sögu úrvalsdeildar karla: 1. Justin Shouse 1486 1. Hörður Axel Vilhjálmsson 1486 3. Jón Arnar Ingvarsson 1393 4. Jón Kr. Gíslason 1359 5. Pavel Ermolinskij 1322 6. Eiríkur Sverrir Önundarson 1308 7. Sverrir Þór Sverrisson 1300 8. Teitur Örlygsson 1168 9. Hlynur Bæringsson 1104 10. Friðrik Pétur Ragnarsson 1101 11. Tómas Holton 1086 12. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 1068 -- Hörður Axel Vilhjálmsson og stoðsendingaleikir hans 3 leikir með 15 stoðsendingar eða fleiri 16 leikir með 12 stoðsendingar eða fleiri 41 leikur með 10 stoðsendingar eða fleiri 78 leikir með 8 stoðsendingar eða fleiri 164 leikir með 5 stoðsendingar eða fleiri - Flestar stoðsendingar í sögu Keflavíkur í úrvalsdeild: 1. Hörður Axel Vilhjálmsson 1220 2. Jón Kr. Gíslason 1170 3. Magnús Þór Gunnarsson 754 4. Sverrir Þór Sverrisson 747 5. Falur Jóhann Harðarson 734 - Flestar stoðsendingar Harðar Axels Vilhjálmssonar á móti einu liði: 1. KR 144 2. Grindavík 142 3. ÍR 138 4. Njarðvík 127 5. Tindastóll 115 6. Stjarnan 113 7. Haukar 102 8. Þór Þorl. 100 Handhafar stoðsendingametins: Jón Kr. Gíslason 1. október 1988- 12. janúar 1990 Pálmar Sigurðsson 12. janúar 1990 - 28. október 1990 Jón Kr. Gíslason 28. október 1990 - 5. desember 2002 Jón Arnar Ingvarsson 5. desember 2002 - 5. febrúar 2016 Justin Shouse 5. febrúar 2016 - Hörður Axel Vilhjálmsson 28. mars 2022-
Flestar stoðsendingar í sögu úrvalsdeildar karla: 1. Justin Shouse 1486 1. Hörður Axel Vilhjálmsson 1486 3. Jón Arnar Ingvarsson 1393 4. Jón Kr. Gíslason 1359 5. Pavel Ermolinskij 1322 6. Eiríkur Sverrir Önundarson 1308 7. Sverrir Þór Sverrisson 1300 8. Teitur Örlygsson 1168 9. Hlynur Bæringsson 1104 10. Friðrik Pétur Ragnarsson 1101 11. Tómas Holton 1086 12. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 1068 -- Hörður Axel Vilhjálmsson og stoðsendingaleikir hans 3 leikir með 15 stoðsendingar eða fleiri 16 leikir með 12 stoðsendingar eða fleiri 41 leikur með 10 stoðsendingar eða fleiri 78 leikir með 8 stoðsendingar eða fleiri 164 leikir með 5 stoðsendingar eða fleiri - Flestar stoðsendingar í sögu Keflavíkur í úrvalsdeild: 1. Hörður Axel Vilhjálmsson 1220 2. Jón Kr. Gíslason 1170 3. Magnús Þór Gunnarsson 754 4. Sverrir Þór Sverrisson 747 5. Falur Jóhann Harðarson 734 - Flestar stoðsendingar Harðar Axels Vilhjálmssonar á móti einu liði: 1. KR 144 2. Grindavík 142 3. ÍR 138 4. Njarðvík 127 5. Tindastóll 115 6. Stjarnan 113 7. Haukar 102 8. Þór Þorl. 100 Handhafar stoðsendingametins: Jón Kr. Gíslason 1. október 1988- 12. janúar 1990 Pálmar Sigurðsson 12. janúar 1990 - 28. október 1990 Jón Kr. Gíslason 28. október 1990 - 5. desember 2002 Jón Arnar Ingvarsson 5. desember 2002 - 5. febrúar 2016 Justin Shouse 5. febrúar 2016 - Hörður Axel Vilhjálmsson 28. mars 2022-
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira