Aðsókn í landsbyggðarstrætó hrynur: Miðinn á ellefu þúsund til Akureyrar Snorri Másson skrifar 31. mars 2022 23:01 Strætó boðar gagngera endurskoðun á almenningssamgöngum á landsbyggðinni. Vísir Hraðlest á milli landshluta? Ekki í þessu lífi, segir forstöðumaður almenningssamgöngudeildar Vegagerðarinnar. Aftur á móti er boðuð alger endurskoðun á Strætó á landsbyggðinni. Það hefur löngum verið mál manna að það sé í mörgu tilliti hálfvonlaust að ferðast um landsbyggðina með almenningssamgöngum. Vegagerðin - sem útvistar þessari þjónustu til Strætó bs. - áttar sig á vandanum og ætlar nú að taka kerfið til gagngerrar endurskoðunar. Í fréttatíma kvöldsins var kíkt niður í Mjódd og kannaðir möguleikarnir á Strætó til Akureyrar. Þeir eru ekki ýkja fýsilegir, 28 stopp og sex og hálfs tíma ferðalag á 10.780 krónur. Sitt sýnist hverjum um það hvort það sé sérstaklega góður díll, segir Halldór Jörgensen, forstöðumaður almenningssamgöngudeildar Vegagerðarinnar. „Það þarf tekjur til að reka kerfið en að sjálfsögðu viljum við fleiri notendur,“ segir Halldór. Til samanburðar kostar 40 mínútna flug sama dag um 16.000 krónur. Það er að vísu óvenjugott verð, en kannski engin furða að notkun á Strætó á landsbyggðinni hefur dregist verulega saman — á meðan hún eykst í samanburðarlöndum. „Því miður komum við ekki vel undan Covid, sérstaklega ekki í landssamgöngum. Við sjáum að okkur vantar farþega í Strætó á landsbyggðinni og erum að endurskoða kerfið, hvort við séum á einhverjum stöðum ekki að keyra á réttri tíðni eða réttar leiðir,“ segir Halldór. Halldór Jörgensen, forstöðumaður almenningssamgöngudeildar Vegagerðarinnar, hefur miklar efasemdir um lestarkerfi á Íslandi.Vísir Heimakærir höfuðborgarbúar eru að vonum ekki helteknir af þessum þáttum dagsdaglega; en oft vakna þeir við vondan draum þegar þeir þurfa sjálfir út á land. Jón Gnarr, sem hefur unnið í leikhúsi á Akureyri í vetur, er orðinn ötull talsmaður hraðlestar á Íslandi. Hvað segir Vegagerðin við því? „Ég sé það ekki gerast á mínum líftíma. Það er bara of dýrt,“ segir Halldór Jörgensson. Ekki allir eru sáttir við það sjónarmið ef marka má samfélagsmiðla: Sem maður sem ferðast með lest í sirka 4 tíma á hverjum virkum degi er það sönn ánægja að deila með ykkur að lestir eru fokking sick, þær eru langbesti ferðamátinn (not even close) og mér er nákvæmlega sama hvað þær kosta— Jónas Már (@JTorfason) March 31, 2022 Lestir kosta mjög mikinn pening og skila ekki hagnaði og þess vegna er ég á móti þeim.Í ótengdum fréttum þarf að byggja 18 mislæg gatnamót á næstu þremur mánuðum til að greiða fyrir umferðinni sem hin 15 mislægu gatnamótin gerðu svo greiða. Snjallvæðing umferðarljósa og niðurgr— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) March 31, 2022 Fyndið að afskrifa lest því þær skila ekki hagnaði. Á sama tíma styðjum við innanlandsflug sem hefur aldrei skilað hagnaði og ríkið borgar undir. Lestarsamgöngur er þjónusta. Grunnstoðir. Eins og menntakerfi. Heilbrigðiskerfi. Skapar heilbrigt og gott samfélag. Það er hagnaður.— Björn Teitsson (@bjornteits) March 31, 2022 Smá áminning fyrir fólk sem grætur það að ríkisrekin (eða sveitarfélagsrekin) framkvæmd í hag almennings sé dýr: hún mun að öllum líkindum ekki bara nýtast í þau fjögur ár sem kjörtímabil er heldur í tugi ef ekki hundruði ára.Ísland er svo heimskulega skammsýn þjóð 😬— ✨ Inga Boogie ✨ (@Inga_toff) March 31, 2022 Flugvöllur í Vatnsmýri er aldrei að fara að borga sig.— Örn Úlfar Sævarsson 🇺🇦 (@ornulfar) March 31, 2022 Má ekki eyða peningum í neitt sem skilar ekki hagnaði lengur eða?!? https://t.co/kAN3Bcx8q4 pic.twitter.com/acOaCZmwN7— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) March 31, 2022 Samgöngur Strætó Akureyri Tengdar fréttir „Alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig“ Stjórnarformaður í Fluglestinni, þróunarfélagi um lestarsamgöngur, segir ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig. Framkvæmdin yrði gríðarlega dýr og farþegafjöldinn tæpast sá sami og færi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. 30. mars 2022 22:12 Vill að einhver annar stofni Lestarflokkinn Jón Gnarr segist ekki hafa í hyggju að stofna nýtt framboð undir nafinu Lestarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa notað myllumerkið #Lestarflokkurinn á Twitter í gríð og erg að undanförnu. 29. mars 2022 21:07 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Það hefur löngum verið mál manna að það sé í mörgu tilliti hálfvonlaust að ferðast um landsbyggðina með almenningssamgöngum. Vegagerðin - sem útvistar þessari þjónustu til Strætó bs. - áttar sig á vandanum og ætlar nú að taka kerfið til gagngerrar endurskoðunar. Í fréttatíma kvöldsins var kíkt niður í Mjódd og kannaðir möguleikarnir á Strætó til Akureyrar. Þeir eru ekki ýkja fýsilegir, 28 stopp og sex og hálfs tíma ferðalag á 10.780 krónur. Sitt sýnist hverjum um það hvort það sé sérstaklega góður díll, segir Halldór Jörgensen, forstöðumaður almenningssamgöngudeildar Vegagerðarinnar. „Það þarf tekjur til að reka kerfið en að sjálfsögðu viljum við fleiri notendur,“ segir Halldór. Til samanburðar kostar 40 mínútna flug sama dag um 16.000 krónur. Það er að vísu óvenjugott verð, en kannski engin furða að notkun á Strætó á landsbyggðinni hefur dregist verulega saman — á meðan hún eykst í samanburðarlöndum. „Því miður komum við ekki vel undan Covid, sérstaklega ekki í landssamgöngum. Við sjáum að okkur vantar farþega í Strætó á landsbyggðinni og erum að endurskoða kerfið, hvort við séum á einhverjum stöðum ekki að keyra á réttri tíðni eða réttar leiðir,“ segir Halldór. Halldór Jörgensen, forstöðumaður almenningssamgöngudeildar Vegagerðarinnar, hefur miklar efasemdir um lestarkerfi á Íslandi.Vísir Heimakærir höfuðborgarbúar eru að vonum ekki helteknir af þessum þáttum dagsdaglega; en oft vakna þeir við vondan draum þegar þeir þurfa sjálfir út á land. Jón Gnarr, sem hefur unnið í leikhúsi á Akureyri í vetur, er orðinn ötull talsmaður hraðlestar á Íslandi. Hvað segir Vegagerðin við því? „Ég sé það ekki gerast á mínum líftíma. Það er bara of dýrt,“ segir Halldór Jörgensson. Ekki allir eru sáttir við það sjónarmið ef marka má samfélagsmiðla: Sem maður sem ferðast með lest í sirka 4 tíma á hverjum virkum degi er það sönn ánægja að deila með ykkur að lestir eru fokking sick, þær eru langbesti ferðamátinn (not even close) og mér er nákvæmlega sama hvað þær kosta— Jónas Már (@JTorfason) March 31, 2022 Lestir kosta mjög mikinn pening og skila ekki hagnaði og þess vegna er ég á móti þeim.Í ótengdum fréttum þarf að byggja 18 mislæg gatnamót á næstu þremur mánuðum til að greiða fyrir umferðinni sem hin 15 mislægu gatnamótin gerðu svo greiða. Snjallvæðing umferðarljósa og niðurgr— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) March 31, 2022 Fyndið að afskrifa lest því þær skila ekki hagnaði. Á sama tíma styðjum við innanlandsflug sem hefur aldrei skilað hagnaði og ríkið borgar undir. Lestarsamgöngur er þjónusta. Grunnstoðir. Eins og menntakerfi. Heilbrigðiskerfi. Skapar heilbrigt og gott samfélag. Það er hagnaður.— Björn Teitsson (@bjornteits) March 31, 2022 Smá áminning fyrir fólk sem grætur það að ríkisrekin (eða sveitarfélagsrekin) framkvæmd í hag almennings sé dýr: hún mun að öllum líkindum ekki bara nýtast í þau fjögur ár sem kjörtímabil er heldur í tugi ef ekki hundruði ára.Ísland er svo heimskulega skammsýn þjóð 😬— ✨ Inga Boogie ✨ (@Inga_toff) March 31, 2022 Flugvöllur í Vatnsmýri er aldrei að fara að borga sig.— Örn Úlfar Sævarsson 🇺🇦 (@ornulfar) March 31, 2022 Má ekki eyða peningum í neitt sem skilar ekki hagnaði lengur eða?!? https://t.co/kAN3Bcx8q4 pic.twitter.com/acOaCZmwN7— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) March 31, 2022
Samgöngur Strætó Akureyri Tengdar fréttir „Alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig“ Stjórnarformaður í Fluglestinni, þróunarfélagi um lestarsamgöngur, segir ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig. Framkvæmdin yrði gríðarlega dýr og farþegafjöldinn tæpast sá sami og færi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. 30. mars 2022 22:12 Vill að einhver annar stofni Lestarflokkinn Jón Gnarr segist ekki hafa í hyggju að stofna nýtt framboð undir nafinu Lestarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa notað myllumerkið #Lestarflokkurinn á Twitter í gríð og erg að undanförnu. 29. mars 2022 21:07 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
„Alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig“ Stjórnarformaður í Fluglestinni, þróunarfélagi um lestarsamgöngur, segir ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig. Framkvæmdin yrði gríðarlega dýr og farþegafjöldinn tæpast sá sami og færi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. 30. mars 2022 22:12
Vill að einhver annar stofni Lestarflokkinn Jón Gnarr segist ekki hafa í hyggju að stofna nýtt framboð undir nafinu Lestarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa notað myllumerkið #Lestarflokkurinn á Twitter í gríð og erg að undanförnu. 29. mars 2022 21:07