Aðsókn í landsbyggðarstrætó hrynur: Miðinn á ellefu þúsund til Akureyrar Snorri Másson skrifar 31. mars 2022 23:01 Strætó boðar gagngera endurskoðun á almenningssamgöngum á landsbyggðinni. Vísir Hraðlest á milli landshluta? Ekki í þessu lífi, segir forstöðumaður almenningssamgöngudeildar Vegagerðarinnar. Aftur á móti er boðuð alger endurskoðun á Strætó á landsbyggðinni. Það hefur löngum verið mál manna að það sé í mörgu tilliti hálfvonlaust að ferðast um landsbyggðina með almenningssamgöngum. Vegagerðin - sem útvistar þessari þjónustu til Strætó bs. - áttar sig á vandanum og ætlar nú að taka kerfið til gagngerrar endurskoðunar. Í fréttatíma kvöldsins var kíkt niður í Mjódd og kannaðir möguleikarnir á Strætó til Akureyrar. Þeir eru ekki ýkja fýsilegir, 28 stopp og sex og hálfs tíma ferðalag á 10.780 krónur. Sitt sýnist hverjum um það hvort það sé sérstaklega góður díll, segir Halldór Jörgensen, forstöðumaður almenningssamgöngudeildar Vegagerðarinnar. „Það þarf tekjur til að reka kerfið en að sjálfsögðu viljum við fleiri notendur,“ segir Halldór. Til samanburðar kostar 40 mínútna flug sama dag um 16.000 krónur. Það er að vísu óvenjugott verð, en kannski engin furða að notkun á Strætó á landsbyggðinni hefur dregist verulega saman — á meðan hún eykst í samanburðarlöndum. „Því miður komum við ekki vel undan Covid, sérstaklega ekki í landssamgöngum. Við sjáum að okkur vantar farþega í Strætó á landsbyggðinni og erum að endurskoða kerfið, hvort við séum á einhverjum stöðum ekki að keyra á réttri tíðni eða réttar leiðir,“ segir Halldór. Halldór Jörgensen, forstöðumaður almenningssamgöngudeildar Vegagerðarinnar, hefur miklar efasemdir um lestarkerfi á Íslandi.Vísir Heimakærir höfuðborgarbúar eru að vonum ekki helteknir af þessum þáttum dagsdaglega; en oft vakna þeir við vondan draum þegar þeir þurfa sjálfir út á land. Jón Gnarr, sem hefur unnið í leikhúsi á Akureyri í vetur, er orðinn ötull talsmaður hraðlestar á Íslandi. Hvað segir Vegagerðin við því? „Ég sé það ekki gerast á mínum líftíma. Það er bara of dýrt,“ segir Halldór Jörgensson. Ekki allir eru sáttir við það sjónarmið ef marka má samfélagsmiðla: Sem maður sem ferðast með lest í sirka 4 tíma á hverjum virkum degi er það sönn ánægja að deila með ykkur að lestir eru fokking sick, þær eru langbesti ferðamátinn (not even close) og mér er nákvæmlega sama hvað þær kosta— Jónas Már (@JTorfason) March 31, 2022 Lestir kosta mjög mikinn pening og skila ekki hagnaði og þess vegna er ég á móti þeim.Í ótengdum fréttum þarf að byggja 18 mislæg gatnamót á næstu þremur mánuðum til að greiða fyrir umferðinni sem hin 15 mislægu gatnamótin gerðu svo greiða. Snjallvæðing umferðarljósa og niðurgr— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) March 31, 2022 Fyndið að afskrifa lest því þær skila ekki hagnaði. Á sama tíma styðjum við innanlandsflug sem hefur aldrei skilað hagnaði og ríkið borgar undir. Lestarsamgöngur er þjónusta. Grunnstoðir. Eins og menntakerfi. Heilbrigðiskerfi. Skapar heilbrigt og gott samfélag. Það er hagnaður.— Björn Teitsson (@bjornteits) March 31, 2022 Smá áminning fyrir fólk sem grætur það að ríkisrekin (eða sveitarfélagsrekin) framkvæmd í hag almennings sé dýr: hún mun að öllum líkindum ekki bara nýtast í þau fjögur ár sem kjörtímabil er heldur í tugi ef ekki hundruði ára.Ísland er svo heimskulega skammsýn þjóð 😬— ✨ Inga Boogie ✨ (@Inga_toff) March 31, 2022 Flugvöllur í Vatnsmýri er aldrei að fara að borga sig.— Örn Úlfar Sævarsson 🇺🇦 (@ornulfar) March 31, 2022 Má ekki eyða peningum í neitt sem skilar ekki hagnaði lengur eða?!? https://t.co/kAN3Bcx8q4 pic.twitter.com/acOaCZmwN7— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) March 31, 2022 Samgöngur Strætó Akureyri Tengdar fréttir „Alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig“ Stjórnarformaður í Fluglestinni, þróunarfélagi um lestarsamgöngur, segir ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig. Framkvæmdin yrði gríðarlega dýr og farþegafjöldinn tæpast sá sami og færi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. 30. mars 2022 22:12 Vill að einhver annar stofni Lestarflokkinn Jón Gnarr segist ekki hafa í hyggju að stofna nýtt framboð undir nafinu Lestarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa notað myllumerkið #Lestarflokkurinn á Twitter í gríð og erg að undanförnu. 29. mars 2022 21:07 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Það hefur löngum verið mál manna að það sé í mörgu tilliti hálfvonlaust að ferðast um landsbyggðina með almenningssamgöngum. Vegagerðin - sem útvistar þessari þjónustu til Strætó bs. - áttar sig á vandanum og ætlar nú að taka kerfið til gagngerrar endurskoðunar. Í fréttatíma kvöldsins var kíkt niður í Mjódd og kannaðir möguleikarnir á Strætó til Akureyrar. Þeir eru ekki ýkja fýsilegir, 28 stopp og sex og hálfs tíma ferðalag á 10.780 krónur. Sitt sýnist hverjum um það hvort það sé sérstaklega góður díll, segir Halldór Jörgensen, forstöðumaður almenningssamgöngudeildar Vegagerðarinnar. „Það þarf tekjur til að reka kerfið en að sjálfsögðu viljum við fleiri notendur,“ segir Halldór. Til samanburðar kostar 40 mínútna flug sama dag um 16.000 krónur. Það er að vísu óvenjugott verð, en kannski engin furða að notkun á Strætó á landsbyggðinni hefur dregist verulega saman — á meðan hún eykst í samanburðarlöndum. „Því miður komum við ekki vel undan Covid, sérstaklega ekki í landssamgöngum. Við sjáum að okkur vantar farþega í Strætó á landsbyggðinni og erum að endurskoða kerfið, hvort við séum á einhverjum stöðum ekki að keyra á réttri tíðni eða réttar leiðir,“ segir Halldór. Halldór Jörgensen, forstöðumaður almenningssamgöngudeildar Vegagerðarinnar, hefur miklar efasemdir um lestarkerfi á Íslandi.Vísir Heimakærir höfuðborgarbúar eru að vonum ekki helteknir af þessum þáttum dagsdaglega; en oft vakna þeir við vondan draum þegar þeir þurfa sjálfir út á land. Jón Gnarr, sem hefur unnið í leikhúsi á Akureyri í vetur, er orðinn ötull talsmaður hraðlestar á Íslandi. Hvað segir Vegagerðin við því? „Ég sé það ekki gerast á mínum líftíma. Það er bara of dýrt,“ segir Halldór Jörgensson. Ekki allir eru sáttir við það sjónarmið ef marka má samfélagsmiðla: Sem maður sem ferðast með lest í sirka 4 tíma á hverjum virkum degi er það sönn ánægja að deila með ykkur að lestir eru fokking sick, þær eru langbesti ferðamátinn (not even close) og mér er nákvæmlega sama hvað þær kosta— Jónas Már (@JTorfason) March 31, 2022 Lestir kosta mjög mikinn pening og skila ekki hagnaði og þess vegna er ég á móti þeim.Í ótengdum fréttum þarf að byggja 18 mislæg gatnamót á næstu þremur mánuðum til að greiða fyrir umferðinni sem hin 15 mislægu gatnamótin gerðu svo greiða. Snjallvæðing umferðarljósa og niðurgr— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) March 31, 2022 Fyndið að afskrifa lest því þær skila ekki hagnaði. Á sama tíma styðjum við innanlandsflug sem hefur aldrei skilað hagnaði og ríkið borgar undir. Lestarsamgöngur er þjónusta. Grunnstoðir. Eins og menntakerfi. Heilbrigðiskerfi. Skapar heilbrigt og gott samfélag. Það er hagnaður.— Björn Teitsson (@bjornteits) March 31, 2022 Smá áminning fyrir fólk sem grætur það að ríkisrekin (eða sveitarfélagsrekin) framkvæmd í hag almennings sé dýr: hún mun að öllum líkindum ekki bara nýtast í þau fjögur ár sem kjörtímabil er heldur í tugi ef ekki hundruði ára.Ísland er svo heimskulega skammsýn þjóð 😬— ✨ Inga Boogie ✨ (@Inga_toff) March 31, 2022 Flugvöllur í Vatnsmýri er aldrei að fara að borga sig.— Örn Úlfar Sævarsson 🇺🇦 (@ornulfar) March 31, 2022 Má ekki eyða peningum í neitt sem skilar ekki hagnaði lengur eða?!? https://t.co/kAN3Bcx8q4 pic.twitter.com/acOaCZmwN7— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) March 31, 2022
Samgöngur Strætó Akureyri Tengdar fréttir „Alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig“ Stjórnarformaður í Fluglestinni, þróunarfélagi um lestarsamgöngur, segir ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig. Framkvæmdin yrði gríðarlega dýr og farþegafjöldinn tæpast sá sami og færi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. 30. mars 2022 22:12 Vill að einhver annar stofni Lestarflokkinn Jón Gnarr segist ekki hafa í hyggju að stofna nýtt framboð undir nafinu Lestarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa notað myllumerkið #Lestarflokkurinn á Twitter í gríð og erg að undanförnu. 29. mars 2022 21:07 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
„Alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig“ Stjórnarformaður í Fluglestinni, þróunarfélagi um lestarsamgöngur, segir ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig. Framkvæmdin yrði gríðarlega dýr og farþegafjöldinn tæpast sá sami og færi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. 30. mars 2022 22:12
Vill að einhver annar stofni Lestarflokkinn Jón Gnarr segist ekki hafa í hyggju að stofna nýtt framboð undir nafinu Lestarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa notað myllumerkið #Lestarflokkurinn á Twitter í gríð og erg að undanförnu. 29. mars 2022 21:07