Sjáðu körfuna sem gerði út um úrslitakeppnisdraum Blika Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2022 23:30 Twitter/@korfuboltakvold Lokaumferð Subway-deildar karla bauð upp á mikla dramatík en hún var hvergi meiri en í Smáranum þar sem Breiðablik tók á móti Stjörnunni. Breiðablik sat í níunda sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina. Liðið þurfti á sigri að halda gegn Stjörnunni og um leið að treysta á það að KR myndi tapa gegn Valsmönnum til að komast í úrslitakeppnina. KR-ingar töpuðu sínum leik nokkuð örugglega og því voru örlög Blika í þeirra eigin höndum. Eftir gríðarlega jafnan og spennandi leik var staðan jöfn, 105-105, þegar innan við hálf mínúta var eftir af leiknum. Blikar fengu tækifæri til að komast yfir á þeim tímapunkti, en létu skotklukkuna renna út og misstu þar með boltann. Afar klaufalegt. Stjarnan fékk því einn lokaséns til að stela sigrinum þegar um þrjár sekúndur voru eftir. Þeir fundu Hlyn Bæringsson einan undir körfunni, en hann klikkaði á opnu sniðskoti. Robert Turner III kom liðsfélaga sínum hins vegar til bjargar þegar hann sveif inn, greip boltann á lofti og setti hann í körfuna í þann mund sem lokaflautið gall og niðurstaðan varð því tveggja stiga sigur Stjörnumanna, 107-105. Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fylgdust með öllum leikjum kvöldsins samtímis og birtu myndband af lokasekúndum leiksins á Twitter-síðu sinni, en myndbandið má sjá hér að neðan. Alvöru senur í Smáranum þar sem @stjarnankarfa sendir @BreidablikKarfa í sumarfrí með flautukörfu. #körfubolti #subwaydeildin pic.twitter.com/IZks6pWl7H— Subway Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) March 31, 2022 Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Breiðablik Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Sjá meira
Breiðablik sat í níunda sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina. Liðið þurfti á sigri að halda gegn Stjörnunni og um leið að treysta á það að KR myndi tapa gegn Valsmönnum til að komast í úrslitakeppnina. KR-ingar töpuðu sínum leik nokkuð örugglega og því voru örlög Blika í þeirra eigin höndum. Eftir gríðarlega jafnan og spennandi leik var staðan jöfn, 105-105, þegar innan við hálf mínúta var eftir af leiknum. Blikar fengu tækifæri til að komast yfir á þeim tímapunkti, en létu skotklukkuna renna út og misstu þar með boltann. Afar klaufalegt. Stjarnan fékk því einn lokaséns til að stela sigrinum þegar um þrjár sekúndur voru eftir. Þeir fundu Hlyn Bæringsson einan undir körfunni, en hann klikkaði á opnu sniðskoti. Robert Turner III kom liðsfélaga sínum hins vegar til bjargar þegar hann sveif inn, greip boltann á lofti og setti hann í körfuna í þann mund sem lokaflautið gall og niðurstaðan varð því tveggja stiga sigur Stjörnumanna, 107-105. Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fylgdust með öllum leikjum kvöldsins samtímis og birtu myndband af lokasekúndum leiksins á Twitter-síðu sinni, en myndbandið má sjá hér að neðan. Alvöru senur í Smáranum þar sem @stjarnankarfa sendir @BreidablikKarfa í sumarfrí með flautukörfu. #körfubolti #subwaydeildin pic.twitter.com/IZks6pWl7H— Subway Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) March 31, 2022
Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Breiðablik Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Sjá meira