Sögufrægt hús flutt af Laugavegi til Keflavíkur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2022 07:01 Húsið var rifið upp í heild sinni í fyrrinótt. Aðsend/Grétar Hús sem rataði í fréttir árið 2017 vegna rottumítla var flutt af Laugavegi alla leið til Keflavíkur í fyrrinótt. Húsið er friðað og því stóð eigendum ekki annað til boða en að einfaldlega flytja það í heild sinni. Ráðist var í gagngerar endurbætur á húsinu eftir að þáverandi leigjendur urðu varir við einkennileg hljóð innan úr veggja hússins. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að rottur héldu til í lögnum hússins og báru með sér rottumítla, sem bitu leigjendurna. Leigjendurnir fóru að finna fyrir útbrotum og urðu varir við bit en þau fengu síðar staðfest að um bit rottumítla væri að ræða. Mítlarnir nærast aðallega á blóði nagdýra en geta einnig lifað á fólki. Grétar Sigfinnur Sigurðarson núverandi eigandi hússins ber því þó vel söguna. Til stendur að dytta enn betur að húsinu í Keflavík en Grétar segir að meindýraeyðir hafi tekið húsið í gegn á sínum tíma. „Við keyptum þetta bara í fyrra, ég sá það einmitt þegar maður gúgglaði það einhvern tímann. Þetta var bara orðið gamalt hús og svolítið ógeðslegt. Það var eitthvað vesen þarna í kring en svo var fenginn einhver meindýraeyðir. Það er alveg búið að leigja þetta út í mörg mörg ár en við keyptum þetta bara í fyrra,“ segir Grétar Sigfinnur. Hann bætir við að húsið sé friðað og því hafi þurft að flytja það í heild sinni; alla leið til Keflavíkur. Lögreglan aðstoðaði við flutninginn en hann segir að framkvæmdir á borð við þessa séu vitaskuld alltaf nokkuð umfangsmikilar. Grétar fagnar því þó að vanir menn hafi aðstoðað við verkið og segir allt hafa gengið vel. „Við fengum Minjastofnun í lið með okkur og fengum leyfi fyrir þessu, svo erum við að fara að byggja upp á reitnum sem er núna meira í átt við götumyndina sem er þar á Laugaveginum. Þannig að þetta hús var svolítið út úr kú þarna.“ Eigandi segir að ráðist verði í enn frekari endurbætur á húsinu á nýjum stað.Aðsend/Grétar Húsnæðismál Reykjanesbær Reykjavík Húsavernd Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ráðist var í gagngerar endurbætur á húsinu eftir að þáverandi leigjendur urðu varir við einkennileg hljóð innan úr veggja hússins. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að rottur héldu til í lögnum hússins og báru með sér rottumítla, sem bitu leigjendurna. Leigjendurnir fóru að finna fyrir útbrotum og urðu varir við bit en þau fengu síðar staðfest að um bit rottumítla væri að ræða. Mítlarnir nærast aðallega á blóði nagdýra en geta einnig lifað á fólki. Grétar Sigfinnur Sigurðarson núverandi eigandi hússins ber því þó vel söguna. Til stendur að dytta enn betur að húsinu í Keflavík en Grétar segir að meindýraeyðir hafi tekið húsið í gegn á sínum tíma. „Við keyptum þetta bara í fyrra, ég sá það einmitt þegar maður gúgglaði það einhvern tímann. Þetta var bara orðið gamalt hús og svolítið ógeðslegt. Það var eitthvað vesen þarna í kring en svo var fenginn einhver meindýraeyðir. Það er alveg búið að leigja þetta út í mörg mörg ár en við keyptum þetta bara í fyrra,“ segir Grétar Sigfinnur. Hann bætir við að húsið sé friðað og því hafi þurft að flytja það í heild sinni; alla leið til Keflavíkur. Lögreglan aðstoðaði við flutninginn en hann segir að framkvæmdir á borð við þessa séu vitaskuld alltaf nokkuð umfangsmikilar. Grétar fagnar því þó að vanir menn hafi aðstoðað við verkið og segir allt hafa gengið vel. „Við fengum Minjastofnun í lið með okkur og fengum leyfi fyrir þessu, svo erum við að fara að byggja upp á reitnum sem er núna meira í átt við götumyndina sem er þar á Laugaveginum. Þannig að þetta hús var svolítið út úr kú þarna.“ Eigandi segir að ráðist verði í enn frekari endurbætur á húsinu á nýjum stað.Aðsend/Grétar
Húsnæðismál Reykjanesbær Reykjavík Húsavernd Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira