Má ekki spila í þremur fyrstu umferðum Bestu deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2022 15:01 Dusan Brkovic í leik á móti FH í fyrra en hann fékk rautt spjald í báðum leikjunum við Hafnarfjarðarliðið. Vísir/Hulda Margrét Leikmaður KA má ekki spila með liðinu fyrr en í fjórðu umferð Bestu deildarinnar á komandi tímabili en KSÍ hefur tekið saman lista til upplýsinga fyrir félögin um þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga eftir að taka út leikbönn í byrjun keppnistímabilsins 2022. Það er eins gott að vera með stöðu leikbanna á hreinu. KSÍ aðstoðar við það með nýrri samantekt á vef sínum. Í samantekt sambandsins kemur fram hvaða leikmenn byrja nýtt tímabil í leikbanni. „Á listunum eru leikmenn skráðir í þau félög sem þeir fengu leikbann með. Frá þeim tíma kunna þessir leikmenn að hafa skipt um félag og er því mjög mikilvægt að öll félög kynni sér listann bæði hvað varðar stöðu leikmanna frá fyrra ári og einnig stöðu leikmanna sem gengið hafa til liðs við félagið. Listarnir gefa ekki upplýsingar um óúttekin leikbönn í öðrum flokkum,“ segir í tilkynningu frá Knattspyrnusambands Íslands. Serbinn Dusan Brkovic byrjar tímabilið í þriggja leikja banni þar sem að hann fékk sitt þriðja rauða spjald á tímabilinu í lokaumferðinni í fyrra. Brkovic fékk rautt spjald í leik á móti FH í 22. umferð en einnig í fyrr leiknum á móti FH sem og í leik á móti Stjörnunni í 17. umferð. Brkovic missir því af leikjum á móti Leikni, ÍBV og Keflavík en ætti að spila fyrsta leik sinn á útivelli á móti KR í fjórðu umferðinni. Það er spurning hvort að Brkovic leggi í það að spila við FH í fimmtu umferðinni enda búinn að fá rautt spjald í síðustu tveimur leikjum sínum á móti Hafnarfjarðarliðinu. KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason og Víkingurinn Þórður Ingason eiga einnig eftir að taka út tvo leiki af banni sínu frá því að þeir fengu báðir rautt spjald í leik KR og Víkings í 21. umferðinni. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir leikmenn sem byrja sumarið 2022 í leikbanni. Leikmenn sem byrja sumarið 2022 í leikbanni: 3 leikir Davíð Smári Lamude Kórdrengir Dusan Brkovic KA 2 leikir Halldór Kristján Baldursson Kría Kjartan Henry Finnbogason KR Máni Snær Benediktsson Uppsveitir Þórður Ingason Víkingur R. 1 leikur Angantýr Máni Gautason Magni Anton Helgi Jóhannsson Tindastóll Ásgeir Þorri Ingunnarson Elliði Birkir Rafnsson Kría Fannar Freyr Guðmundsson ÍH Hajrudin Cardaklija Víkingur R. Halldóra Birta Sigfúsdóttir Valur Reyðarfirði Kristófer Einarsson Höttur Jose Mariano Saez Moreno Kormákur/Hvöt Ólína Sif Hilmarsdóttir Fjölnir Samara De Freitas Martins Lino Völsungur Stefan Penchev Balev Einherji Sigurður Bjarni Aadnegard Kormákur/Hvöt Sæmundur Sven A Schepsky Elliði Theodór Sveinjónsson (þjálfari) Fjölnir Guðlaugur Rúnar Pétursson Fram Besta deild karla KA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Það er eins gott að vera með stöðu leikbanna á hreinu. KSÍ aðstoðar við það með nýrri samantekt á vef sínum. Í samantekt sambandsins kemur fram hvaða leikmenn byrja nýtt tímabil í leikbanni. „Á listunum eru leikmenn skráðir í þau félög sem þeir fengu leikbann með. Frá þeim tíma kunna þessir leikmenn að hafa skipt um félag og er því mjög mikilvægt að öll félög kynni sér listann bæði hvað varðar stöðu leikmanna frá fyrra ári og einnig stöðu leikmanna sem gengið hafa til liðs við félagið. Listarnir gefa ekki upplýsingar um óúttekin leikbönn í öðrum flokkum,“ segir í tilkynningu frá Knattspyrnusambands Íslands. Serbinn Dusan Brkovic byrjar tímabilið í þriggja leikja banni þar sem að hann fékk sitt þriðja rauða spjald á tímabilinu í lokaumferðinni í fyrra. Brkovic fékk rautt spjald í leik á móti FH í 22. umferð en einnig í fyrr leiknum á móti FH sem og í leik á móti Stjörnunni í 17. umferð. Brkovic missir því af leikjum á móti Leikni, ÍBV og Keflavík en ætti að spila fyrsta leik sinn á útivelli á móti KR í fjórðu umferðinni. Það er spurning hvort að Brkovic leggi í það að spila við FH í fimmtu umferðinni enda búinn að fá rautt spjald í síðustu tveimur leikjum sínum á móti Hafnarfjarðarliðinu. KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason og Víkingurinn Þórður Ingason eiga einnig eftir að taka út tvo leiki af banni sínu frá því að þeir fengu báðir rautt spjald í leik KR og Víkings í 21. umferðinni. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir leikmenn sem byrja sumarið 2022 í leikbanni. Leikmenn sem byrja sumarið 2022 í leikbanni: 3 leikir Davíð Smári Lamude Kórdrengir Dusan Brkovic KA 2 leikir Halldór Kristján Baldursson Kría Kjartan Henry Finnbogason KR Máni Snær Benediktsson Uppsveitir Þórður Ingason Víkingur R. 1 leikur Angantýr Máni Gautason Magni Anton Helgi Jóhannsson Tindastóll Ásgeir Þorri Ingunnarson Elliði Birkir Rafnsson Kría Fannar Freyr Guðmundsson ÍH Hajrudin Cardaklija Víkingur R. Halldóra Birta Sigfúsdóttir Valur Reyðarfirði Kristófer Einarsson Höttur Jose Mariano Saez Moreno Kormákur/Hvöt Ólína Sif Hilmarsdóttir Fjölnir Samara De Freitas Martins Lino Völsungur Stefan Penchev Balev Einherji Sigurður Bjarni Aadnegard Kormákur/Hvöt Sæmundur Sven A Schepsky Elliði Theodór Sveinjónsson (þjálfari) Fjölnir Guðlaugur Rúnar Pétursson Fram
Leikmenn sem byrja sumarið 2022 í leikbanni: 3 leikir Davíð Smári Lamude Kórdrengir Dusan Brkovic KA 2 leikir Halldór Kristján Baldursson Kría Kjartan Henry Finnbogason KR Máni Snær Benediktsson Uppsveitir Þórður Ingason Víkingur R. 1 leikur Angantýr Máni Gautason Magni Anton Helgi Jóhannsson Tindastóll Ásgeir Þorri Ingunnarson Elliði Birkir Rafnsson Kría Fannar Freyr Guðmundsson ÍH Hajrudin Cardaklija Víkingur R. Halldóra Birta Sigfúsdóttir Valur Reyðarfirði Kristófer Einarsson Höttur Jose Mariano Saez Moreno Kormákur/Hvöt Ólína Sif Hilmarsdóttir Fjölnir Samara De Freitas Martins Lino Völsungur Stefan Penchev Balev Einherji Sigurður Bjarni Aadnegard Kormákur/Hvöt Sæmundur Sven A Schepsky Elliði Theodór Sveinjónsson (þjálfari) Fjölnir Guðlaugur Rúnar Pétursson Fram
Besta deild karla KA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira