Hundrað dollara gerviseðill vekur furðu í Íslandsbanka Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2022 14:23 Að sögn Björns Berg fóru þau hjá Íslandsbanka í það að kanna málið og niðurstaðan er sú að nánast ómögulegt er að annað eins og það að maður hafi fengið gerviseðil í hendur frá bankanum hafi getað hafa átt sér stað. vísir/vilhelm/skjáskot Ómögulegt er að ganga úr skugga um hvaðan 100 dollara gerviseðill kemur en íslenskur ferðalangur telur næsta víst að seðilinn hafi hann fengið í hendur við gjaldeyriskaup í Íslandsbanka. Björn Berg Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, rak upp stór augu í morgun, eins og reyndar margir aðrir lesendur Vísis þegar hann las frétt um falsaðan hundrað dollara seðil sem íslenskur ferðalangur í Flórída notaði í viðskiptum. Frásögnin með miklum ólíkindum Sá hefði getað lent í miklum vandræðum enda eru viðskipti með slíka seðla litin alvarlegum augum víðast hvar og þá ekki síst í Bandaríkjunum. En hann slapp fyrir horn eftir að hinn snarráði Pétur Sigurðsson fasteignasali, sem þar er búsettur og öllum hnútum kunnugur, gekk í málið. Frásögnin er með nokkrum ólíkindum, svo mjög að ýmsir hafa talið að um aprílgabb sé að ræða. Björn Berg segir að hann og þau í Íslandsbanka hafi þegar farið í að skoða málið en ekki fundið neitt sem bendir til að það hefði getað gerst að maðurinn hafi fengið slíkan seðil frá bankanum. „Við höfum ekki séð neitt sem bendir til að þetta geti hafa gerst,“ segir Björn Berg. Hann segir starfsfólk Íslandsbanka koma af fjöllum en maðurinn sem um ræðir telur næsta víst að seðilinn hafi hann fengið í hendur frá útibúi Íslandsbanka á Ártúnshöfða fyrir rúmum tveimur árum eða skömmu áður en því útibúi var lokað. Maðurinn hefur haft þann hátt á, allt frá fjármálahruni, að hafa alltaf til taks gjaldeyri til vonar og vara. Bankafólk kemur af fjöllum „Ekkert í líkingu við þetta hefur komið upp. Ég hef aldrei heyrt af öðru eins,“ segir Björn. Hann útskýrir að allt reiðufé í erlendum gjaldeyri sem þeir svo láti viðskiptavini sína fá komi frá erlendum þjónustuaðilum, einkum dönskum bönkum. „Þetta kemur að utan og er þar skimað margsinnis fyrir svona löguðu – fölsunum. Og líka hjá okkur. Þannig að þetta geta ekki verið mannleg mistök,“ segir Björn. Hann segir að fólk geti rétt ímyndað sér hvort fólk í bankanum hafi ekki rekið upp stór augu – komið af fjöllum; þegar það sá þessa frásögn. Björn Berg segir að niðurstaða bankans sé, eftir athugun, sú að það sé afar ólíklegt, nánast útilokað, að maðurinn hafi fengið gerviseðilinn frá Íslandsbanka. Og það sem meira er, það er vonlaust að sannreyna það. Rætt var við Pétur í Bítinu um þetta dularfulla mál og finna má það viðtal í spilaranum hér neðar. Íslendingar erlendis Íslenskir bankar Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Sjá meira
Björn Berg Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, rak upp stór augu í morgun, eins og reyndar margir aðrir lesendur Vísis þegar hann las frétt um falsaðan hundrað dollara seðil sem íslenskur ferðalangur í Flórída notaði í viðskiptum. Frásögnin með miklum ólíkindum Sá hefði getað lent í miklum vandræðum enda eru viðskipti með slíka seðla litin alvarlegum augum víðast hvar og þá ekki síst í Bandaríkjunum. En hann slapp fyrir horn eftir að hinn snarráði Pétur Sigurðsson fasteignasali, sem þar er búsettur og öllum hnútum kunnugur, gekk í málið. Frásögnin er með nokkrum ólíkindum, svo mjög að ýmsir hafa talið að um aprílgabb sé að ræða. Björn Berg segir að hann og þau í Íslandsbanka hafi þegar farið í að skoða málið en ekki fundið neitt sem bendir til að það hefði getað gerst að maðurinn hafi fengið slíkan seðil frá bankanum. „Við höfum ekki séð neitt sem bendir til að þetta geti hafa gerst,“ segir Björn Berg. Hann segir starfsfólk Íslandsbanka koma af fjöllum en maðurinn sem um ræðir telur næsta víst að seðilinn hafi hann fengið í hendur frá útibúi Íslandsbanka á Ártúnshöfða fyrir rúmum tveimur árum eða skömmu áður en því útibúi var lokað. Maðurinn hefur haft þann hátt á, allt frá fjármálahruni, að hafa alltaf til taks gjaldeyri til vonar og vara. Bankafólk kemur af fjöllum „Ekkert í líkingu við þetta hefur komið upp. Ég hef aldrei heyrt af öðru eins,“ segir Björn. Hann útskýrir að allt reiðufé í erlendum gjaldeyri sem þeir svo láti viðskiptavini sína fá komi frá erlendum þjónustuaðilum, einkum dönskum bönkum. „Þetta kemur að utan og er þar skimað margsinnis fyrir svona löguðu – fölsunum. Og líka hjá okkur. Þannig að þetta geta ekki verið mannleg mistök,“ segir Björn. Hann segir að fólk geti rétt ímyndað sér hvort fólk í bankanum hafi ekki rekið upp stór augu – komið af fjöllum; þegar það sá þessa frásögn. Björn Berg segir að niðurstaða bankans sé, eftir athugun, sú að það sé afar ólíklegt, nánast útilokað, að maðurinn hafi fengið gerviseðilinn frá Íslandsbanka. Og það sem meira er, það er vonlaust að sannreyna það. Rætt var við Pétur í Bítinu um þetta dularfulla mál og finna má það viðtal í spilaranum hér neðar.
Íslendingar erlendis Íslenskir bankar Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Sjá meira