Sunna Karen verðlaunuð fyrir umfjöllun ársins Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. apríl 2022 18:19 Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Vísir/Vilhelm Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi hlaut nú síðdegis Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir umfjöllun ársins. Hún fjallaði um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni fékk Blaðamannaverðlaun ársins, Ásdís Ásgeirsdóttir á Morgunblaðinu var verðlaunuð fyrir viðtal ársins og Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum fengu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Sigurvegarar kvöldsins frá vinstri: Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Ásdís Ásgeirsdóttir, Aðalsteinn Kjartansson, Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson.Vísir/Erla Rökstuðningur dómnefndar: Ásdís Ásgeirsdóttir, Morgunblaðinu, fær verðlaun fyrir viðtal ársins: Fyrir viðtal við Óla Björn Pétursson. Hann greinir þar frá grófu kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir á unglingsaldri. Frásögnin er sláandi en afar upplýsandi og sækir á lesandann sem fær raunsanna lýsingu á því hvernig unglingur er ginntur af barnaníðingi. Honum var haldið með hótunum og ofbeldi en tekst svo að losa sig og endurheimta líf sitt. Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, Kjarnanum, fá verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins: Fyrir fréttaskýringar þar sem ljóstrað var upp um óeðlilega hagsmunagæslu svokallaðrar Skæruliðadeildar Samherja. Þær sýndu hvernig fulltrúar þessa stórfyrirtækis reyndu til að mynda að hafa áhrif á formannskjör í stéttarfélagi blaðamanna og kjör á lista Sjálfstæðisflokksins í heimakjördæmi fyrirtækisins. Fréttaskýringarnar gáfu greinagóða mynd af óvönduðum meðölum fjársterks fyrirtækis í hagsmunabaráttu þess. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Stöð 2, Bylgjunni og Vísi, fær verðlaun fyrir umfjöllun ársins: Fyrir umfjöllun um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sunna Karen hóf umfjöllun um málið, fylgdi því eftir og varpaði ljósi á umfang þess. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem og hjá landlækni og í heilbrigðisráðuneytinu. Í kjölfar umfjöllunarinnar var ákveðið að læknirinn skyldi ekki lengur starfa í beinum tengslum við sjúklinga. Aðalsteinn Kjartansson, Stundinni, fær blaðamannaverðlaun ársins Fyrir vandaða og afhjúpandi umfjöllun um fjölda mála, svo sem greiningu á eignum og eignatengslum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem dráttur var á hjá ráðuneyti málaflokksins, rannsókn lögregluyfirvalda á Samherja, og um svokallaða skæruliðadeild Samherja, auk aflandsleka í svonefndum Pandóruskjölum. Skrif Aðalsteins hafa haft áhrif á samfélagið og almenna samfélagsumræðu. Í fréttinni hér að neðan má sjá þá sem hlutu tilnefningu. Fjölmiðlar Læknamistök á HSS Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni fékk Blaðamannaverðlaun ársins, Ásdís Ásgeirsdóttir á Morgunblaðinu var verðlaunuð fyrir viðtal ársins og Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum fengu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Sigurvegarar kvöldsins frá vinstri: Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Ásdís Ásgeirsdóttir, Aðalsteinn Kjartansson, Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson.Vísir/Erla Rökstuðningur dómnefndar: Ásdís Ásgeirsdóttir, Morgunblaðinu, fær verðlaun fyrir viðtal ársins: Fyrir viðtal við Óla Björn Pétursson. Hann greinir þar frá grófu kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir á unglingsaldri. Frásögnin er sláandi en afar upplýsandi og sækir á lesandann sem fær raunsanna lýsingu á því hvernig unglingur er ginntur af barnaníðingi. Honum var haldið með hótunum og ofbeldi en tekst svo að losa sig og endurheimta líf sitt. Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, Kjarnanum, fá verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins: Fyrir fréttaskýringar þar sem ljóstrað var upp um óeðlilega hagsmunagæslu svokallaðrar Skæruliðadeildar Samherja. Þær sýndu hvernig fulltrúar þessa stórfyrirtækis reyndu til að mynda að hafa áhrif á formannskjör í stéttarfélagi blaðamanna og kjör á lista Sjálfstæðisflokksins í heimakjördæmi fyrirtækisins. Fréttaskýringarnar gáfu greinagóða mynd af óvönduðum meðölum fjársterks fyrirtækis í hagsmunabaráttu þess. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Stöð 2, Bylgjunni og Vísi, fær verðlaun fyrir umfjöllun ársins: Fyrir umfjöllun um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sunna Karen hóf umfjöllun um málið, fylgdi því eftir og varpaði ljósi á umfang þess. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem og hjá landlækni og í heilbrigðisráðuneytinu. Í kjölfar umfjöllunarinnar var ákveðið að læknirinn skyldi ekki lengur starfa í beinum tengslum við sjúklinga. Aðalsteinn Kjartansson, Stundinni, fær blaðamannaverðlaun ársins Fyrir vandaða og afhjúpandi umfjöllun um fjölda mála, svo sem greiningu á eignum og eignatengslum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem dráttur var á hjá ráðuneyti málaflokksins, rannsókn lögregluyfirvalda á Samherja, og um svokallaða skæruliðadeild Samherja, auk aflandsleka í svonefndum Pandóruskjölum. Skrif Aðalsteins hafa haft áhrif á samfélagið og almenna samfélagsumræðu. Í fréttinni hér að neðan má sjá þá sem hlutu tilnefningu.
Fjölmiðlar Læknamistök á HSS Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira