„Það stenst enginn þetta augnaráð“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. apríl 2022 13:28 Við fengum að klappa Gaur í gær, sem er ekki á eiginlegri vakt þegar hann er ekki í leiðsögubeisli sínu. Þá er hann venjulegur hundur. vísir Það mun vanta sjö leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta á landinu á næstu árum. Við hittum Kela, eiganda leiðsöguhunds, í miðbæ Reykjavíkur í gær sem lýsti afar nánu sambandi sínu við besta vin sinn - Gaur. Lionshreyfingin á Íslandi selur nú rauðu fjöðrina svokölluðu í samstarfi við Blindrafélagið til að tryggja framboð af leiðsöguhundum hér á landi. Þeir eru nú 12 talsins en ljóst er að hér vantar um sjö til viðbótar, hið minnsta, á næstu árum. Þeir félagar Þorkell Jóhann Steindal og leiðsöguhundur hans Gaur voru staddir niðri í miðbæ í gær til að selja fjöðrina. Við spjölluðum við þá fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2, sem er hægt að sjá hér að neðan: Leiðsöguhundar þurfa að fara í gegn um langa og stranga þjálfun í Svíþjóð áður en þeir koma til landsins og það kostar sitt. „Fyrsta ár ævi sinnar eru þeir hjá fósturfjölskyldu þar sem þeir læra guðsótta og góða siði hjá heilbrigðum sænskum fjölskyldum og svo fara þeir í bara svona eins og heimavistarskóli fyrir hunda,“ útskýrir Þorkell, eða Keli, fyrir okkur. Keli segir svakalegt að fylgjast með áhrifum leiðsöguhunda á eigendur sína. vísir Og þar eru hundarnir annað ár áður en þeir fá loks að koma til Íslands, tveggja ára gamlir, og taka til starfa. Fólki líður betur og fær meira sjálfstraust Keli segir hundana þó gegna fjölþættara hlutverki en að vísa fólki veginn. Þeir eru nefnilega ansi góður félagsskapur. „Ég hef nú orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fylgjast með notendum fá hundana sína og góðu áhrifin sem þessi kvikindi hafa á fólk, það er bara magnað,“ segir Þorkell. „Fólki líður betur, það fær meira sjálfstraust og svo eru þetta svo yndisleg kvikindi að þau verða svona til þess að auka verulega á tíðni jákvæðra samskipta við nærumhverfi manns og annað fólk,“ segir hann. Fólk átti erfitt með að segja nei við Gaur í gær. vísir Þeim Kela og Gaur hefur gengið ansi vel að selja rauðu fjöðrina Það er nefnilega ekki verra að vera með krúttlegan hund þegar á að sannfæra fólk. „Við höfum svoldið klínt út með þessu ef fólk á erfitt með að ákveða sig. Sagt bara: Áður en þú ákveður þig horfðu þá í augun á þessum hundi. Það stenst enginn þetta augnaráð,“ segir Keli. Dýr Reykjavík Hundar Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Lionshreyfingin á Íslandi selur nú rauðu fjöðrina svokölluðu í samstarfi við Blindrafélagið til að tryggja framboð af leiðsöguhundum hér á landi. Þeir eru nú 12 talsins en ljóst er að hér vantar um sjö til viðbótar, hið minnsta, á næstu árum. Þeir félagar Þorkell Jóhann Steindal og leiðsöguhundur hans Gaur voru staddir niðri í miðbæ í gær til að selja fjöðrina. Við spjölluðum við þá fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2, sem er hægt að sjá hér að neðan: Leiðsöguhundar þurfa að fara í gegn um langa og stranga þjálfun í Svíþjóð áður en þeir koma til landsins og það kostar sitt. „Fyrsta ár ævi sinnar eru þeir hjá fósturfjölskyldu þar sem þeir læra guðsótta og góða siði hjá heilbrigðum sænskum fjölskyldum og svo fara þeir í bara svona eins og heimavistarskóli fyrir hunda,“ útskýrir Þorkell, eða Keli, fyrir okkur. Keli segir svakalegt að fylgjast með áhrifum leiðsöguhunda á eigendur sína. vísir Og þar eru hundarnir annað ár áður en þeir fá loks að koma til Íslands, tveggja ára gamlir, og taka til starfa. Fólki líður betur og fær meira sjálfstraust Keli segir hundana þó gegna fjölþættara hlutverki en að vísa fólki veginn. Þeir eru nefnilega ansi góður félagsskapur. „Ég hef nú orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fylgjast með notendum fá hundana sína og góðu áhrifin sem þessi kvikindi hafa á fólk, það er bara magnað,“ segir Þorkell. „Fólki líður betur, það fær meira sjálfstraust og svo eru þetta svo yndisleg kvikindi að þau verða svona til þess að auka verulega á tíðni jákvæðra samskipta við nærumhverfi manns og annað fólk,“ segir hann. Fólk átti erfitt með að segja nei við Gaur í gær. vísir Þeim Kela og Gaur hefur gengið ansi vel að selja rauðu fjöðrina Það er nefnilega ekki verra að vera með krúttlegan hund þegar á að sannfæra fólk. „Við höfum svoldið klínt út með þessu ef fólk á erfitt með að ákveða sig. Sagt bara: Áður en þú ákveður þig horfðu þá í augun á þessum hundi. Það stenst enginn þetta augnaráð,“ segir Keli.
Dýr Reykjavík Hundar Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira