Nýtt í Sundhöll Selfoss – Klór úr salti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. apríl 2022 13:03 Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg kveikti formlega á nýja kerfinu í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt klórframleiðslukerfi hefur verið tekið í notkun í Sundhöll Selfoss, sem er miklu umhverfisvænna og hagkvæmara í rekstri heldur en aðkeypti klórinn og kolsýran sem var keyptum áður fyrir laugina. Nýi búnaðurinn framleiðir klór úr salti. Sundhöll Selfoss er einn af vinsælustu stöðunum hjá heimamönnum og ferðamönnum enda koma þar um 370 þúsund gestir árlega. Klór skipar stóran sess í sundlaugum. Margir eru viðkvæmir fyrir klórnum en aðrir finna ekki fyrir honum. Pokar fullir af salti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú var verið að taka í notkun nýtt klórframleiðslukerfi í sundlauginni, sem kemur frá Hollandi og kostaði um 45 milljónir króna. Magnús Gísli Sveinsson er forstöðumaður Sundhallar Selfoss. „Þessi búnaður framleiðir klór úr salti þannig að það verður til klórgas, sem fer beint út í laugarnar og hefur þessi góðu umhverfisvænu áhrif í staðinn fyrir gamla klórinn, sem fólk hafði ákveðið óþol fyrir. Þetta er ótrúlega flott tækni og mögnuð því við þurfum eiginlega ekkert að koma þessu. Þessi búnaður hefur verið í 11 ár á Íslandi og reynslan hefur sýnt fram á að hann endist mjög vel og er bæði umhverfisvænn og sparar mikið fjármagn,“ segir Magnús Gísli. Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss er alsæll með nýja klórframleiðslukerfið í sundlauginni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sundlaugargestir eigi að finna miklu minni klórlykt með nýja búnaðinum, sundfatnaður endist lengur og þá sé allt annað vinnuumhverfi fyrir starfsfólk laugarinnar með nýja búnaðinum. Salt í blandaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er eiginlega risaskref, þetta er langstærsta skrefið og svo langar okkur að taka það eins langt og hægt er með því að fara í Svansvottun, en það væri verðugt markmið að fara þangað,“ bætir hann við. Magnús segist vera mjög bjartsýnn með vorið og sumarið hvað varðar gestafjölda í Sundhöll Selfoss. „Já, ég á von á mikilli aukningu í sumar, bæði Íslendingum og ferðamönnum erlendum, þannig að við erum bara spennt fyrir sumrinu og höldum í vonina að við fáum að uppfæra hjá okkur útisvæðið á næstu árum.“ Bæjarfulltrúar í Árborg fengu m.a. kynningu á nýja kerfinu í Sundhöll Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sundlaugar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Sundhöll Selfoss er einn af vinsælustu stöðunum hjá heimamönnum og ferðamönnum enda koma þar um 370 þúsund gestir árlega. Klór skipar stóran sess í sundlaugum. Margir eru viðkvæmir fyrir klórnum en aðrir finna ekki fyrir honum. Pokar fullir af salti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú var verið að taka í notkun nýtt klórframleiðslukerfi í sundlauginni, sem kemur frá Hollandi og kostaði um 45 milljónir króna. Magnús Gísli Sveinsson er forstöðumaður Sundhallar Selfoss. „Þessi búnaður framleiðir klór úr salti þannig að það verður til klórgas, sem fer beint út í laugarnar og hefur þessi góðu umhverfisvænu áhrif í staðinn fyrir gamla klórinn, sem fólk hafði ákveðið óþol fyrir. Þetta er ótrúlega flott tækni og mögnuð því við þurfum eiginlega ekkert að koma þessu. Þessi búnaður hefur verið í 11 ár á Íslandi og reynslan hefur sýnt fram á að hann endist mjög vel og er bæði umhverfisvænn og sparar mikið fjármagn,“ segir Magnús Gísli. Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss er alsæll með nýja klórframleiðslukerfið í sundlauginni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sundlaugargestir eigi að finna miklu minni klórlykt með nýja búnaðinum, sundfatnaður endist lengur og þá sé allt annað vinnuumhverfi fyrir starfsfólk laugarinnar með nýja búnaðinum. Salt í blandaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er eiginlega risaskref, þetta er langstærsta skrefið og svo langar okkur að taka það eins langt og hægt er með því að fara í Svansvottun, en það væri verðugt markmið að fara þangað,“ bætir hann við. Magnús segist vera mjög bjartsýnn með vorið og sumarið hvað varðar gestafjölda í Sundhöll Selfoss. „Já, ég á von á mikilli aukningu í sumar, bæði Íslendingum og ferðamönnum erlendum, þannig að við erum bara spennt fyrir sumrinu og höldum í vonina að við fáum að uppfæra hjá okkur útisvæðið á næstu árum.“ Bæjarfulltrúar í Árborg fengu m.a. kynningu á nýja kerfinu í Sundhöll Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sundlaugar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent