Framhaldsskólaleikarnir: Sjáðu Tækniskólann tryggja sér titilinn annað árið í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. apríl 2022 23:00 Ousic tryggir Tækniskólanum sigurinn þegar hann kemur liðinu í 3-1 í oddaleik í Rocket League. Stöð 2 eSport Tækniskólinn tryggði sér sigur á Framhaldsskólaleikum Rafíþróttasamtaka Íslands með sigri gegn FVA í úrslitaviðureigninni síðastliðinn fimmtudag. Þetta er annað árið sem Framhaldsskólaleikarnir eru haldnir og í bæði skiptin hefur Tækniskólinn tekið titilinn með sér heim. Skólarnir hófu leik í CS:GO og þar var það Tækniskólinn sem hafði betur. Því næst var keppt í FIFA, en þar voru það liðsmenn FVA sem báru sigur úr býtum og því var ljóst að úrslitin myndur ráðast í Rocket League. Í Rocket League þarf að vinna tvo af þrem leikjum til að sigra viðureignina. Tækniskólinn vann fyrsta leikinn, en FVA hafði betur í öðrum leiknum og því réðust úrslitin í oddaleik. Það voru að lokum liðsmenn tækniskólans sem tryggðu sér sigur á Framhaldsskólaleikunum. Liðið vann 3-2 sigur í lokaleiknum þar sem Ousic skoraði sigurmark Tækniskólans þegar aðeins 40 sekúndur voru eftir, en Bergur lagaði stöðuna fyrir FVA 15 sekúndum síðar. Kristján Einar Kristjánsson lýsti viðureigninni og hann var vægast sagt spenntur á lokasekúndunum. Seinustu andartök viðureignarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: FRÍS: Tækniskólinn tryggir sér titilinn Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn
Þetta er annað árið sem Framhaldsskólaleikarnir eru haldnir og í bæði skiptin hefur Tækniskólinn tekið titilinn með sér heim. Skólarnir hófu leik í CS:GO og þar var það Tækniskólinn sem hafði betur. Því næst var keppt í FIFA, en þar voru það liðsmenn FVA sem báru sigur úr býtum og því var ljóst að úrslitin myndur ráðast í Rocket League. Í Rocket League þarf að vinna tvo af þrem leikjum til að sigra viðureignina. Tækniskólinn vann fyrsta leikinn, en FVA hafði betur í öðrum leiknum og því réðust úrslitin í oddaleik. Það voru að lokum liðsmenn tækniskólans sem tryggðu sér sigur á Framhaldsskólaleikunum. Liðið vann 3-2 sigur í lokaleiknum þar sem Ousic skoraði sigurmark Tækniskólans þegar aðeins 40 sekúndur voru eftir, en Bergur lagaði stöðuna fyrir FVA 15 sekúndum síðar. Kristján Einar Kristjánsson lýsti viðureigninni og hann var vægast sagt spenntur á lokasekúndunum. Seinustu andartök viðureignarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: FRÍS: Tækniskólinn tryggir sér titilinn
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn