Hundrað kílómetrar af skjölum útistandandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. apríl 2022 20:08 Í dag má finna 46 hillukílómetra af skjölum á safninu. vísir/egill Þjóðskjalasafnið sér fram á mikla tæknivæðingu á næstu árum og segir öld pappírsins lokið. Fyrst verður þó að innheimta fjölda skjala sem hafa ekki skilað sér til safnsins og gæti safnkosturinn tvöfaldast við það. Safnið fagnaði 140 ára afmæli sínu í gær og hélt að því tilefni sýningu á ýmsum gersemum sínum í dag. Á meðal þeirra er tillaga sjálfs Kjarvals að íslenska þjóðfánanum og einhverja frægasta fundargerð Íslandssögunnar með orðum Jóns Sigurðssonar og félaga hans: Vér mótmælum allir! Fundargerðarbók Þjóðfundarins 1851 er varðveitt í Þjóðskjalasafninu.vísir/egill Safnið státar þó af mun fleiri skjölum af öllum toga. Í stærsta geymslurými safnsins, sem er ansi stórt eins og við komumst að þegar við heimsóttum það í dag eru 3,5 hillukílómetri af skjölum. Þetta er þó aðeins lítill hluti af safnkostinum. Á safninu öllu eru nefnilega 46 hillukílómetrar af pappírsskjölum. Ef öskjunum sem skjölin eru geymd í yrði þannig raðað upp hlið við hlið myndu þær ná frá Reykjavík og alla leið til Hveragerðis. Og raunar tveimur kílómetrum lengra. Hundrað kílómetrar útistandandi Og ljóst er að safnið á eftir að stækka ansi mikið í náinni framtíð. „Það er mikið sem er útistandandi enn þá hjá afhendingarskyldum aðilum,“ segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. Hafa þeir ekki verið alveg nógu duglegir að skila inn gögnum til ykkar? „Það má alltaf gera betur. En við þurfum líka að hafa húsnæði til að taka við því.“ Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. vísir/egill Og sá tíu þúsund fermetra húsakostur sem safnið státar af í dag dugir ekki undir allt það magn sem á eftir að skila sér. „Það má eiginlega segja að það séu kannski hundrað hillukílómetrar af gögnum,“ segir Hrefna. Þannig að safnkosturinn mun tvöfaldast eða hvað? „Njah, við ætlum að stefna að því að fá eins mikið af samtímanum og við getum á rafrænu formi þannig við stefnum að því að hann muni ekki alveg ná að tvöfaldast. En svona kannski nálægt því.“ Og geymsla skjala á rafrænu formi tekur mun minna pláss en geymsla á pappír. Framtíðin liggur auðvitað í tækninni og því ljóst að söfnunarárátta okkar verði ekki eins plássfrek og hún hefur verið hingað til. Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira
Safnið fagnaði 140 ára afmæli sínu í gær og hélt að því tilefni sýningu á ýmsum gersemum sínum í dag. Á meðal þeirra er tillaga sjálfs Kjarvals að íslenska þjóðfánanum og einhverja frægasta fundargerð Íslandssögunnar með orðum Jóns Sigurðssonar og félaga hans: Vér mótmælum allir! Fundargerðarbók Þjóðfundarins 1851 er varðveitt í Þjóðskjalasafninu.vísir/egill Safnið státar þó af mun fleiri skjölum af öllum toga. Í stærsta geymslurými safnsins, sem er ansi stórt eins og við komumst að þegar við heimsóttum það í dag eru 3,5 hillukílómetri af skjölum. Þetta er þó aðeins lítill hluti af safnkostinum. Á safninu öllu eru nefnilega 46 hillukílómetrar af pappírsskjölum. Ef öskjunum sem skjölin eru geymd í yrði þannig raðað upp hlið við hlið myndu þær ná frá Reykjavík og alla leið til Hveragerðis. Og raunar tveimur kílómetrum lengra. Hundrað kílómetrar útistandandi Og ljóst er að safnið á eftir að stækka ansi mikið í náinni framtíð. „Það er mikið sem er útistandandi enn þá hjá afhendingarskyldum aðilum,“ segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. Hafa þeir ekki verið alveg nógu duglegir að skila inn gögnum til ykkar? „Það má alltaf gera betur. En við þurfum líka að hafa húsnæði til að taka við því.“ Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. vísir/egill Og sá tíu þúsund fermetra húsakostur sem safnið státar af í dag dugir ekki undir allt það magn sem á eftir að skila sér. „Það má eiginlega segja að það séu kannski hundrað hillukílómetrar af gögnum,“ segir Hrefna. Þannig að safnkosturinn mun tvöfaldast eða hvað? „Njah, við ætlum að stefna að því að fá eins mikið af samtímanum og við getum á rafrænu formi þannig við stefnum að því að hann muni ekki alveg ná að tvöfaldast. En svona kannski nálægt því.“ Og geymsla skjala á rafrænu formi tekur mun minna pláss en geymsla á pappír. Framtíðin liggur auðvitað í tækninni og því ljóst að söfnunarárátta okkar verði ekki eins plássfrek og hún hefur verið hingað til.
Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira