Hundrað kílómetrar af skjölum útistandandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. apríl 2022 20:08 Í dag má finna 46 hillukílómetra af skjölum á safninu. vísir/egill Þjóðskjalasafnið sér fram á mikla tæknivæðingu á næstu árum og segir öld pappírsins lokið. Fyrst verður þó að innheimta fjölda skjala sem hafa ekki skilað sér til safnsins og gæti safnkosturinn tvöfaldast við það. Safnið fagnaði 140 ára afmæli sínu í gær og hélt að því tilefni sýningu á ýmsum gersemum sínum í dag. Á meðal þeirra er tillaga sjálfs Kjarvals að íslenska þjóðfánanum og einhverja frægasta fundargerð Íslandssögunnar með orðum Jóns Sigurðssonar og félaga hans: Vér mótmælum allir! Fundargerðarbók Þjóðfundarins 1851 er varðveitt í Þjóðskjalasafninu.vísir/egill Safnið státar þó af mun fleiri skjölum af öllum toga. Í stærsta geymslurými safnsins, sem er ansi stórt eins og við komumst að þegar við heimsóttum það í dag eru 3,5 hillukílómetri af skjölum. Þetta er þó aðeins lítill hluti af safnkostinum. Á safninu öllu eru nefnilega 46 hillukílómetrar af pappírsskjölum. Ef öskjunum sem skjölin eru geymd í yrði þannig raðað upp hlið við hlið myndu þær ná frá Reykjavík og alla leið til Hveragerðis. Og raunar tveimur kílómetrum lengra. Hundrað kílómetrar útistandandi Og ljóst er að safnið á eftir að stækka ansi mikið í náinni framtíð. „Það er mikið sem er útistandandi enn þá hjá afhendingarskyldum aðilum,“ segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. Hafa þeir ekki verið alveg nógu duglegir að skila inn gögnum til ykkar? „Það má alltaf gera betur. En við þurfum líka að hafa húsnæði til að taka við því.“ Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. vísir/egill Og sá tíu þúsund fermetra húsakostur sem safnið státar af í dag dugir ekki undir allt það magn sem á eftir að skila sér. „Það má eiginlega segja að það séu kannski hundrað hillukílómetrar af gögnum,“ segir Hrefna. Þannig að safnkosturinn mun tvöfaldast eða hvað? „Njah, við ætlum að stefna að því að fá eins mikið af samtímanum og við getum á rafrænu formi þannig við stefnum að því að hann muni ekki alveg ná að tvöfaldast. En svona kannski nálægt því.“ Og geymsla skjala á rafrænu formi tekur mun minna pláss en geymsla á pappír. Framtíðin liggur auðvitað í tækninni og því ljóst að söfnunarárátta okkar verði ekki eins plássfrek og hún hefur verið hingað til. Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Safnið fagnaði 140 ára afmæli sínu í gær og hélt að því tilefni sýningu á ýmsum gersemum sínum í dag. Á meðal þeirra er tillaga sjálfs Kjarvals að íslenska þjóðfánanum og einhverja frægasta fundargerð Íslandssögunnar með orðum Jóns Sigurðssonar og félaga hans: Vér mótmælum allir! Fundargerðarbók Þjóðfundarins 1851 er varðveitt í Þjóðskjalasafninu.vísir/egill Safnið státar þó af mun fleiri skjölum af öllum toga. Í stærsta geymslurými safnsins, sem er ansi stórt eins og við komumst að þegar við heimsóttum það í dag eru 3,5 hillukílómetri af skjölum. Þetta er þó aðeins lítill hluti af safnkostinum. Á safninu öllu eru nefnilega 46 hillukílómetrar af pappírsskjölum. Ef öskjunum sem skjölin eru geymd í yrði þannig raðað upp hlið við hlið myndu þær ná frá Reykjavík og alla leið til Hveragerðis. Og raunar tveimur kílómetrum lengra. Hundrað kílómetrar útistandandi Og ljóst er að safnið á eftir að stækka ansi mikið í náinni framtíð. „Það er mikið sem er útistandandi enn þá hjá afhendingarskyldum aðilum,“ segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. Hafa þeir ekki verið alveg nógu duglegir að skila inn gögnum til ykkar? „Það má alltaf gera betur. En við þurfum líka að hafa húsnæði til að taka við því.“ Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. vísir/egill Og sá tíu þúsund fermetra húsakostur sem safnið státar af í dag dugir ekki undir allt það magn sem á eftir að skila sér. „Það má eiginlega segja að það séu kannski hundrað hillukílómetrar af gögnum,“ segir Hrefna. Þannig að safnkosturinn mun tvöfaldast eða hvað? „Njah, við ætlum að stefna að því að fá eins mikið af samtímanum og við getum á rafrænu formi þannig við stefnum að því að hann muni ekki alveg ná að tvöfaldast. En svona kannski nálægt því.“ Og geymsla skjala á rafrænu formi tekur mun minna pláss en geymsla á pappír. Framtíðin liggur auðvitað í tækninni og því ljóst að söfnunarárátta okkar verði ekki eins plássfrek og hún hefur verið hingað til.
Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira