Sannfærð um að hinir seku verði sóttir til saka Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2022 18:53 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist sannfærð um að Rússar verði sóttir til saka vegna stríðsglæpa. Það sagði hún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og sagði hún einnig að fregnir af ódæðum rússneskra hermanna í norðurhluta Úkraínu muni hafa áhrif á viðhorf umheimsins gagnvart innrásinni. „Þetta er meiri harka og þú finnur það á fólki að það kallar eftir enn frekari viðbrögðum,“ sagði hún. Þórdís Kolbrún sagðist ekki tilbúin til að segja til um hver þau væri en sagðist vera á leið á fund með utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins í vikunni. Þaðan fer hún svo til Litháens og í kjölfar þess er fundur hjá Evrópusambandinu sem Ísland og Noregur fengu boð um að taka þátt í. „Það kemur kannski í ljóst hvort það verður einhver breyting á, eða innspýting eða frekari aðstoð,“ sagði Þórdís Kolbrún. Aðspurð hvort hún telji að ódæðin muni leiða til harðari aðgerða gegn Rússum segist hún eiga von á því. Hún sagði einnig að verið væri að kanna hvernig hægt væri að láta menn svara til ábyrgðar og sækja menn til saka. Það gæti þó tekið tíma. „Annað er spurning um aðstoð núna og það er það sem úkraínska þjóðin er að kalla eftir. Þau þurfa aðstoð núna til að geta barist. Svo horfum við á þessar friðarviðræður, ef hægt er að kalla þær það, og auðvitað vonast maður til þess að eitthvað komi út úr því;“ sagði Þórdís Kolbrún. „En á meðan þetta er staðan og maður hlustar síðan á málflutning Rússa, sem segja þetta allt einhvern tilbúning og falsfréttir, þá getur maður ekki sagt að maður fyllist bjartsýni.“ Hún sagðist ekki sjá að mikill vilji væri til að stilla til friðar. Það þyrfti þó að gera á endanum. Það væri algerlega ömurlegt að horfa á það að ástandið væri að færast fjær friði. Hlusta má á viðtalið við Þórdísi Kolbrúnu í spilaranum hér að neðan. Um mögulega rannsókn á stríðsglæpum segir Þórdís Kolbrún ekki geta sagt til um hverja verði hægt að draga til ábyrgðar. Það væri einn maður sem bæri ábyrgð á þessari stöðu og það væri Vladimír Pútin, forseti Rússlands. Einnig væri spurning með aðra ráðamenn og yfirmenn í hernum. Það væri þó of snemmt að tala um það. Hún sagði það vera stærðarinnar verkefni og líklegt yrði að fleiri en einn einstaklingur yrðu látnir svara fyrir. Þórdís Kolbrún sagðist þó viss um að hinir seku yrðu á endanum dregnir til ábyrgðar. Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kallar Pútín stríðsglæpamann en telur ekki að um þjóðarmorð sé að ræða Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur farið fram á það að Vladímír Pútín Rússlandsforseti verði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu og fordæmdi fjöldamorðið í bænum Bucha. Forseti Úkraínu sakar Rússa um þjóðarmorð í bænum en Biden tekur ekki undir það. 4. apríl 2022 15:47 Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. 4. apríl 2022 12:59 Vaktin: Rússar sagðir undirbúa stóra sókn í austri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa gerst seka um stríðsglæpi í Bucha og víðar þar sem fólk hafi verið pyntað, konum nauðgað og börn myrt. Hann segist enn opinn fyrir friðaviðræðum en að það reynist þeim sífellt erfiðara að semja við Rússa. 4. apríl 2022 19:30 Hryllingur í Bucha: Fullyrðir að rússneskir hermenn séu verri en íslamska ríkið Utanríkisráðherra Úkraínu segir Rússa hafa framið fjöldamorð á almennum borgurum í bænum Bucha, þar sem lík liggja eins og hráviði á götum eftir brotthvarf Rússa. Vestrænir leiðtogar fordæma Rússa fyrir voðaverk á svæðinu og saka þá sumir um stríðsglæpi. 4. apríl 2022 00:00 Saka Rússa um þjóðarmorð í Bucha Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur sakað Rússa um þjóðarmorð eftir að Rússar yfirgáfu bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs fyrir helgi. Svo virðist sem tugir ef ekki fleiri almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í bænum af Rússum og grafa hefur þurft lík þeirra í fjöldagröfum. 3. apríl 2022 16:30 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Þetta er meiri harka og þú finnur það á fólki að það kallar eftir enn frekari viðbrögðum,“ sagði hún. Þórdís Kolbrún sagðist ekki tilbúin til að segja til um hver þau væri en sagðist vera á leið á fund með utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins í vikunni. Þaðan fer hún svo til Litháens og í kjölfar þess er fundur hjá Evrópusambandinu sem Ísland og Noregur fengu boð um að taka þátt í. „Það kemur kannski í ljóst hvort það verður einhver breyting á, eða innspýting eða frekari aðstoð,“ sagði Þórdís Kolbrún. Aðspurð hvort hún telji að ódæðin muni leiða til harðari aðgerða gegn Rússum segist hún eiga von á því. Hún sagði einnig að verið væri að kanna hvernig hægt væri að láta menn svara til ábyrgðar og sækja menn til saka. Það gæti þó tekið tíma. „Annað er spurning um aðstoð núna og það er það sem úkraínska þjóðin er að kalla eftir. Þau þurfa aðstoð núna til að geta barist. Svo horfum við á þessar friðarviðræður, ef hægt er að kalla þær það, og auðvitað vonast maður til þess að eitthvað komi út úr því;“ sagði Þórdís Kolbrún. „En á meðan þetta er staðan og maður hlustar síðan á málflutning Rússa, sem segja þetta allt einhvern tilbúning og falsfréttir, þá getur maður ekki sagt að maður fyllist bjartsýni.“ Hún sagðist ekki sjá að mikill vilji væri til að stilla til friðar. Það þyrfti þó að gera á endanum. Það væri algerlega ömurlegt að horfa á það að ástandið væri að færast fjær friði. Hlusta má á viðtalið við Þórdísi Kolbrúnu í spilaranum hér að neðan. Um mögulega rannsókn á stríðsglæpum segir Þórdís Kolbrún ekki geta sagt til um hverja verði hægt að draga til ábyrgðar. Það væri einn maður sem bæri ábyrgð á þessari stöðu og það væri Vladimír Pútin, forseti Rússlands. Einnig væri spurning með aðra ráðamenn og yfirmenn í hernum. Það væri þó of snemmt að tala um það. Hún sagði það vera stærðarinnar verkefni og líklegt yrði að fleiri en einn einstaklingur yrðu látnir svara fyrir. Þórdís Kolbrún sagðist þó viss um að hinir seku yrðu á endanum dregnir til ábyrgðar.
Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kallar Pútín stríðsglæpamann en telur ekki að um þjóðarmorð sé að ræða Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur farið fram á það að Vladímír Pútín Rússlandsforseti verði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu og fordæmdi fjöldamorðið í bænum Bucha. Forseti Úkraínu sakar Rússa um þjóðarmorð í bænum en Biden tekur ekki undir það. 4. apríl 2022 15:47 Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. 4. apríl 2022 12:59 Vaktin: Rússar sagðir undirbúa stóra sókn í austri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa gerst seka um stríðsglæpi í Bucha og víðar þar sem fólk hafi verið pyntað, konum nauðgað og börn myrt. Hann segist enn opinn fyrir friðaviðræðum en að það reynist þeim sífellt erfiðara að semja við Rússa. 4. apríl 2022 19:30 Hryllingur í Bucha: Fullyrðir að rússneskir hermenn séu verri en íslamska ríkið Utanríkisráðherra Úkraínu segir Rússa hafa framið fjöldamorð á almennum borgurum í bænum Bucha, þar sem lík liggja eins og hráviði á götum eftir brotthvarf Rússa. Vestrænir leiðtogar fordæma Rússa fyrir voðaverk á svæðinu og saka þá sumir um stríðsglæpi. 4. apríl 2022 00:00 Saka Rússa um þjóðarmorð í Bucha Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur sakað Rússa um þjóðarmorð eftir að Rússar yfirgáfu bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs fyrir helgi. Svo virðist sem tugir ef ekki fleiri almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í bænum af Rússum og grafa hefur þurft lík þeirra í fjöldagröfum. 3. apríl 2022 16:30 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Kallar Pútín stríðsglæpamann en telur ekki að um þjóðarmorð sé að ræða Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur farið fram á það að Vladímír Pútín Rússlandsforseti verði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu og fordæmdi fjöldamorðið í bænum Bucha. Forseti Úkraínu sakar Rússa um þjóðarmorð í bænum en Biden tekur ekki undir það. 4. apríl 2022 15:47
Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. 4. apríl 2022 12:59
Vaktin: Rússar sagðir undirbúa stóra sókn í austri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa gerst seka um stríðsglæpi í Bucha og víðar þar sem fólk hafi verið pyntað, konum nauðgað og börn myrt. Hann segist enn opinn fyrir friðaviðræðum en að það reynist þeim sífellt erfiðara að semja við Rússa. 4. apríl 2022 19:30
Hryllingur í Bucha: Fullyrðir að rússneskir hermenn séu verri en íslamska ríkið Utanríkisráðherra Úkraínu segir Rússa hafa framið fjöldamorð á almennum borgurum í bænum Bucha, þar sem lík liggja eins og hráviði á götum eftir brotthvarf Rússa. Vestrænir leiðtogar fordæma Rússa fyrir voðaverk á svæðinu og saka þá sumir um stríðsglæpi. 4. apríl 2022 00:00
Saka Rússa um þjóðarmorð í Bucha Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur sakað Rússa um þjóðarmorð eftir að Rússar yfirgáfu bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs fyrir helgi. Svo virðist sem tugir ef ekki fleiri almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í bænum af Rússum og grafa hefur þurft lík þeirra í fjöldagröfum. 3. apríl 2022 16:30