Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. apríl 2022 12:01 Hér til vinstri sést Sindri ásamt úkraínskri konu sinni á flótta frá landinu en hægra megin er mynd sem hefur farið víða í erlendum fjölmiðlum af gröf bæjarstjórans í Motishin. aðsend/ap/Efrem Lukatsky Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. Sindri Björnsson hefur búið í Úkraínu ásamt úkraínskri konu sinni og tveimur börnum í um þrjú ar. Þau bjuggu í úthverfi Kænugarðs en voru að byggja sér hús í litlum bæ, Motishin, skammt frá höfuðborginni. Gekk fram hjá húsinu okkar daglega Það er einn þeirra bæja sem Rússar hafa horfið frá og greindu fjölmiðlar frá því í gær að borgarstjórinn, Olga, hefði fundist þar látin ásamt fjölskyldu sinni. „Þessi Olga heitin hún var að hjálpa okkur mikið með alla pappírsvinnu, og ganga frá öllu og gekk fram hjá húsinu okkar daglega kvölds og morgna þegar hún fór í og úr vinnu. Þannig að við heilsuðum henni alla daga sem við hittum hana þarna,“ segir Sindri. Hann kemur varla orðum að því hversu sárar fréttir síðustu daga hafa verið en þau hjónin fóru gjarnan til bæjarins Bucha og versluðu þar. Þar hefur fjöldi almennra borgara fundist látinn eftir hernám Rússa. „Þetta er í raun og veru ólýsanlegt. Maður trúir því bara ekki að mannvonskan sé svona,“ segir Sindri. Þau hjónin flúðu Kænugarð á fyrstu dögum stríðsins og komu til Íslands eftir um mánaðarlangt ferðalag. Við ræddum við Sindra á fyrstu dögum stríðsins þegar þau voru að koma sér frá Úkraínu: Sindri segir mikla mildi að þau hafi ekki verið flutt inn í hús sitt í Motishin því þá hefðu þau ólíklega flúið land. Bærinn er pínulítill og var ekki hertekinn strax. Þau hefðu talið bæinn öruggan stað. Telur að þau hefðu sjálf verið á meðal fórnarlamba „Og lukkan okkar, segi ég, við ætluðum að vera flutt þarna í desember í þorpið. Svo varð svona hökt á framkvæmdum þannig við vorum ekki flutt,“ segir Sindri sem telur líklegt að þau fjölskyldan væru ekki á lífi í dag ef þau hefðu flutt inn í húsið á réttum tíma. Gröf Olgu, eiginmanns hennar og sonar. Með þeim liggur annar bæjarbúi. ap/efrem lukatsky Myndir af gröf bæjarstjórans hafa birst á erlendum miðlum en fimm lík hafa fundist í bænum. „Það er náttúrulega fleira fólk en bæjarstjórinn sem þeir tóku og fóru með út í skóg og eins víst að við hefðum verið í þeim hópi því að útlendingar eru ekki vinsælir hjá þeim ef við hefðum verið þarna,“ segir Sindri. Þau hjónin búa nú á æskuslóðum hans í Mýrdal og bíða af sér hörmungarnar en eru staðráðinn í að fara aftur til Úkraínu þegar stríðinu lýkur og taka þátt í að byggja bæinn Motishin upp á ný. „Þegar stríðinu lýkur verður nú einhver bið á að það verði búið að hreinsa. Ég get ekki farið með fjölskyldu í þetta eins og þetta lítur út í dag. Við stefnum á að fara til baka og taka þátt í uppbyggingu á þorpinu og reyna að koma öllu svona í horf.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Sindri Björnsson hefur búið í Úkraínu ásamt úkraínskri konu sinni og tveimur börnum í um þrjú ar. Þau bjuggu í úthverfi Kænugarðs en voru að byggja sér hús í litlum bæ, Motishin, skammt frá höfuðborginni. Gekk fram hjá húsinu okkar daglega Það er einn þeirra bæja sem Rússar hafa horfið frá og greindu fjölmiðlar frá því í gær að borgarstjórinn, Olga, hefði fundist þar látin ásamt fjölskyldu sinni. „Þessi Olga heitin hún var að hjálpa okkur mikið með alla pappírsvinnu, og ganga frá öllu og gekk fram hjá húsinu okkar daglega kvölds og morgna þegar hún fór í og úr vinnu. Þannig að við heilsuðum henni alla daga sem við hittum hana þarna,“ segir Sindri. Hann kemur varla orðum að því hversu sárar fréttir síðustu daga hafa verið en þau hjónin fóru gjarnan til bæjarins Bucha og versluðu þar. Þar hefur fjöldi almennra borgara fundist látinn eftir hernám Rússa. „Þetta er í raun og veru ólýsanlegt. Maður trúir því bara ekki að mannvonskan sé svona,“ segir Sindri. Þau hjónin flúðu Kænugarð á fyrstu dögum stríðsins og komu til Íslands eftir um mánaðarlangt ferðalag. Við ræddum við Sindra á fyrstu dögum stríðsins þegar þau voru að koma sér frá Úkraínu: Sindri segir mikla mildi að þau hafi ekki verið flutt inn í hús sitt í Motishin því þá hefðu þau ólíklega flúið land. Bærinn er pínulítill og var ekki hertekinn strax. Þau hefðu talið bæinn öruggan stað. Telur að þau hefðu sjálf verið á meðal fórnarlamba „Og lukkan okkar, segi ég, við ætluðum að vera flutt þarna í desember í þorpið. Svo varð svona hökt á framkvæmdum þannig við vorum ekki flutt,“ segir Sindri sem telur líklegt að þau fjölskyldan væru ekki á lífi í dag ef þau hefðu flutt inn í húsið á réttum tíma. Gröf Olgu, eiginmanns hennar og sonar. Með þeim liggur annar bæjarbúi. ap/efrem lukatsky Myndir af gröf bæjarstjórans hafa birst á erlendum miðlum en fimm lík hafa fundist í bænum. „Það er náttúrulega fleira fólk en bæjarstjórinn sem þeir tóku og fóru með út í skóg og eins víst að við hefðum verið í þeim hópi því að útlendingar eru ekki vinsælir hjá þeim ef við hefðum verið þarna,“ segir Sindri. Þau hjónin búa nú á æskuslóðum hans í Mýrdal og bíða af sér hörmungarnar en eru staðráðinn í að fara aftur til Úkraínu þegar stríðinu lýkur og taka þátt í að byggja bæinn Motishin upp á ný. „Þegar stríðinu lýkur verður nú einhver bið á að það verði búið að hreinsa. Ég get ekki farið með fjölskyldu í þetta eins og þetta lítur út í dag. Við stefnum á að fara til baka og taka þátt í uppbyggingu á þorpinu og reyna að koma öllu svona í horf.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira