Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2022 13:55 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld fylgjast vel með stöðunni. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. „Við gerum ráð fyrir frekari viðskiptaþvingunum. Við munum áfram hér eftir sem hingað til taka þátt í þeim. Það er eitthvað sem skýrist á næstu sólarhringum,“ segir Þórdís Kolbrún. Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa fimmtán rússneskum embættismönnum úr landi. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, greindi frá því í morgun að utanríkismálanefnd landsins hafi komist að þessari niðurstöðu. Þórdís var spurð hvort eitthvað slíkt yrði gert hér á landi. Hún benti á að rússneskir starfsmenn sendiráðsins væru öfáir. „Ef svarað er í sömu mynt þýðir það að við verðum ekki með starfrækt sendiráð í Rússlandi. Við tökum tillit til þess í okkar hagsmunamati og mati á stöðunni.“ Það sé alveg rétt að sífelld meiri harka færist í leikinn. „Þessar myndir og upplýsingar eru með algjörum ólíkindum og hörmungarnar af svo miklum skala að það er ótrúlegt að eftir allan þennan tíma séum við á rangri braut. Við eigum langt í land,“ segir Þórdís Kolbrún. Íslensk stjórnvöld fylgist með því hvað vina- og bandalagsþjóðir geri. „Nú eru þau orðin allmörg sem eru að senda hluta starfsmanna til baka. Þau eru með svo miklu meiri fjölda fólks. Við erum með örfá. Við munum áfram fylgjast með því sem önnur ríki gera,“ segir Þórdís Kolbrún. Þá var Þórdís spurð út í hlutverk starfsmanna sendiráðs Rússa hér á landi. „Það er alveg rétt að starfsmenn hér eru að fylgjast með því sem er að gerast í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Við höfum fundið fyrir því. En við erum meðvituð um það og höfum það í huga. Þau ríki, eins og Litháen, sem er að senda sendiherrann til baka eru ekki að slíta stjórnmálasambandi. Þannig að það er líka munur þar á. Við þurfum að taka tillit til þess hversu fámenn við erum í Rússlandi. Það er það sem vði þurfum að huga að. En það er hreyfing á þessu. Ég útiloka ekkert hvort okkar mat kunni að breyast. Að því leytinu fylgjumst við með,“ segir Þórdís. „Við sjáum bara í þessari stöðu hversu hratt hlutirnir geta breyst. Því miður erum við enn á leiðinni í ranga átt. Það lengist alltaf og lengist í land. Það er fátt sem ég get útilokað. Við allavega sjáum þróun annars staðar, sem er í þá veru að senda fleiri starfsmenn, jafnvel sendiherrann. Að því leytinu til ef við ætlum að fylgjast með og fylgja okkar vina- og bandalagsþjóðum þá eru þau nær því, þannig að já.“ Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. 5. apríl 2022 12:01 Vaktin: Segja 165 börn hafa látið lífið í átökunum til þessa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. 5. apríl 2022 22:25 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Við gerum ráð fyrir frekari viðskiptaþvingunum. Við munum áfram hér eftir sem hingað til taka þátt í þeim. Það er eitthvað sem skýrist á næstu sólarhringum,“ segir Þórdís Kolbrún. Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa fimmtán rússneskum embættismönnum úr landi. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, greindi frá því í morgun að utanríkismálanefnd landsins hafi komist að þessari niðurstöðu. Þórdís var spurð hvort eitthvað slíkt yrði gert hér á landi. Hún benti á að rússneskir starfsmenn sendiráðsins væru öfáir. „Ef svarað er í sömu mynt þýðir það að við verðum ekki með starfrækt sendiráð í Rússlandi. Við tökum tillit til þess í okkar hagsmunamati og mati á stöðunni.“ Það sé alveg rétt að sífelld meiri harka færist í leikinn. „Þessar myndir og upplýsingar eru með algjörum ólíkindum og hörmungarnar af svo miklum skala að það er ótrúlegt að eftir allan þennan tíma séum við á rangri braut. Við eigum langt í land,“ segir Þórdís Kolbrún. Íslensk stjórnvöld fylgist með því hvað vina- og bandalagsþjóðir geri. „Nú eru þau orðin allmörg sem eru að senda hluta starfsmanna til baka. Þau eru með svo miklu meiri fjölda fólks. Við erum með örfá. Við munum áfram fylgjast með því sem önnur ríki gera,“ segir Þórdís Kolbrún. Þá var Þórdís spurð út í hlutverk starfsmanna sendiráðs Rússa hér á landi. „Það er alveg rétt að starfsmenn hér eru að fylgjast með því sem er að gerast í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Við höfum fundið fyrir því. En við erum meðvituð um það og höfum það í huga. Þau ríki, eins og Litháen, sem er að senda sendiherrann til baka eru ekki að slíta stjórnmálasambandi. Þannig að það er líka munur þar á. Við þurfum að taka tillit til þess hversu fámenn við erum í Rússlandi. Það er það sem vði þurfum að huga að. En það er hreyfing á þessu. Ég útiloka ekkert hvort okkar mat kunni að breyast. Að því leytinu fylgjumst við með,“ segir Þórdís. „Við sjáum bara í þessari stöðu hversu hratt hlutirnir geta breyst. Því miður erum við enn á leiðinni í ranga átt. Það lengist alltaf og lengist í land. Það er fátt sem ég get útilokað. Við allavega sjáum þróun annars staðar, sem er í þá veru að senda fleiri starfsmenn, jafnvel sendiherrann. Að því leytinu til ef við ætlum að fylgjast með og fylgja okkar vina- og bandalagsþjóðum þá eru þau nær því, þannig að já.“
Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. 5. apríl 2022 12:01 Vaktin: Segja 165 börn hafa látið lífið í átökunum til þessa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. 5. apríl 2022 22:25 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Sindri þekkti bæjarstjórann sem Rússar skutu: Þetta hefðu getað verið við Íslenskur maður sem flúði Kænugarð segir mikla heppni að hann hafi ekki verið fluttur inn í hús sem hann var að byggja í bænum Motishin. Hann þekkti bæjarstjórann þar vel sem fannst í gær látin ásamt eiginmanni sínum og syni. Þau höfðu verið skotin af Rússum. 5. apríl 2022 12:01
Vaktin: Segja 165 börn hafa látið lífið í átökunum til þessa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. 5. apríl 2022 22:25