Í kvöldfréttum segjum við segjum frá því að meirihlutinn í Reykjavík sé fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna, en framsóknarflokkurinn er í stórsókn og fengi þrjá borgarfulltrúa.
Þessi könnun er reyndar gerð áður en upplýst var um umdeilda, meinta rasíska athugasemd Sigurðar Inga formanns flokksins í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Spurning hvort það mál muni hafa áhrif á gengi flokksins í sveitastjórnarkosningum í maí eða hvort það er þá löngu gleymt, grafið og fyrirgefið.
Svo ætlum við að líta á barnamenningarhátíð, gríðalegan áhuga fólks að komast í sumstarf hjá flugfélaginu Play og kynnum okkur laxveiðilandið Ísland sem er orðið eitt það eftirsóttasta nú þegar erfitt er að komast til Rússlands.