Handbolti

Viktor Gísli stóð vaktina er GOG fór áfram | Átta mörk Bjarka dugðu ekki til

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í liði GOG í kvöld er liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í liði GOG í kvöld er liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í danska liðinu GOG eru komnir í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í handbolta eftir samanlagðan tveggja marka sigur gegn Bidasoa Irun í kvöld, 33-31. Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo féllu hins vegar úr leik eftir jafntefli gegn Wisla Plick frá Póllandi.

Viktor Gísli og félagar hans unnu fyrri leik liðanna á útivelli með tveggja marka mun, 30-28, og liðið vann því samanlagðan sigur, 63-59. Viktor stóð vaktina í marki GOG í kvöld og varði 13 skot sem gerir rétt rúmlega 30 prósent markvörslu.

Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo eru hins vegar úr leik eftir jafntefli gegn Wisla Plock á útivelli, 28-28. Pólska liðið vann fyrri leik liðanna með þriggja marka mun og er því á leið í átta liða úrslit, á meðan Bjarki og félagar sitja eftir með sárt ennið. Bjarki var markahæsti maður vallarins í kvöld með átta mörk, en það dugði ekki til.

Að lokum eru Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten komnir áfram þrátt fyrir sex marka tap gegn Sävehof, 34-28. Kadetten vann fyrri leikinn með sex marka mun og Aðalsteinn og hans menn fara áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×