Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2022 21:30 Hundur stendur við hlið sex brenndra líka í Bucha. AP Photo/Felipe Dana Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. Zelesnskyy Úkraínuforseti sagði í dag að hann ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd allra þeirra sem daglega syrgðu ástvini sína eftir stríðsglæpi Rússa sem væru þeir verstu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann sýndi fulltrúum ráðsins myndir frá Bucha og Irpin þar sem hundruð kvenna, barna og karla voru limlest og myrt meðhrottafengnum hætti. Vólódímír Zelenskyy Úkraínuforseti ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag.AP/John Minchillo Forsetinn hvatti aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að afnema verði neitunarvald stórvelda í öryggisráðinu og draga alla þá sem framið hafi stríðsglæpi í Úkraínu fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól. Það ætti reka Rússa úr öryggisráðinu svo þeir gætu ekki stoppað ályktanir gegn eigin glæpum. „Við höfum óhrekjandi sannanir. Við höfum gervihnattamyndir og getum rannsakað málið til hlítar. Við höfum áhuga á því. Við viljum fullan aðgang fréttamanna og starfa óhindrað með alþjóðastofnunum. Við viljum aðkomu alþjóðaglæpadómstólsins. Við viljum fá allan sannleikann upp á borðið og draga menn til ábyrgðar,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu til öryggisráðsins í dag. Vassily Nebenzia er fastafulltrúi Rússa í öryggisráði sameinuðu þjóðanna. Lev Radin/Getty Vassily Nebenzia sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum hélt því blákalt fram á fréttamannafundi í dag að undir hernámi Rússa hafi íbúar Bucha verið frjálsir ferða sinna og getað tekið myndir og sett á samfélagsmiðla. Hann þvaðraði áfram um nasistastjórn í Kænugarði sem hefði sviðsett fjöldamorðin til að kenna Rússum um voðavek Úkraínumanna. „Hugsanlegt markmið þessarar ögrunar er hræðilegt og minnir á martraðir nasismans frá síðari heimstyrjöldinni,“ sagði sendiherrann. Forseti Úkraínu hafi gefið í skyn þegar hann heimsótti Bucha að þessar fölsuðu aðstæður yrðu notaðar sem átylla. „Með þessu staðfesti hann að stjórnin í Kænugarði telur þjóðarmorð vera aðferð í stríði. Nú hafa þjóðernissinnarnir fengið átyllu til að fremja fjöldamorð ásaklausum úkraínskum borgurum og aflífa þá sem svikara,“ sagði sendiherrann og bergmálar þar innihaldslausar fullyrðingar Putins til heimabrúks í sjónvarpsstöðvum sem allar eru undir hælnum á einræðisherranum. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins greindi frá nýjum refsiaðgerðum í dag. Öllum rússneskum skipum verður bannað að koma til hafnar í Evrópuríkjunum með örfáum undantekningum varðandi flutning nauðsynja og hjálpargagna, innflutningsbann sett á vörur allt frá timbri til lax og fleira. „Við munum leggja bann við kolainnflutning frá Rússlandi að andvirði fjögurra milljarða evra á ári,“ sagði von der Leyen. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir Skelfilegir stríðsglæpir koma í ljós Alþjóðleg mannréttindasamtök segja ljóst að rússneskir hermenn hafi framið ýmsa stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá íbúum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá. 3. apríl 2022 12:39 Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. 5. apríl 2022 15:52 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Zelesnskyy Úkraínuforseti sagði í dag að hann ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd allra þeirra sem daglega syrgðu ástvini sína eftir stríðsglæpi Rússa sem væru þeir verstu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann sýndi fulltrúum ráðsins myndir frá Bucha og Irpin þar sem hundruð kvenna, barna og karla voru limlest og myrt meðhrottafengnum hætti. Vólódímír Zelenskyy Úkraínuforseti ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag.AP/John Minchillo Forsetinn hvatti aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að afnema verði neitunarvald stórvelda í öryggisráðinu og draga alla þá sem framið hafi stríðsglæpi í Úkraínu fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól. Það ætti reka Rússa úr öryggisráðinu svo þeir gætu ekki stoppað ályktanir gegn eigin glæpum. „Við höfum óhrekjandi sannanir. Við höfum gervihnattamyndir og getum rannsakað málið til hlítar. Við höfum áhuga á því. Við viljum fullan aðgang fréttamanna og starfa óhindrað með alþjóðastofnunum. Við viljum aðkomu alþjóðaglæpadómstólsins. Við viljum fá allan sannleikann upp á borðið og draga menn til ábyrgðar,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu til öryggisráðsins í dag. Vassily Nebenzia er fastafulltrúi Rússa í öryggisráði sameinuðu þjóðanna. Lev Radin/Getty Vassily Nebenzia sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum hélt því blákalt fram á fréttamannafundi í dag að undir hernámi Rússa hafi íbúar Bucha verið frjálsir ferða sinna og getað tekið myndir og sett á samfélagsmiðla. Hann þvaðraði áfram um nasistastjórn í Kænugarði sem hefði sviðsett fjöldamorðin til að kenna Rússum um voðavek Úkraínumanna. „Hugsanlegt markmið þessarar ögrunar er hræðilegt og minnir á martraðir nasismans frá síðari heimstyrjöldinni,“ sagði sendiherrann. Forseti Úkraínu hafi gefið í skyn þegar hann heimsótti Bucha að þessar fölsuðu aðstæður yrðu notaðar sem átylla. „Með þessu staðfesti hann að stjórnin í Kænugarði telur þjóðarmorð vera aðferð í stríði. Nú hafa þjóðernissinnarnir fengið átyllu til að fremja fjöldamorð ásaklausum úkraínskum borgurum og aflífa þá sem svikara,“ sagði sendiherrann og bergmálar þar innihaldslausar fullyrðingar Putins til heimabrúks í sjónvarpsstöðvum sem allar eru undir hælnum á einræðisherranum. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins greindi frá nýjum refsiaðgerðum í dag. Öllum rússneskum skipum verður bannað að koma til hafnar í Evrópuríkjunum með örfáum undantekningum varðandi flutning nauðsynja og hjálpargagna, innflutningsbann sett á vörur allt frá timbri til lax og fleira. „Við munum leggja bann við kolainnflutning frá Rússlandi að andvirði fjögurra milljarða evra á ári,“ sagði von der Leyen.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir Skelfilegir stríðsglæpir koma í ljós Alþjóðleg mannréttindasamtök segja ljóst að rússneskir hermenn hafi framið ýmsa stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá íbúum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá. 3. apríl 2022 12:39 Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. 5. apríl 2022 15:52 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Skelfilegir stríðsglæpir koma í ljós Alþjóðleg mannréttindasamtök segja ljóst að rússneskir hermenn hafi framið ýmsa stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá íbúum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá. 3. apríl 2022 12:39
Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. 5. apríl 2022 15:52