Er meirihlutinn í Hafnarfirði að villa um fyrir fólki? Sigurður P. Sigmundsson skrifar 6. apríl 2022 11:00 Stjórnmálamenn eiga það til að gefa loforð sem þeir vita að ekki verði staðið við. Hver man ekki eftir göngum milli lands og Eyja, Sundarbraut og flutningi flugvallarins úr Reykjavík. Ekkert af þessu hefur gengið eftir. Nú bregður svo við að bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar í Hafnarfirði auglýsir grimmt þessa dagana byggingaráform þar sem stefnt er að því að bæjarbúum muni fjölga um 17 þúsund fyrir árið 2040. Til samanburðar þá fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar um rúm 10 þúsund á árunum 2000 til 2022. Besta mál að eitthvað sé loksins að gerast í byggingu íbúðahúsnæðis í bænum en fjölgun um 17 þúsund manns á 18 árum er algerlega óraunhæft. Slíkt myndi setja alltof mikinn þrýsting á uppbyggingu innviða. Þegar svona tölum um byggingaráform er slegið fram verður að gera kröfur um að nánari upplýsingar fylgi um hvað þurfi til að slíkt raungerist. Skoðum nokkur atriði: Hafnarfjarðarbær á mjög fáar lóðir á Hraun-vestur svæðinu, Flensborgarsvæðinu og Óseyrarsvæðinu. Hefur vissulega skipulagsvaldið en stýrir ekki hraða uppbyggingar. Lóðareigendur ráða þar för. Téður meirihluti virðist treysta á að Borgarlínan muni leysa að mestu aukna ferðaþörf á höfuðborgarsvæðinu. Um það ríkir óvissa auk þess sem Hafnarfjörður er aftarlega á framkvæmdaráætlun. Ekki hefur náðst samkomulag við Garðabæ og Vegagerðina um vegstæði ofanbyggðarvegar. Ólíklegt að niðurstaða fáist í það mál í bráð enda búið að vera í umræðunni í fjölda ára. Í samgönguáætlun ríkisins eru 12.600 m.kr. áætlaðar árin 2024-2029 í Reykjanesbrautina milli N1 Lækjargötu og Kaplakrika. Enn ekki búið að ákveða hvort vegakaflinn verði lagður í stokk eða önnur útfærsla valin. Stokkur yrði óhemju dýr og forsendan er sú að búið verði að leggja ofanbyggðarveginn til að taka við umferðarþunganum í tvö ár eða svo. Þetta eru einungis nokkur atriði sem upplýsa þarf almenning um áður en slegið er upp glæstum byggingaráformum. Við í Bæjarlistanum leggjum áherslu á vönduð og heiðarleg vinnubrögð. Höfundur er oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn eiga það til að gefa loforð sem þeir vita að ekki verði staðið við. Hver man ekki eftir göngum milli lands og Eyja, Sundarbraut og flutningi flugvallarins úr Reykjavík. Ekkert af þessu hefur gengið eftir. Nú bregður svo við að bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar í Hafnarfirði auglýsir grimmt þessa dagana byggingaráform þar sem stefnt er að því að bæjarbúum muni fjölga um 17 þúsund fyrir árið 2040. Til samanburðar þá fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar um rúm 10 þúsund á árunum 2000 til 2022. Besta mál að eitthvað sé loksins að gerast í byggingu íbúðahúsnæðis í bænum en fjölgun um 17 þúsund manns á 18 árum er algerlega óraunhæft. Slíkt myndi setja alltof mikinn þrýsting á uppbyggingu innviða. Þegar svona tölum um byggingaráform er slegið fram verður að gera kröfur um að nánari upplýsingar fylgi um hvað þurfi til að slíkt raungerist. Skoðum nokkur atriði: Hafnarfjarðarbær á mjög fáar lóðir á Hraun-vestur svæðinu, Flensborgarsvæðinu og Óseyrarsvæðinu. Hefur vissulega skipulagsvaldið en stýrir ekki hraða uppbyggingar. Lóðareigendur ráða þar för. Téður meirihluti virðist treysta á að Borgarlínan muni leysa að mestu aukna ferðaþörf á höfuðborgarsvæðinu. Um það ríkir óvissa auk þess sem Hafnarfjörður er aftarlega á framkvæmdaráætlun. Ekki hefur náðst samkomulag við Garðabæ og Vegagerðina um vegstæði ofanbyggðarvegar. Ólíklegt að niðurstaða fáist í það mál í bráð enda búið að vera í umræðunni í fjölda ára. Í samgönguáætlun ríkisins eru 12.600 m.kr. áætlaðar árin 2024-2029 í Reykjanesbrautina milli N1 Lækjargötu og Kaplakrika. Enn ekki búið að ákveða hvort vegakaflinn verði lagður í stokk eða önnur útfærsla valin. Stokkur yrði óhemju dýr og forsendan er sú að búið verði að leggja ofanbyggðarveginn til að taka við umferðarþunganum í tvö ár eða svo. Þetta eru einungis nokkur atriði sem upplýsa þarf almenning um áður en slegið er upp glæstum byggingaráformum. Við í Bæjarlistanum leggjum áherslu á vönduð og heiðarleg vinnubrögð. Höfundur er oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun