Helgarmatseðillinn: Þrjár skotheldar uppskriftir að bröns Heimkaup.is 7. apríl 2022 14:14 Vísir mun birta spennandi uppskriftir að ljúffengum réttum frá Heimkaup. „Fólk elskar þessi þægindi að geta keypt allt í uppskriftina með einum smelli. Við hjá Heimkaup erum alltaf að skapa skemmtilegar uppskriftir í takt við allskonar tilefni, bröns, páskar, fermingarveislan, allt á grillið og margt fleira. Við viljum létta undir með fólki og gefa hugmyndir að þægilegum réttum hvort sem það er veisla framundan eða bara einfaldur og bragðgóður kvöldmatur fyrir vikuna,“ segir Una Guðmundsdóttir í markaðsdeild Heimkaups. Uppskriftir Heimkaupa munu birtast hér á Vísi og hægt að nálgast allt hráefnið á Heimkaup.is Morgunverðar burrito Morgunverðar burrito er einstaklega góð í brönsinn, upprúlluð tortilla vefja með eggjum, salsa sósu, baunum, spínati og cheddar osti. Smelltu hér til að nálgast allt hráefnið. Hráefni 1 pakki tortilla pönnukökur 1 dós salsa sósa 1/2 dós baunir Spínat eftir smekk 6-8 stk egg Rjómaostur Rifinn cheddar ostur Aðferð Byrjið á að steikja eggin á pönnu upp úr olíu og kryddið með salti og pipar Sigtið vatnið frá baununum og skolið þær aðeins með köldu vatni, bætið þeim á pönnuna með eggjunum og hitið svolítið Smyrjið tortilluna með rjómaosti og salsa sósu og stráið cheddar osti í miðjuna Setjið spínat í miðjuna eftir smekk, næst eru eggjunum & baununum raðað á tortilluna Rúllið pönnunkökunni upp, gott er að brjóta hana eins og umslag til þess að innihaldið leki ekki úr. Pönnsur með Nutella Þessar pönnukökur toppa allt, með ferskum berjum, sírópi og Nutella súkkulaðismjöri verður brönsinn fullkominn! Smelltu hér til að nálgast allt hráefnið í uppskriftina. Hráefni 1 bolli hveiti 1½ tsk lyftiduft ¼ tsk salt 1 bolli mjólk 1 egg 1 msk brætt smjör 1 tsk vanilludropar Aðferð Byrjið á að hræra saman í skál, hveiti, lyftidufti og salti í skál. Bræðið smjörið og leyfið því aðeins að kólna áður en þið bætið því saman við hveiti blönduna ásamt mjólkinni og eggjunum og hrærið vel saman. Steikið á pönnu við miðlungshita, gott að nota smá smjör á pönnuna svo að deigið festist ekki við. Bakist þar til báðar hliðar eru gullinbrúnar. Ég mæli svo með að bera pönnukökurnar fram með ferskum berjum, sírópi og Nutella súkkulaðismjöri. Njótið vel! Kókos raspaðar kjúklingalundir á vöfflur Kjúklingur á vöfflu skemmtileg hugmynd af mat sem kemur skemmtilega á óvart! Hentar bæði í kvöldmat og í brönsinn! Smelltu hér til að nálgast hráefnið í uppskriftina. Hráefni 500 gr kjúklingalundir 1 stk egg 1 dl mjólk 5 msk hveiti 160 gr kókosmjöl Salt og pipar 2 tsk Paprikuduft 2 tsk Kúmin duft 2 tsk Hvítlaukskrydd 4 msk kókosolía til steikingar Aðferð Byrjið á að hræra saman egg og mjólk í skál, hveitið fer í aðra skál og í þriðju skálina fer kókosmjölið ásamt kryddunum, hrærið kryddin vel saman við kókosmjölið. Dýfið hverri kjúklingalund í hveiti, þaðan er henni dýft í mjólkurblönduna og að lokum í kókosmjölsblönduna, passið að hjúpa kjúklingalundina vela f kókosmjöli. Steikið hverja lund upp úr kókosolíu á vel heitri pönnu þangað til að þær eru gullinbrúnar. Setjið í eldfast form og inn í ofn í um 25 – 30 mínútur við 200 gráður. Matur Uppskriftir Matseðill vikunnar Helgarmatseðillinn Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Sjá meira
Uppskriftir Heimkaupa munu birtast hér á Vísi og hægt að nálgast allt hráefnið á Heimkaup.is Morgunverðar burrito Morgunverðar burrito er einstaklega góð í brönsinn, upprúlluð tortilla vefja með eggjum, salsa sósu, baunum, spínati og cheddar osti. Smelltu hér til að nálgast allt hráefnið. Hráefni 1 pakki tortilla pönnukökur 1 dós salsa sósa 1/2 dós baunir Spínat eftir smekk 6-8 stk egg Rjómaostur Rifinn cheddar ostur Aðferð Byrjið á að steikja eggin á pönnu upp úr olíu og kryddið með salti og pipar Sigtið vatnið frá baununum og skolið þær aðeins með köldu vatni, bætið þeim á pönnuna með eggjunum og hitið svolítið Smyrjið tortilluna með rjómaosti og salsa sósu og stráið cheddar osti í miðjuna Setjið spínat í miðjuna eftir smekk, næst eru eggjunum & baununum raðað á tortilluna Rúllið pönnunkökunni upp, gott er að brjóta hana eins og umslag til þess að innihaldið leki ekki úr. Pönnsur með Nutella Þessar pönnukökur toppa allt, með ferskum berjum, sírópi og Nutella súkkulaðismjöri verður brönsinn fullkominn! Smelltu hér til að nálgast allt hráefnið í uppskriftina. Hráefni 1 bolli hveiti 1½ tsk lyftiduft ¼ tsk salt 1 bolli mjólk 1 egg 1 msk brætt smjör 1 tsk vanilludropar Aðferð Byrjið á að hræra saman í skál, hveiti, lyftidufti og salti í skál. Bræðið smjörið og leyfið því aðeins að kólna áður en þið bætið því saman við hveiti blönduna ásamt mjólkinni og eggjunum og hrærið vel saman. Steikið á pönnu við miðlungshita, gott að nota smá smjör á pönnuna svo að deigið festist ekki við. Bakist þar til báðar hliðar eru gullinbrúnar. Ég mæli svo með að bera pönnukökurnar fram með ferskum berjum, sírópi og Nutella súkkulaðismjöri. Njótið vel! Kókos raspaðar kjúklingalundir á vöfflur Kjúklingur á vöfflu skemmtileg hugmynd af mat sem kemur skemmtilega á óvart! Hentar bæði í kvöldmat og í brönsinn! Smelltu hér til að nálgast hráefnið í uppskriftina. Hráefni 500 gr kjúklingalundir 1 stk egg 1 dl mjólk 5 msk hveiti 160 gr kókosmjöl Salt og pipar 2 tsk Paprikuduft 2 tsk Kúmin duft 2 tsk Hvítlaukskrydd 4 msk kókosolía til steikingar Aðferð Byrjið á að hræra saman egg og mjólk í skál, hveitið fer í aðra skál og í þriðju skálina fer kókosmjölið ásamt kryddunum, hrærið kryddin vel saman við kókosmjölið. Dýfið hverri kjúklingalund í hveiti, þaðan er henni dýft í mjólkurblönduna og að lokum í kókosmjölsblönduna, passið að hjúpa kjúklingalundina vela f kókosmjöli. Steikið hverja lund upp úr kókosolíu á vel heitri pönnu þangað til að þær eru gullinbrúnar. Setjið í eldfast form og inn í ofn í um 25 – 30 mínútur við 200 gráður.
Matur Uppskriftir Matseðill vikunnar Helgarmatseðillinn Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Sjá meira