„Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. apríl 2022 19:30 Glódís Perla, miðvörður íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. „Þessi leikur var flottur af okkar hálfu finnst mér. Við byrjuðum í smá brasi að ná að spila boltanum á milli okkar og finna taktinn í leiknum. En svo um leið og við skorum fyrsta markið þá fannst mér koma aðeins meiri ró í leikinn okkar og við förum að halda betur í boltann og skapa okkur meira. Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi eftir leikinn. Glódís og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu sinn 100. landsleik fyrir Ísland í dag. Glódís sagði það vera mikinn heiður að hafa verið svona lengi í liðinu og að fá traustið svona oft. „Það er ótrúlega gaman og ótrúlega mikill heiður að vera í þessu liði svona lengi og fengið tækifæri á að spila svona marga leiki og traustið svona oft. Ég er ótrúlega stolt af þessu og vonandi verða þeir mjög margir í viðbót,“ sagði Glódís. Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur á völlinn í dag eftir langa fjarveru en hún spilaði síðasta landsleik 1. desember 2020. Glódís sagði það vera ótrúlega gott að fá hana aftur inn. „Það er bara ótrúlega gott að fá hana aftur inn. Hún kemur inn í liðið með mikla reynslu og hún er frábær leikmaður og það er ótrúlega gaman að fylgjast með henni, hversu hart hún hefur lagt á sig til að vera komin svona hratt til baka.“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins spilaði fyrri hálfleikinn með fyrirliðaband sem var eins og Úkraínski fáninn til stuðnings Úkraínu. „Við erum allar á móti stríði. Það var ekki spurning að hún ætlaði að spila með þetta svo held ég að þetta hafi verið að detta af þannig hún gat ekki haldið áfram með það. Eins og ég segi við vorum allar á því að ef við gætum spilað með eitthvað svona til að sýna stuðning þá myndum við gera það.“ Næsti leikur er á þriðjudaginn á móti Tékklandi og dugir jafntefli til að tryggja sér farmiða á HM. „Framhaldið er leikur á þriðjudaginn á móti Tékklandi sem að við ætlum að vinna, auðvitað. Við verðum að sýna góða frammistöðu á móti Tékkum. Það var gott að koma úr þessum leik og að hafa unnið sannfærandi og koma inn í næsta leik með mikið sjálfstraust. Það verður allt öðruvísi leikur og við þurfum að endurstilla hausinn á milli leikja og vera klárar í hörkuleik. Meiri físík og örugglega hraðari leik en var í dag,“ sagði Glódís að lokum. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5| Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
„Þessi leikur var flottur af okkar hálfu finnst mér. Við byrjuðum í smá brasi að ná að spila boltanum á milli okkar og finna taktinn í leiknum. En svo um leið og við skorum fyrsta markið þá fannst mér koma aðeins meiri ró í leikinn okkar og við förum að halda betur í boltann og skapa okkur meira. Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi eftir leikinn. Glódís og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu sinn 100. landsleik fyrir Ísland í dag. Glódís sagði það vera mikinn heiður að hafa verið svona lengi í liðinu og að fá traustið svona oft. „Það er ótrúlega gaman og ótrúlega mikill heiður að vera í þessu liði svona lengi og fengið tækifæri á að spila svona marga leiki og traustið svona oft. Ég er ótrúlega stolt af þessu og vonandi verða þeir mjög margir í viðbót,“ sagði Glódís. Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur á völlinn í dag eftir langa fjarveru en hún spilaði síðasta landsleik 1. desember 2020. Glódís sagði það vera ótrúlega gott að fá hana aftur inn. „Það er bara ótrúlega gott að fá hana aftur inn. Hún kemur inn í liðið með mikla reynslu og hún er frábær leikmaður og það er ótrúlega gaman að fylgjast með henni, hversu hart hún hefur lagt á sig til að vera komin svona hratt til baka.“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins spilaði fyrri hálfleikinn með fyrirliðaband sem var eins og Úkraínski fáninn til stuðnings Úkraínu. „Við erum allar á móti stríði. Það var ekki spurning að hún ætlaði að spila með þetta svo held ég að þetta hafi verið að detta af þannig hún gat ekki haldið áfram með það. Eins og ég segi við vorum allar á því að ef við gætum spilað með eitthvað svona til að sýna stuðning þá myndum við gera það.“ Næsti leikur er á þriðjudaginn á móti Tékklandi og dugir jafntefli til að tryggja sér farmiða á HM. „Framhaldið er leikur á þriðjudaginn á móti Tékklandi sem að við ætlum að vinna, auðvitað. Við verðum að sýna góða frammistöðu á móti Tékkum. Það var gott að koma úr þessum leik og að hafa unnið sannfærandi og koma inn í næsta leik með mikið sjálfstraust. Það verður allt öðruvísi leikur og við þurfum að endurstilla hausinn á milli leikja og vera klárar í hörkuleik. Meiri físík og örugglega hraðari leik en var í dag,“ sagði Glódís að lokum.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5| Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5| Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15