Man City enn undir rannsókn: Tölvupóstar sýna fram á brot á fjárhagslegri háttvísi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2022 07:01 Roberto Mancini stýrði Man City frá 2009 til 2013. Hann kemur fyrir í skjölum Der Spiegel. Mynd/AP Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel segist hafa undir höndum gögn sem sýni fram á að rannsókn á enska knattspyrnufélaginu Manchester City sé enn í gangi. Félagið er í eigu hins moldríka Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og talið er að hann hafi sett mikið fjármagn inn í félagið með ólögmætum hætti. Ekki eru margir mánuðir síðan Vísir greindi frá því að Englandsmeistarar Man City ætti í stappi við ensku úrvalsdeildina. Þó svo að Alþjóðaíþróttadómstóllinn hafi sýknað Man City af mögulegum brotum var rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar hvergi nærri lokið. Der Spiegel er á sama máli og segir rannsóknina nú snúa að þremur atvikum aðallega. Pressa hefur verið sett á leikmenn undir lögaldri til að skrifa undir samninga við félagið. Fengu þeir og uppeldisfélög þeirra vel borgað við undirskriftina, eitthvað sem má ekki fyrr en leikmenn hafa náð ákveðnum aldri. Styrktaraðilar félagsins í Abu Dhabi hafa aðeins borgað brot af þeim upphæðum sem samið var um. Meirihlutinn hafi komið beint frá Sheikh Mansour sjálfum. Roberto Mancini þjálfaði liðið frá 2009 til 2013 er hann fékk sparkið. Talið er að samningur hans hafi verið borgaður upp í gegnum ýmis skúffufyrirtæki og þær upphæðir því ekki farið af reikningi félagsins. Í grunninn má því segja að rannsóknin snúi enn að brotum Man City á fjárhagslegri háttvísi knattspyrnusambands Evrópu eða FFP reglugerðum UEFA. The new @derspiegel piece says the PL investigation into MCFC, now into a fourth year, is focussing on these three specific things. Incendiary stuff. pic.twitter.com/2XCrZ3M139— Nick Harris (@sportingintel) April 7, 2022 Der Spiegel hefur fjölda tölvupósta og samskipta milli aðila hjá Etihad og Manchester City til að mynda. Hvorki Man City eða enska úrvalsdeildin svaraði fyrirspurnum miðilsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Félagið er í eigu hins moldríka Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og talið er að hann hafi sett mikið fjármagn inn í félagið með ólögmætum hætti. Ekki eru margir mánuðir síðan Vísir greindi frá því að Englandsmeistarar Man City ætti í stappi við ensku úrvalsdeildina. Þó svo að Alþjóðaíþróttadómstóllinn hafi sýknað Man City af mögulegum brotum var rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar hvergi nærri lokið. Der Spiegel er á sama máli og segir rannsóknina nú snúa að þremur atvikum aðallega. Pressa hefur verið sett á leikmenn undir lögaldri til að skrifa undir samninga við félagið. Fengu þeir og uppeldisfélög þeirra vel borgað við undirskriftina, eitthvað sem má ekki fyrr en leikmenn hafa náð ákveðnum aldri. Styrktaraðilar félagsins í Abu Dhabi hafa aðeins borgað brot af þeim upphæðum sem samið var um. Meirihlutinn hafi komið beint frá Sheikh Mansour sjálfum. Roberto Mancini þjálfaði liðið frá 2009 til 2013 er hann fékk sparkið. Talið er að samningur hans hafi verið borgaður upp í gegnum ýmis skúffufyrirtæki og þær upphæðir því ekki farið af reikningi félagsins. Í grunninn má því segja að rannsóknin snúi enn að brotum Man City á fjárhagslegri háttvísi knattspyrnusambands Evrópu eða FFP reglugerðum UEFA. The new @derspiegel piece says the PL investigation into MCFC, now into a fourth year, is focussing on these three specific things. Incendiary stuff. pic.twitter.com/2XCrZ3M139— Nick Harris (@sportingintel) April 7, 2022 Der Spiegel hefur fjölda tölvupósta og samskipta milli aðila hjá Etihad og Manchester City til að mynda. Hvorki Man City eða enska úrvalsdeildin svaraði fyrirspurnum miðilsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira