Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2022 16:21 Halldóra Mogensen þingmaður Pírata tilkynnti að forseti Alþingis hafi boðað þingflokksformenn á fund til að ræða þá kröfu stjórnarandstöðu að skipuð verði rannsóknarnefnd Alþingis sem fara eigi í saumana á umdeildu útboði, sem fram fór fyrir tveimur vikum, á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. Verið var að ræða Hollustuhætti og mengunarvarnir en áður stefndi í að þingmenn stjórnarandstöðunnar myndu taka þingið í gíslingu, eins og það kallast; en þar kröfðust þeir að tekið yrði tillit til kröfu sem sett hefur verið um að tekin verði afstaða til tillögu um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara í saumana á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Útboðið sem fram fór fyrir tveimur vikum hefur sætt harðri gagnrýni og hefur meðal annars Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur við Yale háskóla, en hún átti sæti í Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði bankahrunið 2008, sagt að hún telji að lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tilkynnti nú rétt í þessu að forseti Alþingis hafi boðað þingflokksformenn á fund vegna málsins. „Mér þykir ótrúlegt að við þingmenn þurfum að koma hérna upp trekk í trekk í trekk í marga klukkutíma, í fundarstjórn forseta, til að fara fram á jafn sjálfsagðan hlut og að hlé sé gert á þingfundi til að ræða niðurstöðu í risastóru máli sem varðar traust almennings á bankakerfinu, ráðherra og ríkisstjórninni. Það er loksins komið en því miður búið að taka alltof langan tíma,“ sagði Halldóra sem vonaðist til að takist að ná sátt í málinu. Stjórnarliðar hafa lagt á það áherslu, í umræðu á þinginu í dag, að skipa megi rannsóknarnefnd eftir að ríkisendurskoðun hefur farið yfir málið. Stjórnarandstaðan hefur á móti bent á að það sé óþarfur millileikur, rannsóknarnefnd hafi miklu víðtækari heimildir; Halldóra líkti því fyrr í dag við að menn tækju sér til handagagns skrúfjárn fyrst þegar fyrir lægi að það þyrfti hamar. Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Verið var að ræða Hollustuhætti og mengunarvarnir en áður stefndi í að þingmenn stjórnarandstöðunnar myndu taka þingið í gíslingu, eins og það kallast; en þar kröfðust þeir að tekið yrði tillit til kröfu sem sett hefur verið um að tekin verði afstaða til tillögu um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara í saumana á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Útboðið sem fram fór fyrir tveimur vikum hefur sætt harðri gagnrýni og hefur meðal annars Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur við Yale háskóla, en hún átti sæti í Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði bankahrunið 2008, sagt að hún telji að lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tilkynnti nú rétt í þessu að forseti Alþingis hafi boðað þingflokksformenn á fund vegna málsins. „Mér þykir ótrúlegt að við þingmenn þurfum að koma hérna upp trekk í trekk í trekk í marga klukkutíma, í fundarstjórn forseta, til að fara fram á jafn sjálfsagðan hlut og að hlé sé gert á þingfundi til að ræða niðurstöðu í risastóru máli sem varðar traust almennings á bankakerfinu, ráðherra og ríkisstjórninni. Það er loksins komið en því miður búið að taka alltof langan tíma,“ sagði Halldóra sem vonaðist til að takist að ná sátt í málinu. Stjórnarliðar hafa lagt á það áherslu, í umræðu á þinginu í dag, að skipa megi rannsóknarnefnd eftir að ríkisendurskoðun hefur farið yfir málið. Stjórnarandstaðan hefur á móti bent á að það sé óþarfur millileikur, rannsóknarnefnd hafi miklu víðtækari heimildir; Halldóra líkti því fyrr í dag við að menn tækju sér til handagagns skrúfjárn fyrst þegar fyrir lægi að það þyrfti hamar.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14