Systurnar Sigga, Beta og Elín Eyþórsdætur flytja lagið ásamt bróður sínum Eyþóri Inga og lagið er eftir tónlistarkonuna Lay Low. Tilhlökkunin er mikil og það verður virkilega gaman að sjá þau skína skært á sviði í Tórínó í maí.
Íslenskt tónlistarfólk heldur áfram að gera góða hluti á íslenska listanum. Bríet er komin í tíunda sæti með nýjasta lag sitt Flugdreki og dúóinn Blaz Roca og Egill Ólafsson skjótast upp í sjöunda sæti með lagið Slaki Babarinn.
Hugo situr í fjórða sæti með lagið Farinn, en hann var valinn Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í mars. Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson standa svo óhreyfðir frá því í síðustu viku, þar sem Frikki skipar þriðja sæti með lagið Þú og fyrsta sæti með lagið Bleikur og Blár. Bæði lög eru á plötunni Dætur. Jón Jónsson er svo í öðru sæti með ástarlagið Lengi lifum við, af samnefndri plötu.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga frá klukkan 14:00-16:00 á FM957.
Íslenski listinn í heild sinni:
Íslenski listinn á Spotify: