Kallar forsætisráðherra Póllands „öfga-hægri gyðingahatara“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. apríl 2022 23:30 Macron fór ekki mjúkum höndum um Morawiecki í viðtali á dögunum. Jean Catuffe/Getty Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sé „öfga-hægri gyðingahatari sem bannar hinsegin fólk.“ Þessar ásakanir setti forsetinn fram eftir að Morawiecki gagnrýndi ítrekuð samtöl Macrons við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Macron er sá leiðtogi í Evrópu sem hefur verið í mestum samskiptum við Pútín eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Hann segir það mikilvægan lið í því að binda enda á átökin. „Hversu oft hefurðu rætt við Pútín og hverju hefur það skilað,“ spurði Morawiecki á mánudaginn síðastliðinn og bar viðræðurnar saman við tilraunir til þess að semja við Adolf Hitler. Ætlar ekki að hætta að ræða við Pútín Macron hefur nú svarað fyrir sig í blaðaviðtali í Frakklandi og segir það skyldu sína að ræða við Pútín. Hann muni ekki hætta því, þar sem samtal við Pútín sé leið inn í friðarviðræður milli Rússa og Úkraínu. „Með því að tala við hann og við Selenskí Úkraínuforseta getum við hjálpað við viðræðurnar. Á einhverjum tímapunkti verður vopnahlé. Það verður þó ekki án ábyrgðarmanna og Frakkland vill gangast í þá ábyrgð,“ sagði Macron. Hvað varðar ummæli Macron um Morawiecki sjálfan liggur ekki fyrir hvers vegna hann kallaði hann gyðingahatara. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafa pólsk stjórnvöld sætt gagnrýni fyrir lagasetningu sem torveldar Gyðingum að endurheimta eigur sem glötuðust í Helförinni, auk þess sem ólöglegt er í Póllandi að tengja pólsku þjóðina við glæpi Nasista. Um það að Morawiecki „banni hinsegin fólk“ vísar Macron væntanlega meðal annars til þess að þar er ólöglegt að bera út „áróður fyrir samkynhneigð,“ þess að einstökum borgum og héröðum er heimilt að lýsa sig svæði án samkynhneigðar og þess að samkynja hjónabönd eru ólögleg í Póllandi. Piotr Müller, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, segir að Macron hafi gengið of lang með orðavali sínu um forsætisráðherrann. Morawiecki hefur líkt viðræðum Macrons og Pútíns við tilraunir til að semja við Adolf Hitler.Mateusz Wlodarczyk/NurPhoto via Getty Styttist í kosningar Macron sakaði Morawiecki einnig um að ganga erinda Marine Le Pen, sem er helsti keppinautur hans í komandi forsetakosningum í Frakklandi. Samkvæmt könnunum saxar Le Pen nú á forskot Macron í skoðanakönnunum, sem hingað til hefur mælst efstur. Árangur hans í könnunum má meðal annars rekja til viðleitni hans til að stilla til friðar milli Rússa og Úkraínu með samtölum sínum við leiðtoga beggja þjóða, en áhrif þeirrar viðleitni virðast nú fara dvínandi. Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi fara fram næstkomandi sunnudag, 10. apríl. Seinni umferðin, þar sem val kjósenda stendur á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni, fer fram 24. apríl. Talið er næsta víst að þá verði nöfnin Macron og Le Pen á kjörseðlinum. Frakkland Pólland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Macron er sá leiðtogi í Evrópu sem hefur verið í mestum samskiptum við Pútín eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Hann segir það mikilvægan lið í því að binda enda á átökin. „Hversu oft hefurðu rætt við Pútín og hverju hefur það skilað,“ spurði Morawiecki á mánudaginn síðastliðinn og bar viðræðurnar saman við tilraunir til þess að semja við Adolf Hitler. Ætlar ekki að hætta að ræða við Pútín Macron hefur nú svarað fyrir sig í blaðaviðtali í Frakklandi og segir það skyldu sína að ræða við Pútín. Hann muni ekki hætta því, þar sem samtal við Pútín sé leið inn í friðarviðræður milli Rússa og Úkraínu. „Með því að tala við hann og við Selenskí Úkraínuforseta getum við hjálpað við viðræðurnar. Á einhverjum tímapunkti verður vopnahlé. Það verður þó ekki án ábyrgðarmanna og Frakkland vill gangast í þá ábyrgð,“ sagði Macron. Hvað varðar ummæli Macron um Morawiecki sjálfan liggur ekki fyrir hvers vegna hann kallaði hann gyðingahatara. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafa pólsk stjórnvöld sætt gagnrýni fyrir lagasetningu sem torveldar Gyðingum að endurheimta eigur sem glötuðust í Helförinni, auk þess sem ólöglegt er í Póllandi að tengja pólsku þjóðina við glæpi Nasista. Um það að Morawiecki „banni hinsegin fólk“ vísar Macron væntanlega meðal annars til þess að þar er ólöglegt að bera út „áróður fyrir samkynhneigð,“ þess að einstökum borgum og héröðum er heimilt að lýsa sig svæði án samkynhneigðar og þess að samkynja hjónabönd eru ólögleg í Póllandi. Piotr Müller, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, segir að Macron hafi gengið of lang með orðavali sínu um forsætisráðherrann. Morawiecki hefur líkt viðræðum Macrons og Pútíns við tilraunir til að semja við Adolf Hitler.Mateusz Wlodarczyk/NurPhoto via Getty Styttist í kosningar Macron sakaði Morawiecki einnig um að ganga erinda Marine Le Pen, sem er helsti keppinautur hans í komandi forsetakosningum í Frakklandi. Samkvæmt könnunum saxar Le Pen nú á forskot Macron í skoðanakönnunum, sem hingað til hefur mælst efstur. Árangur hans í könnunum má meðal annars rekja til viðleitni hans til að stilla til friðar milli Rússa og Úkraínu með samtölum sínum við leiðtoga beggja þjóða, en áhrif þeirrar viðleitni virðast nú fara dvínandi. Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi fara fram næstkomandi sunnudag, 10. apríl. Seinni umferðin, þar sem val kjósenda stendur á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni, fer fram 24. apríl. Talið er næsta víst að þá verði nöfnin Macron og Le Pen á kjörseðlinum.
Frakkland Pólland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent