Benedikt: Bæði lið að spila hörkuvörn Árni Jóhannsson skrifar 9. apríl 2022 22:31 Þjálfari Njarðvíkinga gat verið ánægður með sína menn í kvöld þó margt hafi væntanlega mátt fara betur. Hulda Margrét „Það er ekki langt síðan að þeir skoruðu 125 stig á okkur“, sagði þjálfari Njarðvíkinga, Benedikt Guðmundsson, meðal annars þegar hann gerði upp leik sinna manna í kvöld. Hann var ánægður með varnarleik sinna manna og var á því að það hafi skila 67-74 sigri Njarðvíkinga á KR fyrr í kvöld. Leikið var í 8-liða úrslitum Subway deildar karla að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur. Benedikt var sammála blaðamanni að þessi leikur hafi verið skrýtinn og sagði að það hafi verið góður varnarleikur að lokum sem skilaði sigri sinna manna. „Ofsalega „scrappy“ leikur. Þetta var allt þungt og stirt og í þessi fáu skipti sem við náðum að keyra hraðann aðeins upp þá komu, ég ætla ekki að segja auðveld stig, en allavega aðeins þægilegri stig heldur en í hnoðinu og þunglamalegheitin þegar við vorum að stilla upp á hálfum velli. Ég veit ekki, ég verð að vera á því að vörnin hafi klárað þetta. Bæði lið voru náttúrlega að spila hörku vörn.“ „Bæði lið hafa líka farið vel yfir hvort annað, þannig að það er ekkert skrýtið að það sé skorað aðeins minna en eigum við ekki að segja að vörnin hafi klárað þetta. Ég get komið með miklu gáfulegra svar á morgun þegar ég er búinn að fara yfir leikinn. Ég var ánægður með vörnina, við höldum þeim í 67 stigum en það er ekki langt síðan þeir skoruðu 125 stig á okkur.“ Aldur Njarðvíkinga hefur verið til umtals og var Benedikt spurður að því hvort það gæti haft áhrif á hversu þungt þetta var eða var þetta meira ákafinn í úrslitakeppni sem skipti máli? „Ég held að aldurinn fari nú ekki að segja til sín í leik tvö í úrslitakeppninni. Ég held bara að andrúmsloftið sem myndast í úrslitakeppninni sem hafi gert þetta að ljótum leik í raun og veru. Stundum fer þetta bara í það. Þetta verður meiri barátta og slagsmál. Það var þannig lína líka. Menn fengu að koma við hvorn annan og það voru átök. Þetta var ekki það sem maður lagði upp með þegar maður kom hingað en þetta er náttúrlega ekki fyrsti leikurinn sem fer ekki nákvæmlega eins og maður leggur upp með.“ Benedikt var mjög ánægður með stuðning síns fólks í kvöld. „Mér fannst stuðningurinn báðum megin vera virkilega góður. Var ekki bara nánast fullt, ég tek svo lítið eftir áhorfendum. Mér sýndist bara vera þvílík stemmning og mér fannst okkar stuðningsmenn eiga í fullu tréi við fjölmenna Miðju, gömlu góðu Miðjuna, sem getur heldur betur unnið leiki. Ég þekki það.“ Að lokum var Benedikt spurður út í það hvað hann ætlaði að segja við sína menn strax eftir leik. „Ég er bara að fara að fara yfir endurheimtina. Nú snýst þetta um að vera eins ferskur og maður getur á þriðjudaginn. Við förum síðan bara yfir leikinn á morgun. Eins og þú segir, gamalt lið og endurheimtin skiptir miklu máli.“ UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Njarðvík 67-74 | Njarðvíkingar gerðu nóg til að komast í 2-0 í einvíginu Leikur Njarðvíkur og KR á Meistaravöllum var skrýtinn og átti hvorugt lið góðan dag sóknarlega en ákafinn var mikill og spennustigið hátt. Njarðvíkingar gerðu nóg að lokum og sigldu sigrinum heim 67-74 og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. 9. apríl 2022 22:13 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Benedikt var sammála blaðamanni að þessi leikur hafi verið skrýtinn og sagði að það hafi verið góður varnarleikur að lokum sem skilaði sigri sinna manna. „Ofsalega „scrappy“ leikur. Þetta var allt þungt og stirt og í þessi fáu skipti sem við náðum að keyra hraðann aðeins upp þá komu, ég ætla ekki að segja auðveld stig, en allavega aðeins þægilegri stig heldur en í hnoðinu og þunglamalegheitin þegar við vorum að stilla upp á hálfum velli. Ég veit ekki, ég verð að vera á því að vörnin hafi klárað þetta. Bæði lið voru náttúrlega að spila hörku vörn.“ „Bæði lið hafa líka farið vel yfir hvort annað, þannig að það er ekkert skrýtið að það sé skorað aðeins minna en eigum við ekki að segja að vörnin hafi klárað þetta. Ég get komið með miklu gáfulegra svar á morgun þegar ég er búinn að fara yfir leikinn. Ég var ánægður með vörnina, við höldum þeim í 67 stigum en það er ekki langt síðan þeir skoruðu 125 stig á okkur.“ Aldur Njarðvíkinga hefur verið til umtals og var Benedikt spurður að því hvort það gæti haft áhrif á hversu þungt þetta var eða var þetta meira ákafinn í úrslitakeppni sem skipti máli? „Ég held að aldurinn fari nú ekki að segja til sín í leik tvö í úrslitakeppninni. Ég held bara að andrúmsloftið sem myndast í úrslitakeppninni sem hafi gert þetta að ljótum leik í raun og veru. Stundum fer þetta bara í það. Þetta verður meiri barátta og slagsmál. Það var þannig lína líka. Menn fengu að koma við hvorn annan og það voru átök. Þetta var ekki það sem maður lagði upp með þegar maður kom hingað en þetta er náttúrlega ekki fyrsti leikurinn sem fer ekki nákvæmlega eins og maður leggur upp með.“ Benedikt var mjög ánægður með stuðning síns fólks í kvöld. „Mér fannst stuðningurinn báðum megin vera virkilega góður. Var ekki bara nánast fullt, ég tek svo lítið eftir áhorfendum. Mér sýndist bara vera þvílík stemmning og mér fannst okkar stuðningsmenn eiga í fullu tréi við fjölmenna Miðju, gömlu góðu Miðjuna, sem getur heldur betur unnið leiki. Ég þekki það.“ Að lokum var Benedikt spurður út í það hvað hann ætlaði að segja við sína menn strax eftir leik. „Ég er bara að fara að fara yfir endurheimtina. Nú snýst þetta um að vera eins ferskur og maður getur á þriðjudaginn. Við förum síðan bara yfir leikinn á morgun. Eins og þú segir, gamalt lið og endurheimtin skiptir miklu máli.“
UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Njarðvík 67-74 | Njarðvíkingar gerðu nóg til að komast í 2-0 í einvíginu Leikur Njarðvíkur og KR á Meistaravöllum var skrýtinn og átti hvorugt lið góðan dag sóknarlega en ákafinn var mikill og spennustigið hátt. Njarðvíkingar gerðu nóg að lokum og sigldu sigrinum heim 67-74 og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. 9. apríl 2022 22:13 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Leik lokið: KR – Njarðvík 67-74 | Njarðvíkingar gerðu nóg til að komast í 2-0 í einvíginu Leikur Njarðvíkur og KR á Meistaravöllum var skrýtinn og átti hvorugt lið góðan dag sóknarlega en ákafinn var mikill og spennustigið hátt. Njarðvíkingar gerðu nóg að lokum og sigldu sigrinum heim 67-74 og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. 9. apríl 2022 22:13
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum