Börn á viðburðinum Barnabarinn í Norræna húsinu buðu fullorðnum til að mynda í klippingu, einhverjir fengu pössun og enn öðrum voru lagðar lífsreglurnar; eitthvað sem almennt væri partur af hlutverki fullorðinna.
„Við erum búin að vera að klippa og gera tattú. Svo fórum við í rjómatertuslag og það endaði með slummu í hárinu á mér,“ segir einn hress þáttakandi á Barnabarnum. „Það var líka pössunarherbergi og rjómatertuslagur, það var algjör hörmung en mjög skemmtileg, bætir önnur við.“
Þið voruð að klippa hár á fullorðnu fólki, vildu margir koma í klippingu?
„Já, það gekk mjög vel. Við vorum aðallega í því að klippa enda og gera hárgreiðslur, segir ein og aðrir taka hressir í sama streng.“
Hvernig gekk að passa?
„Við vorum mest að passa fullorðna en það komu af og til börn. Við vorum að gera hugleiðslu og svo fórum við í blöðrukassa og það var allt fullt af blöðrum.“
Lokadagur Barnamenningarhátíðar í Reykjavík er á morgun 10. apríl en dagskrá er hægt að nálgast hér.